mánudagur, október 03, 2005
Mér finnst ég eiginlega verða að deila með ykkur einu frekar súrrealísku atviki sem ég lenti í áðan, í mínu hógværa starfi.... Ég skil ekki af hverju ég er alltaf að lenda í sonna weird liði... Allavega, bear with me, ég veit þetta er langt:
Fyrirtækið sem ég vinn hjá fékk innáborgun... Ég gat engan veginn fundið út fyrir hverju hún var þannig að ég fann símanúmerið hjá greiðandanum (sem við skulum bara kalla Alan til að fylgja sápuþemanu sem fylgir sögunni) og hringdi í hann (mig langar til að heita Alexandra í anda sápunnar, þriðja persónan mun svo verða kölluð Stephanie):
FYRSTI LEIKÞÁTTUR:
Alexandra: Góðan dag, er Alan við?
Stephanie: Nei hann er ekki við, hvað er þetta varðandi?
Alexandra: Jú ég er að vinna hjá G.& G. Group (köllum vinnuna mína bara það að þessu sinni, eikkað svo amerískt hehe) og þarf að ná í Alan vegna greiðslu sem okkur barst, ert þú konan hans?
Stephanie: Já ég er það, ég skal athuga þetta vinan, var þetta há upphæð?
Alexandra: Já frekar, mér datt helst í hug að hann hefði verið að leggja inn pöntun hjá okkur og verið að borga inná, en enginn kannast við nafnið.
Stephanie: Panta... Þetta hlýtur að vera e-r misskilningur, ég skal hafa samband þegar ég er búin að ná í hann Alan.
Alexandra: Takk fyrir, bless.
ANNAR LEIKÞÁTTUR:
(15 mínútur eru þá liðnar frá símtalinu, og það labbar maður inn í G.& G. Group)
Maður: Góðan dag, ég heiti Alan.
Alexandra: Já góðan dag, ég var einmitt að tala við konuna þína rétt í þessu!
Alan: Þú máttir ALLS EKKI gera það!!
Alexandra: Nú... Jahh ég vissi það ekki!
Alan: Já, ég er einmitt að skilja við kjellinguna, og hún mátti alls ekki vita af þessu.. Mar er alltaf eitthvað að reyna að ljúga!!
Alexandra: eeeehh já er það......
Alan: Og nú er hún alveg brjáluð, er hún eikkað búin að hringja aftur??
Alexandra: Uuuu nei...
HRINGIR SÍMINN!!
Alexandra: G.& G. Group góðan dag...
Stephanie: Já þetta er Stephanie hérna.. Er hann Alan búinn að hafa samband?
(Alan stendur rétt í þessu fyrir framan Alexöndru og segir henni með svipbrigðum hvað má og má ekki segja)
Alexandra: uuuu já heyrðu þetta var bara einhver misskilningur hjá bankanum...
Stephanie: Það er nú frekar skrýtið er það ekki!!
Alexandra: jaahhh.. þannig var það nú bara eeeehhe.. veit ekki meir....
Stephanie: Jæja, bless...
SKELLIR Á
Alan: Jæja.. var kjellingin alveg brjáluð eða..??
Alexandra: Haaa nei nei..
Alan: Ég er nebbla að byggja hús með nýju konunni, þess vegna vantar mig þetta hjá ykkur, og sú gamla má alls ekkert vita.. Þá verður allt alveg craaazzy!!
Alexandra: uuuuu solleiðis....
Alan: Já.. Mundu það bara næst... Og sendu framvegis reikningana bara til dóttur minnar.. Hún veit allt um þetta!!
Alexandra: OLRÆTÍ THEN.... Eigðu góðan dag félagi, LEITAÐU ÞÉR HJÁLPAR!! Og já... THANX FOR THE INFO MAN!!
Later.... Farin að leita mér sálfræðihjálpar!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:32