þriðjudagur, október 18, 2005




"Ég fer aldrei í sund" Þetta er setning sem ég hélt að ég gæti stolt sagt alla mína ævi enda ekki búin að fara í sund í fleiri fleiri ár... Það hefur þó ekki stoppað mig í að fjárfesta í nokkrum forláta bikiníum - en þau áttu náttla að vera fyrir útlöndin, en það er held ég lengra síðan ég fór til sólarlanda en síðan ég fór síðast í sund þannig að... Allavega... Ástæðan fyrir þessari sundfælni minni er að stórum hluta pempíuskapur, ég viðurkenni það fúslega... Tásukusk, skítur og skeggbroddar eru ekki alveg my thing og sleppti ég því bara sundferðunum með öllu! Fannst ég ekkert sérstaklega vera að missa af neinu, en.... BOY WAS I WRONG! Komst að því núna um helgina hvað sund er ótrúlega afslappandi og endurnærandi! Ég hefði aldrei trúað þessu... Fórum sko bæði laugardag og sunnudag í sund, og vá... Ekkert púl, bara þvílík sæla:) Fyrst var það gufan - svo 37°C potturinn - svo 39°C potturinn - svo 42°C potturinn - því næst var það innilaugin þar sem við flatmöguðum á dýnum hálf oní vatninu - og að lokum gufan aftur... Útpælt prógram!!
Svo fannst mér líka ekkert smá gaman að geta loksins sýnt ógeðslega flotta, rándýra bleika bikiníið mitt, einhverjum öðrum en spegilmyndinni minni í búðinni....;)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:21




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....