þriðjudagur, mars 29, 2005



Vá.. Þá er lööööng helgi að baki og boooyy var hún nýtt vel!! Ég setti mér sko það markmið að þar sem ég var algjörlega frjáls eins og fuglinn á allan hátt, alla páskana, að skemmta mér bara eins vel og mikið og mig langaði til... Það gerði ég svo sannarlega, var eiginlega ekkert heima, rétt skreið heim til að leggja mig, og gera mig svo reddí fyrir næstu skemmtun;) Það eru bara ár og aldir síðan ég skemmti mér eins vel!! Helgin tók samt sinn toll og ég er alveg búin á því sko... En það var alveg þess virði og ætla ég ekkert að kvarta;) Hins vegar er ég orðin svo þreytt af að pikka inn í tölvuna að ég ætla að láta þetta gott heita í bili hehehehehehe:)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:37


miðvikudagur, mars 23, 2005



Það hlaut að koma að því.... Dagný a.k.a. "Rally Girl" a.k.a. "Gonzales-a" a.k.a. "Need for speed á hvítu þrumunni" var loksins stoppuð fyrir of hraðan akstur!!! Var einungis 2 km frá því að vera svipt.... Meeeeenn!! Það verður FEIT sekt... Og ég sem er að fara til Spánar... Kræst!!
Og vitiði hvað löggurnar spurðu mig: Kemuru þessum bíl í alvörunni þetta hratt... Með tvo farþega...Ha? Ég gat ekki annað en bara flissað að þessu eins og öllu öðru sem þeir sögðu... Þeir spurði mig líka á endanum hvort mér fyndist þetta bara fyndið... Ég sagði bara að mér fyndist þetta vandræðalegt... Þá spurðu þeir: Hefuru verið tekin áður? Snillingurinn ég svaraði að meistarhætti: Haaa fyrir of hraðan akstur þá eða...? Þá sneru þeir sér báðir við... Díses kræst Dagný hvað þú kemur þér í mikil vandræði bara með að opna kjaftinn!! Sagði þeim samt ekki að ég var stoppuð síðast í síðustu viku og þá var ég ekki heldur með ökuskírteini.... Hahahahahahahahaha... Vá hvað ég á samt eftir að grenja þegar ég fæ fokking sektina!!!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:03


þriðjudagur, mars 22, 2005



Jæja..... Myndirnar eru komnar og þær eru bara helvíti skemmtilegar... Held samt að ég fari að taka með mér góðan spegil á djammið héðan í frá!!!!! Bara sonna til að koma í veg fyrir að hárið á mér verði NOKKURN TÍMANN AFTUR EINS og það er orðið þarna undir lokin!!!! Meeeeeeenn... Eða kannski ég hætti bara að dansa, þá þarf maður ekki að glíma við þetta vandamál... Svitatoppur.is!!!! Nei annars, það er svo gaman að dilla sér - held ég velji bara spegilinn frekar, eða kannski bara svitatoppinn... Mar er náttla alltaf jafn fokking bjútifúl hehehehehehe!!

Í lagi


EKKI í lagi


Dagný Dansdrottning


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:43


mánudagur, mars 21, 2005



Helgin er liðin og allt gott að frétta... Enginn bömmer, bara gleði og gaman (að mestu leiti ehemmm). Við stelpurnar höfðum planað okkar árlega skautadjamm á laugardaginn, en vegna þess að skautasvellið lokaði svo snemma og forfalla nokkurra stúlkna úr melluklúbbnum var þessu bara breytt í venjulegt laugardagsdjamm. Við Agnes stútuðum stórri blush flösku meðan á undirbúningi stóð og skelltum okkur svo í heimsókn til Himma og Betu. Þar var mikið hlegið og fimmaura húmorinn var alveg í hámarki: "já og viljiði bara gjöra svo vel að halda ykkur á mottunni" Hahahahahaha... Og by the way: Mottan er enn í bílnum mínum!!
Svo héldum við í bæinn og byrjuðum á Rex, ótrúlegt stuð. Þar afrekuðum við stelpurnar að ættleiða nokkra áttavillta útlendinga og gefa þeim stöðuna á heitum og köldum skemmtistöðum, og sendum þá yfir á Pravda. Þar leigðu þeir svo V.I.P herbergið (hvað er málið með útlendinga og V.I.P herbergið?) og fundu okkur um leið og við mættum á Pravda og sögðust vera að bíða eftir okkur. Við náttla höfðum takmarkaðan áhuga á að hanga þar, þannig að Agnes tók að sér að standa í hurðinni á herberginu og reyna að sía inn stelpur fyrir þá... Gekk misvel, en við losnuðum þó að lokum án þess að móðga greyin (held ég..) Svo var það bara glaumur og gleði langt framundir morgun!!
Í þynnkunni hugguðum við okkur svo við að þar eru bara 86 dagar í COSTA DEL SOL!!!

Later
PS. Myndir væntanlegar fljótlega


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:48


fimmtudagur, mars 17, 2005



Hey.... Á einhver einbýlishús sem hann tímir að lána mér undir strákapartý...? Já... Ég verð sko ekki á staðum, en mér var lofaður linkur á einni ónefndri V.I.P síðu gegn þessu þannig að plííííís hjálpið mér!!! Mig langar svo - mig langar svo - mig langar svooooooo.... Hhehehehehehehehehehehehehehehehehehe;)

Annað var það ekki í dag elskurnar


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:53


þriðjudagur, mars 15, 2005



Sóóól... Sex on the beach... sex ON the beach... sólarolía... stæltir kroppar... bleikt bikiní... kokteilar... Já góðir hálsar... ÉG ER Á LEIÐINNI TIL COSTA DEL SOL!!!
Vá hvað mig hlakkar ógeðslega mikið til!!! Halló, ég er ekki búin að fara til sólarlanda síðan sumarið ´99... Hversu ömurlegt er það? En núna er ég loksins að komast út til að skoða sólina og sleikja flottu kroppana.... nei úbbbss þetta átti víst að vera öfugt hehehehe;)
Stelpur, djöfull verðum við fokking bjútifúl á ströndinni working the zoolander hehehe;)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:11


mánudagur, mars 14, 2005



Vá... Ég er eiginlega ennþá þreytt eftir laugardagsdjammið okkar... Það var sko tekið vel á því!! Myndirnar eru líka eftir því... Fokking bjútifúl, ehemmm... Svo held ég að framvegis fari ég bara að forðast myndavélar á fylleríum... Frekar slæmt þegar það eru linkar á myndir af manni undir heitinu "Gröð íslensk stelpa"!!! Djísessss... En ég get þó huggað mig við það að ég er með hæstu einkunnina af öllum linkunum þar síðustu vikuna!!! Meeeeeenn.....

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:32


miðvikudagur, mars 09, 2005



Halló halló halló.... Bara sonna rétt að tékka á stöðunni, mar verður víst að láta heyra í sér sonna annað slagið... Búin að vera ótrúlega bizzy síðustu daga, ekki að gera neitt sérstakt, en samt sem áður ótrúlega mikið að gera... Meikar þetta einhvern sens..? Allavega er ég búin að komast að því að mar þarf eiginlega að læra að vera í fríi... Mér hundleiddist fyrstu dagana en ég er alltaf að komast að því betur og betur að það er list út af fyrir sig að vera í fríi þegar enginn annar er í í fríi án þess að missa vitið... Ég er sem sagt orðin ótrúlega góð í því núna, alveg að fara að útskrifast með masterinn sko hehehe... Alveg hreint magnað hvað mar getur dundað sér endalaust í þessum búðum án þess að leiðast...
Svo ætti mér ekki að leiðast næstu daga!! Kallinn kominn heim af sjónum veeeeeiii!! Finnum okkur örugglega eitthvað skemmtilegt að gera....:)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:21


fimmtudagur, mars 03, 2005



11 days and counting.... Byrja í nýju vinnunni minni 14.mars;) Geggjað!! Eins mikið og ég er búin að væla yfir leiðindum í þessu fríi mínu þá tímdi ég ekki að byrja fyrr... Það er soldið gott að vera í fríi og þurfa ekki að hugsa um neitt nema... jahh ekki neitt!! Jú kannski: Hvað á ég að nenna að búa til að borða? Og: Hvenær á ég að nenna í ræktina? Tvær spurningar sem á tímum getur verið afskaplega erfitt að svara... En jæja... Ætla að halda áfram að GERA EKKI NEITT!! Ooo þetta er svo ljúft...;)

Later

Ps. Ég var sko búin að skrifa heilan pistil um ógeðslega flotta six packið sem ég er komin með eftir þrotlausa vinnu í ræktinni (kannski ekki alveg, en nokkuð dugleg þó) en strokaði hann allan út því ég vildi ekki virka með of stórt egó..... hehehehehe;)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:15


miðvikudagur, mars 02, 2005



Jæja, nú veit ég ekki alveg hvað ég á að segja ykkur... Ekki beint mikið að gerast hjá mér þessa dagana... Vakna á morgnana til að keyra Lilju á leikskólann, kem heim og fer aftur að sofa... Sef mismunandi lengi (í dag svaf ég t.d. til að verða 14.00!!), fæ mér skyr eða eitthvað álíka að borða, rúlla heim til mömmu og kíki aðeins í tölvuna (eins og ég er að gera núna)... Svo ætla ég að skella mér í ræktina. Restin af deginum er svo óspennandi að ég ætla ekki einu sinni að hafa fyrir því að pikka hana hérna inn... Meeeeeen hvað mér leiðist!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:51


þriðjudagur, mars 01, 2005



Ú ú ú... Endalaust sólgleraugnaveður þessa dagana... Nú get ég sko verið megapæja, hehehe;)

Later

Ps. Fleiri myndir komnar;)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:53




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....