mánudagur, mars 21, 2005
Helgin er liðin og allt gott að frétta... Enginn bömmer, bara gleði og gaman (að mestu leiti ehemmm). Við stelpurnar höfðum planað okkar árlega skautadjamm á laugardaginn, en vegna þess að skautasvellið lokaði svo snemma og forfalla nokkurra stúlkna úr melluklúbbnum var þessu bara breytt í venjulegt laugardagsdjamm. Við Agnes stútuðum stórri blush flösku meðan á undirbúningi stóð og skelltum okkur svo í heimsókn til Himma og Betu. Þar var mikið hlegið og fimmaura húmorinn var alveg í hámarki: "já og viljiði bara gjöra svo vel að halda ykkur á mottunni" Hahahahahaha... Og by the way: Mottan er enn í bílnum mínum!!
Svo héldum við í bæinn og byrjuðum á Rex, ótrúlegt stuð. Þar afrekuðum við stelpurnar að ættleiða nokkra áttavillta útlendinga og gefa þeim stöðuna á heitum og köldum skemmtistöðum, og sendum þá yfir á Pravda. Þar leigðu þeir svo V.I.P herbergið (hvað er málið með útlendinga og V.I.P herbergið?) og fundu okkur um leið og við mættum á Pravda og sögðust vera að bíða eftir okkur. Við náttla höfðum takmarkaðan áhuga á að hanga þar, þannig að Agnes tók að sér að standa í hurðinni á herberginu og reyna að sía inn stelpur fyrir þá... Gekk misvel, en við losnuðum þó að lokum án þess að móðga greyin (held ég..) Svo var það bara glaumur og gleði langt framundir morgun!!
Í þynnkunni hugguðum við okkur svo við að þar eru bara 86 dagar í COSTA DEL SOL!!!
Later
PS. Myndir væntanlegar fljótlega
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:48