föstudagur, október 28, 2005
Í tilefni þess að ég er búin með öll verkefni dagsins í kaffivímu minni (keypti mér reyndar Magic líka, kannski er það skýringin… hver veit) ákvað ég að nýta tímann í eikkað algjörlega tilgangslaust og updeita ykkur sem ekki vitið aðeins um hann Hlöðver minn, því hann hefur nú ekki beint verið í sviðsljósinu undanfarið greyið litla ehemm… Hér eru því tveir gamlir póstar sem útskýra tilkomu hans:
15. apríl 2005
Jæja... Þá er það stóra spurningin: Ætli maður standi við orð sín þessa helgina og sleppi djamminu alveg??? Nenni alls ekki að gera "bara eitthvað" eins og síðustu helgi... Þá var leiðinlegt... En púkinn minn er kominn í heimsókn... Helvítið mætir alltaf á ca. fimmtudagskvöldum, tekur sér bólfestu á vinstri öxlinni á mér og fer ekkert fyrr en á sunnudagsmorgnum!! Þar situr hann svo og reynir að hafa áhrif á dagskrána allar helgar... Ég verð að reyna að læra að hafa hemil á honum sko, hann nær nebblega alltaf að draga mig á djammið alveg sama hvað ég reyni að segja nei (ehemm þegar ég reyni að neita, yfirleitt erum við bara góðir vinir sko) En hann hlustar ekki þegar ég segi nei!! Svakalegt sko, ég fæ bara engu að ráða!! En þessa helgina hef ég sett mér það markmið að vera heima og spara mig fyrir Gus gus... Ætli það takist í þetta skiptið? Já gott fólk... Þegar stórt er spurt er lítið um svör... Kemur í ljós eftir helgi;)
Later
18. apríl 2005
Svar við spurningu vikunnar er: JÁ!! Mér tókst að hafa hemil á púkanum mínum þessa helgina... Ég djammaði ekkert!! Þar sem mér tókst að ná yfirhöndinni í þetta sinn (og hann var sko alls ekki sáttur) ákvað ég að það minnsta sem ég gæti gert fyrir greyið væri að gefa honum nafn... Púkinn Hlöðver mun hann framvegis verða kallaður, að tillögu systur minnar;) Nokkuð gott það...
Later
Og þar hafið þið það… Hlöðver er sem sagt púkinn minn… Sem hefur verið kúgaður með meiru síðustu vikur… Hann er samt sem áður ekki búinn að gefa upp vonina um að spilla litla dýrlingnum sem ég er orðin og er alveg að hrista vel upp í mér… Enda styttist í Mistress Barbara!!!
Nóg komið í dag!
D
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:14