þriðjudagur, október 25, 2005




Ég er ekki alveg týpan í að mótmæla einu né neinu (ehemm... jú stundum kannski). Fór ekki einu sinni niðrí bæ í gær að taka þátt í kröfugöngum og fundum í tilefni kvennafrídagsins, þó ég geti jú talið mig sem eina slíka... Ástæða þess að ég vogaði mér ekki niðrí bæ í gær var sú að mér fannst einfaldlega bara allt of kalt!
Hér með mótmæli ég því þessum helvítis kulda... Hann kemur í veg fyrir hinar ýmsu athafnir og get ég skellt skuldinni á kuldann í mörgum tilvikum þar sem ekki hefur allt gengið sem skyldi... Ég fékk t.d. skuld á spólu sem ég leigði á laugardaginn... Það var bara allt of kalt til að ég gæti farið út í sjoppu og skilað henni... Ég var næstum því of sein í vinnuna í morgun... Einföld ástæða: Ég þurfti að byrja á því að skafa (ekki my thing) og svo gekk umferðin eins og það væru eintóm gamalmenni undir stýri... Kuldinn.. Hann virðist frysta flesta ökumenn þannig að þeir eiga í erfiðleikum með að hreyfa á sér útlimi sem leiðir af sér að þeir hætta að ýta á bensíngjöfina... Hversu mörg umferðarljós ætli ég hafi þurft að horfa á með bitru augnaráði breytast úr vongóða græna litnum yfir í vonlausan gulan lit og að lokum RAUTT, einfaldlega vegna þess að ökumenn Reykjarvíkurborgar eru með frosna huga og útlimi sökum kuldans. Já.. Það má með sanni segja að ég sé ekki sátt þennan ískalda þriðjudagsmorgun...

Vér mótmælum öll... og það er ekki einu sinni byrjað að snjóa!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:03




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....