föstudagur, október 28, 2005




Í tilefni þess að ég er búin með öll verkefni dagsins í kaffivímu minni (keypti mér reyndar Magic líka, kannski er það skýringin… hver veit) ákvað ég að nýta tímann í eikkað algjörlega tilgangslaust og updeita ykkur sem ekki vitið aðeins um hann Hlöðver minn, því hann hefur nú ekki beint verið í sviðsljósinu undanfarið greyið litla ehemm… Hér eru því tveir gamlir póstar sem útskýra tilkomu hans:

15. apríl 2005
Jæja... Þá er það stóra spurningin: Ætli maður standi við orð sín þessa helgina og sleppi djamminu alveg??? Nenni alls ekki að gera "bara eitthvað" eins og síðustu helgi... Þá var leiðinlegt... En púkinn minn er kominn í heimsókn... Helvítið mætir alltaf á ca. fimmtudagskvöldum, tekur sér bólfestu á vinstri öxlinni á mér og fer ekkert fyrr en á sunnudagsmorgnum!! Þar situr hann svo og reynir að hafa áhrif á dagskrána allar helgar... Ég verð að reyna að læra að hafa hemil á honum sko, hann nær nebblega alltaf að draga mig á djammið alveg sama hvað ég reyni að segja nei (ehemm þegar ég reyni að neita, yfirleitt erum við bara góðir vinir sko) En hann hlustar ekki þegar ég segi nei!! Svakalegt sko, ég fæ bara engu að ráða!! En þessa helgina hef ég sett mér það markmið að vera heima og spara mig fyrir Gus gus... Ætli það takist í þetta skiptið? Já gott fólk... Þegar stórt er spurt er lítið um svör... Kemur í ljós eftir helgi;)

Later

18. apríl 2005
Svar við spurningu vikunnar er: JÁ!! Mér tókst að hafa hemil á púkanum mínum þessa helgina... Ég djammaði ekkert!! Þar sem mér tókst að ná yfirhöndinni í þetta sinn (og hann var sko alls ekki sáttur) ákvað ég að það minnsta sem ég gæti gert fyrir greyið væri að gefa honum nafn... Púkinn Hlöðver mun hann framvegis verða kallaður, að tillögu systur minnar;) Nokkuð gott það...

Later


Og þar hafið þið það… Hlöðver er sem sagt púkinn minn… Sem hefur verið kúgaður með meiru síðustu vikur… Hann er samt sem áður ekki búinn að gefa upp vonina um að spilla litla dýrlingnum sem ég er orðin og er alveg að hrista vel upp í mér… Enda styttist í Mistress Barbara!!!

Nóg komið í dag!
D


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:14


Nú get ég heldur betur sagt með gleði í hjarta: Thank God It´s Friday!!! Mér líður nú bara alveg einstaklega vel við að segja þessi fjögur orð... Mmmmm luuuv it... Vellíðunartilfinning sem lætur mann næstum gleyma að það er kominn SNJÓR!!! Helv*** djö*** and****** SNJÓR!! Hélt ég myndi barasta bresta í grát þegar ég kom niður í morgun og bíllinn minn var hvítur... Ég vil ekki hvítan bíl.. Þá hefði ég nú bara keypt mér þannig bíl í staðinn fyrir bláan... Mér líkar vel við bláa litinn... Engan snjó takk!!
En snúum okkur aftur að helgargleðinni... Think happy thoughts!! Það er föstudagur, og já, ég er bara nokkuð fersk... Eins og ég hef verið að segja vinum mínum þá er SKYNSEMI þema mánaðarins, og réði hún ríkjum í gær! Elsku besta crewið mitt var náttla mætt samviskusamlega á réttum tíma á Vegó í gær, en mín bara þverneitaði og skellti sér frekar í pool... Get nú samt ekki neitað fyrir að hugurinn leitaði oft og mikið niðrá mín heittelskuðu Vegamót... Það líður nú ekki á löngu þar til mar fer að dilla sér þar aftur... Eða allavega dilla sér... Næsta helgi er náttla STÓRmerkileg... Vúúúúííííí... Fiðrildi - fiðrildi:)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:03


miðvikudagur, október 26, 2005




Ekki alveg kannski.. En jú það ER alveg að koma helgi... Merkilegt með þessar helgar... Það er alltaf annað hvort að koma helgi eða hún bara ER... Hvernig stendur á þessu?? Manni líður einhvern veginn bara betur þegar helgin er á næsta leiti... Kemur manni í gegnum vikuna á þessum dimmu og KÖLDU vetrardögum... Mar telur sér trú um að helgin sé komin og lundin léttist til muna... Helgarnar eru jú sá tími vikunnar þar sem mar skemmtir sér og/eða slappar af...
Ég ætla nú ekki að gera neitt sérstakt um helgina... Veit bara eitt og það er: Vá hvað mig hlakkar til um helgina... Eins og ég segi, engin sérstök ástæða... Ég bara er þessi helgartýpa...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:43


þriðjudagur, október 25, 2005




Ég er ekki alveg týpan í að mótmæla einu né neinu (ehemm... jú stundum kannski). Fór ekki einu sinni niðrí bæ í gær að taka þátt í kröfugöngum og fundum í tilefni kvennafrídagsins, þó ég geti jú talið mig sem eina slíka... Ástæða þess að ég vogaði mér ekki niðrí bæ í gær var sú að mér fannst einfaldlega bara allt of kalt!
Hér með mótmæli ég því þessum helvítis kulda... Hann kemur í veg fyrir hinar ýmsu athafnir og get ég skellt skuldinni á kuldann í mörgum tilvikum þar sem ekki hefur allt gengið sem skyldi... Ég fékk t.d. skuld á spólu sem ég leigði á laugardaginn... Það var bara allt of kalt til að ég gæti farið út í sjoppu og skilað henni... Ég var næstum því of sein í vinnuna í morgun... Einföld ástæða: Ég þurfti að byrja á því að skafa (ekki my thing) og svo gekk umferðin eins og það væru eintóm gamalmenni undir stýri... Kuldinn.. Hann virðist frysta flesta ökumenn þannig að þeir eiga í erfiðleikum með að hreyfa á sér útlimi sem leiðir af sér að þeir hætta að ýta á bensíngjöfina... Hversu mörg umferðarljós ætli ég hafi þurft að horfa á með bitru augnaráði breytast úr vongóða græna litnum yfir í vonlausan gulan lit og að lokum RAUTT, einfaldlega vegna þess að ökumenn Reykjarvíkurborgar eru með frosna huga og útlimi sökum kuldans. Já.. Það má með sanni segja að ég sé ekki sátt þennan ískalda þriðjudagsmorgun...

Vér mótmælum öll... og það er ekki einu sinni byrjað að snjóa!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:03


föstudagur, október 21, 2005



Ætlaði bara að segja góða helgi og skemmtið ykkur vel á Airwaves elskurnar mínar...


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:28


þriðjudagur, október 18, 2005




"Ég fer aldrei í sund" Þetta er setning sem ég hélt að ég gæti stolt sagt alla mína ævi enda ekki búin að fara í sund í fleiri fleiri ár... Það hefur þó ekki stoppað mig í að fjárfesta í nokkrum forláta bikiníum - en þau áttu náttla að vera fyrir útlöndin, en það er held ég lengra síðan ég fór til sólarlanda en síðan ég fór síðast í sund þannig að... Allavega... Ástæðan fyrir þessari sundfælni minni er að stórum hluta pempíuskapur, ég viðurkenni það fúslega... Tásukusk, skítur og skeggbroddar eru ekki alveg my thing og sleppti ég því bara sundferðunum með öllu! Fannst ég ekkert sérstaklega vera að missa af neinu, en.... BOY WAS I WRONG! Komst að því núna um helgina hvað sund er ótrúlega afslappandi og endurnærandi! Ég hefði aldrei trúað þessu... Fórum sko bæði laugardag og sunnudag í sund, og vá... Ekkert púl, bara þvílík sæla:) Fyrst var það gufan - svo 37°C potturinn - svo 39°C potturinn - svo 42°C potturinn - því næst var það innilaugin þar sem við flatmöguðum á dýnum hálf oní vatninu - og að lokum gufan aftur... Útpælt prógram!!
Svo fannst mér líka ekkert smá gaman að geta loksins sýnt ógeðslega flotta, rándýra bleika bikiníið mitt, einhverjum öðrum en spegilmyndinni minni í búðinni....;)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:21


föstudagur, október 14, 2005



Ég er að upplifa sannkallaðan DAG FRÁ HELVÍTI!! Allt sem gæti hugsanlega farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis... Og svo er helvítis launaútreikningurinn eftir... *Væææææl* Nenni þó ekki að útlista vandamál mín neitt frekar hér, en segjum bara svo: Ég get ekki beðið eftir að klára daginn og lauma mér AFTUR í sveitasæluna... Mmmmm GET EKKI BEÐIÐ!!!

Later

PS. Eigið svo góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr... Whatever... Allavega ekki gera neitt sem ég myndi gera....;)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:09


fimmtudagur, október 13, 2005




Jeminn.... Í gær komst ég að því að við vinkonurnar erum frekar miklir lúðar... Eða þannig séð sko hehe... Agnes hin fagra kom í heimsókn til okkar Sigrúnar í gær, og ef einhver sem ekki þekkir okkur hefði verið fluga þarna á vegg, hefði viðkomandi líklega fundist við meira en lítið skrýtnar!! Við sátum þarna þrjár inní stofu, allar með fartölvur í kjöltunni, tengdar saman með snúrum að bíttast á þáttum... Minnti mig dáldið á það þega mar var krakki með límmiðabók í hönd að bíttast á loðnum, lyktandi og/eða glansandi límmiðum... Seinna meir voru það svo körfuboltamyndir hehe... Nú eru það sem sagt Desperate housewifes, Lost og The O.C. (sem við erum allar forfallnir sjúklingar í) sem renna þarna á milli í snúrum og fylla uppí tómarúmið í tölvunum okkar... Mikið ofboðslega er það góð tilfinning að vita af þeim þarna inni... Mér gafst reyndar ekki tími til að horfa á nýjustu þættina í gær, en vá, mig er bara farið að hlakka til að hafa ekkert að gera... How sad is that....

Later

PS. Og sonna til að auka aðeins á lúða-ímyndina sem ég er að reyna að skapa mér, þá tók ég Desperate Housewifespróf... Ég er Gabrielle:)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:52


miðvikudagur, október 12, 2005



Okey.. Er að tapa mér úr spenningi hérna... Ég, mannseskjan sem er búin að kvarta hvað mest yfir "útlandaferðaleysi" undanfarið (enda ekki farið til útlanda í skammarlega langan tíma) er að fara hvorki meira né minna en í þrjár ferðir (sem enn er vitað um hehe) á næstu mánuðum!! Vúúúúúííííí...!! Fyrst erum við skötuhjúin að fara með vinnunni minni á árshátíð í Dublin fyrstu helgina í desember... Þá verður verslað, drukkið og djammað (Nógu gott fyrir mig allavega, plús að ég þarf ekkert að borga hehehe). Því næst er ferðinni heitið til Amsterdam (einnig free of charge) næsta vor (þar verður líka verslað, drukkið og djammað tíhíhí). Þegar við verðum svo rétt búin að jafna okkur á þeirri ferð erum við á leiðinni til IBIZA!!! Já góðir hálsar, við pöntuðum okkur ferð til Ibiza í morgun, og ÞAR verður sko djammað og dansað!! Space Ibiza, DC10, og allir þessir heimsfrægu klúbbar munu njóta viðveru okkar næsta sumar... Trallallalalaaaaaa... Spenningurinn magnast... Góðir farþegar, verið velkomin um borð... This is you´re captain speaking....

Cut


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:47


þriðjudagur, október 11, 2005



Góðan dag kæru lesendur - fjær og nær... Ég er loksins komin í vinnuna eftir laaanga helgi í sveitasælunni... Þetta var alveg æði, afslöppun og lúxus frá A til Ö!! Ákváðum meresegja að framlengja helgina um einn dag, og komum því ekki í bæinn fyrr en í gær...
Vil svo koma einu á framfæri: Þó ég hafi misst af stelpudjamminu á laugardaginn er ég enginn loser..... ÉG ER TOTALLY COOL... hehehe

I am 20% loser. What about you? Click here to find out!

Definetly not a loser - you´re cool


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:32


föstudagur, október 07, 2005




Veikindadagar... Það eru nokkuð merkileg fyrirbæri, en ég hef bara aldrei velt þeim fyrir mér sem slíkum... Ímyndið ykkur hvað þið hafið oft vaknað á morgnana, ossalega erfitt að opna augun, sængin svo hlý að mar bara getur ekki hugsað sér að fara fram úr og eina hugsunin sem kemur upp í hugann á manni er: "Æji ætti ég kannski að hringja mig inn veika.. Af hverju get ég ekki bara verið veik, af hverju eeeekki??" En svo að lokum drullar mar sér fram úr, hríðskelfur á meðan mar smellir einhverjum fötum á kroppinn og staulast loks útí ískaldan bílinn... JÁ, ég get sko með sanni sagt að ég er ekki morgunpersóna!!
En aftur að veikindadögum... Svo er nebbla annað mál þegar mar loksins verður ACTUALLY veikur... Þá er reyndar voða gott að geta bara legið áfram uppí rúmi og sofnað værum svefni, þ.e. ef þú ert svo heppinn að geta það eftir að hafa gleypt mánaðarbirðgðir af verkjalyfjum, endurfyllt á tissjúbirgðirnar og útvegað sér eins og eitt rifbeinsbrot í hóstakasti... Já það er sko sweeeeet... Aarrrggh!! Aldrei skal ég aftur hugsa: "Af hverju get ég ekki bara verið veik í dag" ALDREI!

**HÓST-HÓST**


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:40


miðvikudagur, október 05, 2005




Knús knús og kossar.... Hef nákvæmlega ekkert fréttnæmt að segja ykkur þannig að ég ákvað að smella bara inn einum léttum nettum:) Það eina sem mér dettur í hug að röfla yfir er helvítis tölvan mín hér í vinnunni!! Aaarggghh... Hún er svo fáránlega slow að ég gæti stundum alveg brjálast... Það er alltaf einhver gaur á leiðinni hingað að taka hana í gegn, en það á örugglega ekkert eftir að gerast fyrr en who knows when... Þangað til verð ég víst bara að sætta mig við að vera í fimm mínútur að opna internetið, tíu mínútur að signa mig inn á blogger.com, og eitthvað álíka til að smella inn mynd með blogginu... Það er kannski ástæðan fyrir þessu hugmyndaleysi.. Þær eru allar útrunnar þegar ég loksins get skrifað eitthvað niður...

That´s all folks


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:27


mánudagur, október 03, 2005



Mér finnst ég eiginlega verða að deila með ykkur einu frekar súrrealísku atviki sem ég lenti í áðan, í mínu hógværa starfi.... Ég skil ekki af hverju ég er alltaf að lenda í sonna weird liði... Allavega, bear with me, ég veit þetta er langt:

Fyrirtækið sem ég vinn hjá fékk innáborgun... Ég gat engan veginn fundið út fyrir hverju hún var þannig að ég fann símanúmerið hjá greiðandanum (sem við skulum bara kalla Alan til að fylgja sápuþemanu sem fylgir sögunni) og hringdi í hann (mig langar til að heita Alexandra í anda sápunnar, þriðja persónan mun svo verða kölluð Stephanie):

FYRSTI LEIKÞÁTTUR:
Alexandra: Góðan dag, er Alan við?
Stephanie: Nei hann er ekki við, hvað er þetta varðandi?
Alexandra: Jú ég er að vinna hjá G.& G. Group (köllum vinnuna mína bara það að þessu sinni, eikkað svo amerískt hehe) og þarf að ná í Alan vegna greiðslu sem okkur barst, ert þú konan hans?
Stephanie: Já ég er það, ég skal athuga þetta vinan, var þetta há upphæð?
Alexandra: Já frekar, mér datt helst í hug að hann hefði verið að leggja inn pöntun hjá okkur og verið að borga inná, en enginn kannast við nafnið.
Stephanie: Panta... Þetta hlýtur að vera e-r misskilningur, ég skal hafa samband þegar ég er búin að ná í hann Alan.
Alexandra: Takk fyrir, bless.

ANNAR LEIKÞÁTTUR:
(15 mínútur eru þá liðnar frá símtalinu, og það labbar maður inn í G.& G. Group)
Maður: Góðan dag, ég heiti Alan.
Alexandra: Já góðan dag, ég var einmitt að tala við konuna þína rétt í þessu!
Alan: Þú máttir ALLS EKKI gera það!!
Alexandra: Nú... Jahh ég vissi það ekki!
Alan: Já, ég er einmitt að skilja við kjellinguna, og hún mátti alls ekki vita af þessu.. Mar er alltaf eitthvað að reyna að ljúga!!
Alexandra: eeeehh já er það......
Alan: Og nú er hún alveg brjáluð, er hún eikkað búin að hringja aftur??
Alexandra: Uuuu nei...

HRINGIR SÍMINN!!

Alexandra: G.& G. Group góðan dag...
Stephanie: Já þetta er Stephanie hérna.. Er hann Alan búinn að hafa samband?
(Alan stendur rétt í þessu fyrir framan Alexöndru og segir henni með svipbrigðum hvað má og má ekki segja)
Alexandra: uuuu já heyrðu þetta var bara einhver misskilningur hjá bankanum...
Stephanie: Það er nú frekar skrýtið er það ekki!!
Alexandra: jaahhh.. þannig var það nú bara eeeehhe.. veit ekki meir....
Stephanie: Jæja, bless...

SKELLIR Á

Alan: Jæja.. var kjellingin alveg brjáluð eða..??
Alexandra: Haaa nei nei..
Alan: Ég er nebbla að byggja hús með nýju konunni, þess vegna vantar mig þetta hjá ykkur, og sú gamla má alls ekkert vita.. Þá verður allt alveg craaazzy!!
Alexandra: uuuuu solleiðis....
Alan: Já.. Mundu það bara næst... Og sendu framvegis reikningana bara til dóttur minnar.. Hún veit allt um þetta!!
Alexandra: OLRÆTÍ THEN.... Eigðu góðan dag félagi, LEITAÐU ÞÉR HJÁLPAR!! Og já... THANX FOR THE INFO MAN!!

Later.... Farin að leita mér sálfræðihjálpar!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:32




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....