föstudagur, október 07, 2005
Veikindadagar... Það eru nokkuð merkileg fyrirbæri, en ég hef bara aldrei velt þeim fyrir mér sem slíkum... Ímyndið ykkur hvað þið hafið oft vaknað á morgnana, ossalega erfitt að opna augun, sængin svo hlý að mar bara getur ekki hugsað sér að fara fram úr og eina hugsunin sem kemur upp í hugann á manni er: "Æji ætti ég kannski að hringja mig inn veika.. Af hverju get ég ekki bara verið veik, af hverju eeeekki??" En svo að lokum drullar mar sér fram úr, hríðskelfur á meðan mar smellir einhverjum fötum á kroppinn og staulast loks útí ískaldan bílinn... JÁ, ég get sko með sanni sagt að ég er ekki morgunpersóna!!
En aftur að veikindadögum... Svo er nebbla annað mál þegar mar loksins verður ACTUALLY veikur... Þá er reyndar voða gott að geta bara legið áfram uppí rúmi og sofnað værum svefni, þ.e. ef þú ert svo heppinn að geta það eftir að hafa gleypt mánaðarbirðgðir af verkjalyfjum, endurfyllt á tissjúbirgðirnar og útvegað sér eins og eitt rifbeinsbrot í hóstakasti... Já það er sko sweeeeet... Aarrrggh!! Aldrei skal ég aftur hugsa: "Af hverju get ég ekki bara verið veik í dag" ALDREI!
**HÓST-HÓST**
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:40