fimmtudagur, október 13, 2005
Jeminn.... Í gær komst ég að því að við vinkonurnar erum frekar miklir lúðar... Eða þannig séð sko hehe... Agnes hin fagra kom í heimsókn til okkar Sigrúnar í gær, og ef einhver sem ekki þekkir okkur hefði verið fluga þarna á vegg, hefði viðkomandi líklega fundist við meira en lítið skrýtnar!! Við sátum þarna þrjár inní stofu, allar með fartölvur í kjöltunni, tengdar saman með snúrum að bíttast á þáttum... Minnti mig dáldið á það þega mar var krakki með límmiðabók í hönd að bíttast á loðnum, lyktandi og/eða glansandi límmiðum... Seinna meir voru það svo körfuboltamyndir hehe... Nú eru það sem sagt Desperate housewifes, Lost og The O.C. (sem við erum allar forfallnir sjúklingar í) sem renna þarna á milli í snúrum og fylla uppí tómarúmið í tölvunum okkar... Mikið ofboðslega er það góð tilfinning að vita af þeim þarna inni... Mér gafst reyndar ekki tími til að horfa á nýjustu þættina í gær, en vá, mig er bara farið að hlakka til að hafa ekkert að gera... How sad is that....
Later
PS. Og sonna til að auka aðeins á lúða-ímyndina sem ég er að reyna að skapa mér, þá tók ég Desperate Housewifespróf... Ég er Gabrielle:)
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:52