miðvikudagur, maí 17, 2006
Sumir dagar eru einfaldlega bara verri en aðrir... Komst að því í gær!! Allt sem mögulega hefði getað farið úrskeiðis gerði það, og vel það!! Snillingurinn ég náði þó að redda þessu öllu saman með nokkuð mörgum símtölum útum allan heim sem og hérlendis... Helvítis djöfulsins andskotans vesen... Allavega´... Nóg um það... Jæja...Á meðan ég er að standa í þessu rugli öllu saman fyllist blessaða búllan af fólki og allt að gerast.. Það ákváðu meresegja allir að skella sér í G&G akkúrat þegar þessi blessaða hríð skall á... Það rigndi eins og himinn og jörð væri að farast og svo kom haglél... Já HAGLÉL um miðjan maí... En það er náttla alveg eðlilegt á þessum blessaða klaka sem við köllum heimili... Ég hugsaði með mér að ég væri nú allavega heppin að vera inní í þessum ósköpum öllum... Dagurinn kláraðist og ég hef sjaldan verið jafn fegin að komast út í bíl til að halda heim á leið... En þá birtist síðasta hörmungin mér.. Auðvitað... Alveg í anda þema dagsins... Glugginn á bílnum mínum var galopinn og bíllinn fullur af hagléli og pollar á gólfinu.. Sætið rennandi og er það enn.... COMMON hvað hef ég gert..???
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:33
fimmtudagur, maí 04, 2006
Ég veit ekki af hverju, en ég hef staðið sjálfa mig að því undanfarið að vera alltaf með stillt á útvarp Latabæ í bílnum... Crazy... Kannski.. Samt ekki ef maður fer að pæla aðeins í því... Kannski er það aldurskreppan sem maður er að skapa sér dag eftir dag síðan síðustu afmælisdagar hafa byrjað að hrúgast niður á mann... Kannski er það einhver fortíðarþrá... Kannski er það af því að Siggi Sæti og Solla Stirða eru alltaf með svo "skemmtileg" heilsuhorn, allt of oft á dag... Það gæti verið vegna þess að vinkonur mínar eru svo einstaklega góðar eftirhermur, sbr: "Éééég er ííííþróttaááálfuuurinn..." Held ekki samt ehemmm... Nú kannski er ég bara að reyna að komast í samband við mitt innra barn... Líklegast finnst mér þó að það sé vegna þess að það er EKKERT sem er þess vert að hlusta á, á öðrum útvarpsbylgjum landsins... Ljúfsárir söngvar um hrista rassa, gefandi menn og hömmpandi kvensur heilla ekki mín heyrnarskynfæri meira en svo að, jú, Útvarp Latibær verður fyrir valinu!
Áfram Latibær!!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:45
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Home sweet home...
Ég skrifaði hér um árið "Fyrrverandi... Verðandi... Árbæingur... Að eilífu.." Aldrei hefði mér þó dottið í hug að orðatiltakið, eins og ég meinti það í upphafi, færi ég með útí fyllstu öfgar og bókstaflega flytti aftur á bernskuslóðirnar... Og þá meina ég ekki berskuslóðirnar eins og þær séu vítðækt orð yfir Árbæinn, nei svo gott er það nú ekki! Ég tók sem sagt mig og allt mitt hafurtask og flutti beinustu leið á Hótel Mömmu... Reyndar get ég ekki sagt að ég hugsi um þetta sem hótel eins og ég gerði hér áður fyrr... Guð minn góður NEI... (Mamma ef þú lest þetta: Takk fyrir að umbera mig og restina af fjölskylduna öll þessi ár!!)
Fordekraðir letingjar og flekklausar frekjur! Ég held að ég geti sagt að þetta hafi verið réttnefni yfir okkur restina af fjölskyldunni, án þess að blikna! Fyrir þessum nokkru árum, áður en ég hafði nokkurn tímann prófað að reka mitt eigið heimili, datt mér t.d. ekki í hug að þvo þvottinn minn... Gólfið var mín þvottakarfa! Fyrir einskæra galdra tæmdist hún reglulega og flíkurnar birtust fljótlega samanbrotnar á rúmgaflinn.. Einnig voru dýrindis máltíðir töfraðar fram á matmálstímum og uppvaskið virtist sjá um sig sjálft... Aldrei gerði maður nokkur skapaðan hlut á heimilinu... Ég var bara svo upptekin af því að vera ég! Ef beiðni kom um aðstoð, var því annað hvort ekki sinnt eða það gert með tilheyrandi fýlu og leiðindum, og ekki má gleyma peningnum í hendinni.. Það var jú tollurinn fyrir góðverkið!!
Það tók hana móður mína nokkurn tíma að venjast því að nú sé ég um mig sjálf... Ég þurfti að minna hana á það þegar þvotturinn minn var farinn að koma samanbrotinn inn í herbergið mitt að ÉG vildi gera þetta sjálf... Þá varð hún hissa!
Bændagisting.... Ætli það sé ekki frekar nærri lagi í dag??
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
08:57
mánudagur, mars 27, 2006
Haldið verður áfram með "undir beltisstað" þemað... Að þessu sinni mun það þó ekki vera rassinn minn ehemmm... Þess í stað ætla ég að segja ykkur frá fáránlega flottu buxunum mínum sem ég keypti í gær... Nammi namm þær eru svo flottar... Var sko frekar pisst í gær og það bitnar alltaf á honum Visa vini mínum.. Greyið... Allavega byrjaði dagurinn á Eldsmiðjunni með þynnkuvinkonum mínum (hehehe). Þar fékk hann fyrst að kenna á því... Svo var haldið í Smáralindina þar sem hann blæddi út fyrir þrítugsafmælisgjöf handa Kollu systur minni frá okkur hinum systrum hennar... Ég stóðst svo ekki mátið og ætlaði að "window-shoppa" aðeins.. Lykilorðið þar er náttla "window" þar sem mar á ekki að stíga fæti inní blessuðu búðirnar því þá er voðinn vís! En þegar ég sá þær.. Jeminn.. Ég bara varð... Samdi við Visa kallinn í huganum og smellti mér á eitt stykki ELDRAAUÐAR buxur!! Eins gott að ég er ekki í vondu skapi alla daga.....
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:49
þriðjudagur, mars 07, 2006
Byrjuð á listanum... Er að fara eftir nokkra klukkutíma...
So you can kiss my pretty little ass GOODBYE!!
LATER ALLIGATER
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:35
miðvikudagur, mars 01, 2006
Harðsperrur!
Mar er nú búinn að vera frekar latur við þetta blogg undanfarið... Biðst ég velvirðingar á því! En ekki hef ég þó verið löt á öllum sviðum.. Get ég sagt stolt frá því að mar er farinn að láta sjá sig á líkamsræktarstöðvum bæjarins að nýju, eftir allangt vetrarfrí;) Mikið ofboðslega er það góð tilfinning að labba út af æfingu (eða réttara sagt úr þjálfun, mér var nefnilega skýrt frá því í gær að mar geti ekki æft líkamsrækt nema keppa í henni... Dæmi hver fyrir sig..) Allavega, er svo gott að labba út í bíl ótrúlega endurnærður og ferskur á því!! Ógeðfelldustu tilfinningar verða meresegja að hinum mestu ánægjustraumum við átökin... Ógleðin sem gerir stundum vart við sig eftir átakamiklar æfingar verður ánægjuleg og svo ég tali nú ekki um harðsperrurnar!! Harðsperrur eru bara eitt af því besta sem ég veit um.. Þó maður eigi kannski erfitt með að reisa sig upp vegna harðsperra í maganum, og það að labba niður stiga verður erfiðara en gengur og gerist vegna harðsperra í lærum.. Allt þetta er ánægjulegt.. Með gleði í hjarta veit maður þó að þetta er hluti af árangri erfiðisins... Það gerir það þess virði!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:41
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Okey... Þetta er náttla bara OF creepy!! Silvía Nótt er að fara í Júróvisjón fyrir Ísland... Vann forkeppnina... Ég er ýkt ánægð sko.. Það er ekki málið... Var meresegja búin að kjósa hana tíu sinnum áður en ég fattaði að það voru bara tekin gild fimm atkvæði frá hverju númeri.. En.. Whatever.. Ég lagði allavega mitt af mörkunum og vel það... En eins og ég sagði er þetta ekki málið... Það sem er að gefa mér hroll - ekki kjánahroll eins og Bachelorinn á sínum tíma heldur sonna ekta hroll - þið vitið - eins og mar fékk þegar mar horfði á Sixth sense þegar Marissa/Mischa tók í lappirnar á greyið stráknum og ældi svo þessi ósköpin öll..... Sonna yfirnáttúrulegan hroll... Ef þið skoðið pistilinn minn frá 23. janúar þá kannski fattiði... Og ég vissi ekki neitt þá!!!! Eins og ég sagði... Þetta er náttla bara OF creepy!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:48