föstudagur, október 29, 2004



Jæja, þá fer þessi vinnuvika loksins að renna sitt skeið. Mikið ofboðslega er ég fegin!! Ég er búin að vera alveg hrikalega þreytt eitthvað undanfarið. Kannski af því að ég hef verið að taka mig á í mætingunum í vinnunni og get sagt með stolti í hjarta að ég mætti á réttum tíma í vinnuna alla þessa viki, fyrir utan daginn í dag. Mætti pínu of seint og var ekkert smá fúl að sofa yfir mig, loksins kominn metnaður í kjellinguna og ég ætlaði sko að standa mig. En ég bæti bara úr því í næstu viku.

Á morgun er svo planað matarboð þar sem ég ætla að elda hamborgarhrygg fyrir mellurnar mínar. Mér finnst ekkert smá gaman að elda!! Sérstaklega þegar ég er að elda eitthvað sonna gott. Svo er stefnan sett á rólegheit, rósavín, kex, osta, vínber og fleira ásamt spilum og einhverju í þeim dúr. Mér líst mjög vel á það, og svo fer það bara eftir stemmingunni hvort mar kíki kannski eitthvað smá út. Veit samt ekki alveg með það því að mér fannst bara fínt að vera róleg síðustu helgi og stefni á að gera það oftar.

Núna þarf ég hins vegar að hringja í mömmu áður en ég gleymi því, og biðja hana um að taka hamborgarhrygginn úr frystinum því hann er víst í geymslu hjá henni. Ummmm, mig er bara farið að hlakka til.... ;)

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:50


fimmtudagur, október 28, 2004



Find out which O.C character you are at www.kidzworld.com!



Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:12


ATH Eftirfarandi atvik á sér stað á ca. 30 sekúndum

(Maður kemur á kassann með tvö pör af legghlífum...)

Maðurinn: Þetta eru bestu legghlífarnar í bransanum!
Ég: Já...
M: Þær eru bara á svona góðu verði því Intersport á sko merkið, Pro Touch.
É: Já einmitt...
M: Strákarnir mínir borga sko 500 kall í legghlífunum sjálfir.
É: Já er það...
M: Fá sko 500 kall á dag við að bera út Moggann... 30 þúsund kall á mánuði, alls ekki slæmt...
É: Nei...
M: Já svo erum við líka svo spennt fjölskyldan, við erum að fara í heimsreisu!
É: Já er það...
M: Strákarnir eru sko fæddir hinumegin á hnettinum og þeir verða nú að fá að sjá heimahagana!
É: Já einmitt... En það gera þá **** kr.
M: Takk fyrir það. Bless!
É: uuuuuuuuuu....... Já og THANKS FOR THE INFO MY MAN!!!

Jahá ég skal sko segja ykkur það... Ævintýrin gerast sko enn í Intersport krakkar mínir... Bwahahahahahahahahahahaha!!!!



Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:25


Gerði dáldið í gær sem ég hef ekki gert í langan tíma... Fór á íshokkíleik! Það var alveg gaman;) Íshokkí er eina íþróttin sem mér finnst virkilega gaman að horfa á, það er svo mikill hraði og harka í þessu, og svo er líka bara soldið gaman að horfa á alla flottu gæjana!! Mar sér nú reyndar ekkert mikið í þá undir öllum hlífunum og brynjunum, en ég veit alveg að þeir eru heavy fit þarna undir og það skemmir aldrei fyrir... Sagði við stelpurnar í gær að nýja stefnan í kallamálunum hjá mér væri að næla mér í einn slíkan... Það er eitthvað svo karlmannlegt við þessa íþrótt, mikil harka og eitthvað bara svo macholegt!! Mjög sexý!!! Allavega nóg um það.... Tókum svo nettan ísbíltúr eftir það (by the way kl. hálf ellefu í frosti) og það kom okkur allsvakalega á óvart að koma í ísbúðina í Fákafeni (aka Álfheimaísbúðina) og þurfa að bíða í 20 mín eftir afgreiðslu... Ég meina, hver fer svona seint og í svona veðri að kaupa sér ís... ;) Svo fórum við heim, skrifuðum nokkra diska (úbbs, ætli ég verði handtekin núna...?), og við Agnes hlógum sem aldrei fyrr... Djöfull var gaman mar!!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:29


þriðjudagur, október 26, 2004



Maður er nú sosem vanur því að það sé verið að "áreita" mann í vinnunni og yfirleitt alltaf er það bara fyndið og ég tek bara þátt í því, það er nebblega alls ekki sama hver á í hlut. Ef það er einhver af strákunum á mínum aldri sem að ég spjalla við og bulla í alveg eins og þeir bulla í mér þá er það allt í lagi því ég veit að það er bara djók sem að ég tek alveg virkan þátt í. Svo er það aftur annað mál þegar kallarnir, og þá meina ég EKKI "kallarnir" eins og maður stundum talar um "spaða" heldur kallarnir í upphaflegri merkingu, þ.e. gömlu kallarnir eru farnir að bögga mann!! Ég hef ekki minnsta áhuga á að vera í rúnkminninu hjá einhverjum fertugum ljótum og leiðinlegum köllum sem halda að þeir séu svaka kúl!!! Ég lenti allavega í einum slíkum í dag, fokkings pervert og ógeð... Málið er að brunakerfið var ítrekað búið að fara í gang í morgun og við vorum öll orðin frekar leið á þessu helvítis væli í bjöllunum. Allavega, kemur ekki helvítið askvaðandi að mér, slær frekar fast í rassinn á mér og segir: "Hehh, ertu núna orðin svo heit að þú setur brunakerfið bara á?!.....................Oh my god, MÁ ÉG FOKKING ÆLA Á ÞIG ÓGEÐIÐ ÞITT!!!! Og svo fannst öllum þetta bara geðveikt fyndið... Veltust allir um af hlátri og skitu í sig þegar ég var að væla yfir þessu... Ok, þetta var nú kannski soldið fyndið, allavega ein sú glataðasta setning sem ég hef heyrt í langan tíma, en common.... Má ég biðja þig um að láta fokking rassinn á mér í friði ógeðið þitt, farðu bara heim og áreittu konuna þína eða eitthvað!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:02


Ég er alveg búin að komast að því að vinnutíminn minn er algjörlega að fara með mig, vitsmunalega, félagslega og andlega.... Meðal annars sem ég hef tekið eftir er að ég hef voða sjaldan eitthvað gáfulegt til málanna að leggja, oftast bara einhverjar helvítis vinnusögur. Þetta blessaða blogg mitt samanstendur oftar en ekki af einhverju innantómu bulli og rusli... Ég hef einfaldlega ekkert að segja!! Það eina sem ég geri á virkum dögum er að vinna og aftur vinna... Í dag var ég t.d. að vinna til kl. 21, og ég byrja að vinna klukkan níu á morgnana. Það þýðir að ég var að vinna í tólf fokking tíma, og þannig verð ég líka að vinna á morgun og hinn... Úff!! Svo kem ég heim, dauðþreytt og bara einfaldlega meika ekki að gera neitt. Þess vegna hef ég EKKERT AÐ SEGJA!! T.d. var hápunktur kvöldsins í kvöld helvítis Judging Amy (hversu sorglegt er það?) og svo komst fokking þátturinn ekki einu sinni til landsins í tæka tíð... Til landsins í tæka tíð MY ASS!!! Hvernig væri bara að setja helvítis fótboltann á Sýn þar sem hann á heima, hætta þessari sýndarmennsku og sætta sig bara við að fólk horfir á Skjá Einn til að horfa á þættina, en ekki þennan helvítis fótbolta... Hann á að vera á SSSSÝÝÝÝÝNNN!!! Kannski þá gætu þeir borgað helvítis flutningsgjöld og þættirnir væru ekki fastir í tollinum eða hvar sem þeir eru fastir!!! Já ég er frekar pirruð, kvöldið er ónýtt!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:36


mánudagur, október 25, 2004



Stelpa var að deita strák í smá tíma í sumar. Hún offaði hann síðan soldið illa og gaf honum eiginlega enga ástæðu. Hann varð, ehemmm, "pínu" fúll og þau hafa ekkert talað saman síðan. Þetta væri nú ekki frásögu færandi nema hvað... Kvenkynsvinnufélagi stelpunnar var sko alveg búin að fá að heyra þessa "skemmtilegu" sögu hjá henni. Sú var síðan búin búin að segja stelpunni frá því að hún væri byrjuð að deita einhvern strák. Seint og síðar meir föttuðu þær að þær voru að tala um sama strákinn, vinnufélaginn um ógeðslega sæta strákinn sem hún var að byrja að hitta og stelpan um greyið sem hún fór svo illa með. Vægast sagt vandræðalegt móment. Í dag bað vinnufélaginn hana svo um að láta sig fá dótið hans sem stelpan var ennþá með í bílnum sínum og alltaf á leiðinni með til hans... Núna þarf hún bara að finna út hvernig hún á að fá rauða sparibrjóstahaldarann sinn tilbaka sem hún gleymdi heima hjá honum...

Þetta er sko allt of sápuóperulegt til að geta verið satt...


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
19:47


sunnudagur, október 24, 2004



Ég er búin að eiga alveg hreint frábæran dag. Fékk að sofa til hádegis því mín ótrúlega yndislega dóttir er svo æðisleg að hún leyfir mömmu sinni alltaf að sofa lengur og fer bara að horfa á sjónvarpið eða eitthvað að dunda sér. Svo fór hún í afmæli til litla frænda síns, og Sigrún og Skúli fóru í eitthvað annað afmæli þannig að ég var bara alein heima. Mér finnst alltaf soldið gott að vera ein. Ég slökkti á sjónvarpinu og tölvunni, og skellti chillout session á fóninn. Svo dundaði ég mér við að snyrta á mér neglurnar, plokka á mér augabrúnirnar og eitthvað solleiðis stelpudót. Ótrúlega afslappandi að sitja einn að dunda sér með góða tónlist í eyrunum. Tók síðan pínu til og gerði allt fínt. Þá var komið pínu myrkur þannig að ég kveikti á öllum kertum í íbúðinni. Það var ennþá meira afslappandi og kósý. Svo hringdi Agnes og við ákváðum að ég myndi elda fyrir okkur stelpurnar, og það heppnaðist svona líka ótrúlega vel. Sátum allar og borðuðum mangókjúkling við kertaljós og með góða tónlist í græjunum. Kveiktum ekki á sjónvarpinu fyrr en seint og síðar meir og þá líka bara í smástund. Ég er allavega alveg rosalega sæl og ánægð núna, södd og ótrúlega aflöppuð eitthvað. Ég held satt best að segja að maður geri þetta allt of sjaldan, að slökkva bara á öllum tækjum og tólum og slappa aðeins af. Veit ekki alveg hvort það er það sem gerir það að verkum að mér líður svona vel núna eða hvort það er sú staðreynd að ég djammaði ekkert um helgina. Gæti verið hvort tveggja... Allavega ætla ég að láta þetta gott heita í bili, reyna að finna mér góða bók og skella mér undir sæng. Góður endir á góðum degi.

Kveðja D


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:47


Núna eru allir farnir á Gus Gus. Ég hefði alveg verið til í að fara, en er samt alveg sátt við að vera bara heima. Þetta með bólgna andlitið var ekkert grín... Bólgin í kringum augun og ýkt mygluð eitthvað... Helvítis kvef, ætlar að sitja í mér alveg endalaust. Ekki gaman að líta í spegil þessa stundina! En allavega er ég bara búin að koma mér vel fyrir í sófanum með snakk í annarri og kók í hinni. Gerist varla betra. Reyndar væri alveg ágætt að hafa eitthvað sæmilegt að horfa á. En það er víst ekki hægt að ætlast til að geta séð eitthvað annað en fokking Bond eða fótbolta þessa dagana... Held að ég klári bara kókglasið mitt, hámi í mig nokkur gr af snakki og skelli mér svo í rúmið. Það er alls ekki vitlaus hugmynd þar sem ég er alltaf þreytt...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:38


laugardagur, október 23, 2004



Ég er ógeðslega kvefuð. Ég er svo kvefuð að ég er bólgin í framan. Það trúir mér enginn þegar ég segi að ég hafi ekki verið að djamma í gær. "En af hverju ertu þá svona mygluð?". Takk... Þessi setning missir aldrei sjarmann. Klukkan er núna 13.46. Fimm klukkutímar síðan ég vaknaði. Ég er ennþá að fá þessa spurningu. I love it!

Það er alltaf jafn gaman í vinnunni. Sérstaklega á laugardögum. Ætla einmitt að fara fram núna að vinna. Afgreiða. I love it!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:44


föstudagur, október 22, 2004



Við skelltum okkur á Pizza Hut með krakkana áðan. Það voru engir sætir strákar þar. Tókum síðan ágætis rúnt um miðbæinn. Þar var fullt af sætum strákum. Keyrðum hring eftir hring og störðum út um gluggann til að sjá allt kjöt sem við fórum framhjá. Við erum orðnar eins og strákar. Það er bara helvíti fínt að vera eins og strákur. Ég ætla að halda áfram að vera eins og strákur. Djöfull er gaman hérna mar...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:00


Mmmmmmmmmmm.... Fór í hádeginu og keypti mér fylltar brauðstangir á Pizza Hut. Var búin að gleyma hvað þær eru ógeðslega góðar. Þarf að gera þetta oftar...

Kveðja úr undirheimum

P.s. Tannsmiðurinn er komin með nýja sögu...;)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:44


miðvikudagur, október 20, 2004



Ég held að við vinkonurnar þurfum að fara að taka saman allar ódauðlegu setningarnar og orðin sem við höfum búið til í gegnum tíðina... Það væri örugglega slatti sem við myndum ná að skrapa saman!!! Ætla samt ekkert að fara að telja það upp núna, hver veit nema við gefum bara út bók seinna meir og þá ætla ég sko ekki að vera búin að gefa allt upp!!! Ég sé þetta alveg fyrir mér...: Quotes í boði Melluklúbbsins ;)

Ætla að fara að halda áfram að gera mest lítið... Djöfull er gaman hérna mar!!! Aaarrrggghhh!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:10


þriðjudagur, október 19, 2004



Núna er heilsan orðin aðeins betri svona djammlega séð.... En ekki alveg svona venjulega séð.... Náðuði þessu...? My roomate er sem sagt búin að smita mig af þessum helvítis hósta sem hefur verið að hrjá hana að undanförnu, það er alveg glatað sko!! Helvítis pest!!! Fékk ekkert smá skemmtilegt komment frá honum Sigga "skemmtilega" í vinnunni minni: Vá Dagný, þú lítur út alveg eins og þú hafir verið að mssa fóstur.... Ææææ takk æðislega elskan!!! Alltaf svo gaman að heyra svona þegar manni líður DJÖFULLEGA....Helv...djö...andsk... En nei nei, hann var samt bara að djóka þannig að þið getið alveg cancellerað barsmíðarnar....;) Ég sé bara um þær sjálf, hehe!!!

Góða nótt og takk fyrir lesninguna.... or whatever.... Ætla allavega að skella mér uppí elsku rúmið mitt inní yndislega heita herberginu mínu ;)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:29


mánudagur, október 18, 2004



Bíííííííííííííííííbbbbb.......uuuuuuuuuuuuuuuuu................mmmmmmmmmmmmmm........
......uuuuuuuuhhhhhhhh........ekkert...........að..............segja..........tómur...............uuuuuuuuu......
..............haus.......mmmmmmmmm........samt.......sem.............áður...............uuuuuuuhhhhhhhhh....
....FOKKING BJÚTIFÚL!!!!

Aðalatriði helgarinnar:
-Prodigy
-Hás
-Djamm
-Sviti
-Drykkja
-Takmarkaður svefn
-Partý
-Djamm
-Dans
-Eftirpartý
-Leigubílar
-Gaman
-Setning aldarinnar fæddist
-Ógeðslega fokking gaman
-Hlátur
-Harðsperrur í maganum
-Myndasyrpa
-Þreytt
-Og svo ýmislegt fleira sem mér dettur ekki í hug að minnast á hér...... Hehehee:)

PS. Setti inn myndir frá laugardeginum...... Djöfull var gaman, og djöfull erum við fokkng bjútifúl!!!!! Tókum svo fáar myndir á föstudeginum að ég nennti ekki að setja link á þær (eru á síðunni hennar Sigrúnar)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:37


laugardagur, október 16, 2004



Þá eru tónleikar aldarinnar afstaðnir og ég get sko sagt með fullri vissu að ég sé sko alls ekki eftir að hafa eytt þessum 3900 kr. í miðann. Þetta var alveg mögnuð upplifun!!! Reyndar fannst mér Quarashi alveg drepa stemminguna sem var byrjuð að hríslast um í líkamanum þegar maður gekk inn í Laugardalshöllina, en það lagaðist algjörlega þegar snillingarnir byrjuðu. Við stöllurnar vorum svo heppnar að fá að fara frítt uppí stúku, þannig að við sáum allt showið, og það var engu líkt!! Maður sá nátturlega yfir allt gólfið og allt sviðið, og þegar fyrstu hljóðin byrjuðu að berast um hljóðkerfið sem gáfu til kynna að Prodigy væru að koma á svið, sá maður hvernig stappað gólfið byrjaði að hreyfast og vagga eins og teppi sem bylgjast og allt í einu þetta líka svaka ljósashow og svo aðalatriðið: Þeir félagar ruddust inn á sviðið og spiluðu sín allra bestu lög!!! Eins og ég segi, þá var þetta ekkert smá einstök upplifun og ég á aldrei eftir að gleyma þessu kvöldi!!!

Eftir tónleikana héldum við svo áfram að djamma langt fram eftir nóttu eins og okkur einum er lagið, og svo er núna verið að gíra sig upp fyrir kvöldið því það er víst verið að draga mann út í kvöld líka...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:06


fimmtudagur, október 14, 2004



Jæja krakkar mínir.... Núna er kjellingin sko aveg að fara yfirum af eftirvæntingu, það eru bara tæpir 24 tímar í PRODIGY!!!! Ég er sonna næstum því komin með outfittið á hreint, en ég ætla nú ekkert að fara að sjéra því með ykkur hérna, ætla bara að koma ykkur á óvart.... úúúúúú, eruði ekki spennt... hehe:) Allavega þá ætla ég að fara að drulla mér á kaffihús...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:18


miðvikudagur, október 13, 2004



Úff... Núna eru sko bara tveir dagar í Prodigy og við stöllurnar hérna í Ólafsgeislanum erum orðnar frekar spenntar... Frekar MIKIÐ SPENNTAR!!! Ég er komin með 3 diska núna og þarf bara að ná í restina, þá er mín orðin góð ;) Núna er eina vandamálið, ef vandamál mætti kalla, í hverju mar á að fara... Sko, það er basic atriði að fara í þægilegum skóm, því ég býst nú ekki við að gera neitt mikið annað en að dansa... Þá er það orðið smá vandamál í hverju öðru mar ætti að fara... Fyrst og fremst er það hlýrabolur því auðvitað svitnar mar helvíti mikið í öllu þessu púli, því eins og flestir sem þekkja mig vita þá get ég alveg orðið frekar villt á dansgólfinu... Svona á réttu mómentunum og í réttu stemmingunni, hehe ;) Þá er það bara hvort mar ætti að fara í pilsi ( sem meikar alveg sens í öllum hitanum) en þá er það sko málið að þægilegu skórnir mínir passa bara engan veginn við pils.... Eeennn allavega, þá hef ég heila tvo daga til að finna út úr þessu vandamáli mínu...

L8ter


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:15


Það er nú meira hvað þetta getur stundum verið erfitt líf.... Og það sem meira er, er að alltaf getur mar vælt endalaust yfir því... Það er bara stundum alveg nauðsynlegt til að halda sálarheill sinni að hella úr skálum... jahhh ekki reiði sinnar... meira skálum vonleysis og hjálparleysis... Af hverju þarf alltaf allt að vera svona erfitt?! Af hverju getur ekki stundum, og þá meina ég bara stundum, eitthvað farið eins og maður vildi að það færi eða jafnvel farið betur...?!

Nei ég er bara að djóka.... Ég er ekkert að deyja úr þunglyndi hérna... Ég bara skil ekki af hverju það vill enginn bjóða mér til Köben?!?!?! Ég meina... HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI?!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:52


Og hvað er eiginlega málið með Survivor...?! Ég er að horfa á endursýndan þátt í augnablikinu og ég sé bara ekkert nema stór brjóst og fallegt fólk.... Whats up with that...?!

Ég held samt að ég ætti bara að fara að drulla nér í rúmið... Ég er orðin allt of bitur eitthvað... Það gerir kannski helvítis pestin sem er að hrjá mig og fokking aðgerðaleysið... Ég meina, hver horfir eiginlega á endursýndan þátt af Survivor, sérstaklega þar sem ég sá frumsýninguna í gær.... Oh my god... Hversu sorgleg er ég...?!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:23


þriðjudagur, október 12, 2004



Það er svo ótrúlega margt sem mig langar í þessa dagana.... Sumir myndu eflaust segja að þetta væru fríðindi, en ég segi að þetta séu nauðsynjar!! Mig vantar nauðsynlega leðurjakka, helst tvo því mar verður að eiga bæði svartan og brúnan. Mig vantar líka kúrekastígvél, og helst tvenn pör af þeim af sömu ástæðu og með leðurjakkana. Mig lífsnauðsynlega vantar nýjan síma þar sem ég er búin að týna allmörgum síðustu mánuði og það eru bara ónýtir símar eftir sem fólk þorir að lána mér. Mig vantar Atlas kort svo ég geti farið út með stelpunum og notað ferðaávísunina sem mar fær með nýju korti. Mig vantar hrikalega sonna sirka 3 nýjar gallabuxur, þar af tvennar Diesel og einar Levi´s. Mig vantar fullt af nýjum djammbolum því mar á einfaldlega aldrei nóg af þeim. Mig vantar helling af nýjum eyrnalokkum og beltum því að það eru sonna accsessories sem er aldrei hægt að eiga of mikið af. Svo er það náttla fullt af öðrum hlutum sem mann vantar, en ég held að upptalningin sé orðin alveg nógu löng....

Hef bara ekkert haft að gera í dag nema surfa netið, og velta mér upp úr þessum nauðsynjum sem ég hef verið að fatta að mig vantar!! Langaði bara að deila þessum hugleiðingum með ykkur....


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
19:07


Oooojjjjjjj..... Það er ömurlegt að vera veikur!!!! Hausverkur, beinverkir, illt í hálsinum, stífluð í nefinu, og svo margt, margt fleira.... Nenniði plís að vorkenna mér...?! Sniff... Svo er líka ekkert í sjónvarpinu.....


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:17


mánudagur, október 11, 2004



Jæja, þá er enn ein helgin liðin og að venju tókum við stelpurnar okur til og hrundum í það...;) Við skemmtum okkur alveg hrikalega vel, enda slógum við alveg í gegn!!! Fyrst fórum við í partý til Ernu, og gerðum allt viltlaust... sonna undir lokin allavega (Þá vorum við líka búnar að stúta nærri heilli flösku af Fishermans vodka sem er stórhættulegur andskoti og ég var búin með hvítvínið mitt...) Úff, þið hefðuð bara þurft að vera þarna!!! Svo kíktum við aðeins til Atla krúsímúsarinnar okkar sem var að halda uppá afmælið sitt, stoppuðum reyndar bara stutt og drifum okkur í bæinn. Vá hvað það var gaman!!!! Við kunnum sko allavega að skemmta okkur vel, við melluklúbburinn;) Myndavélin var auðvitað með í för, og við Sigrún tókum syrpu að vanda, auðvitað.... Við erum náttla í topp 5 most bjútifúl gellunum á landinu!!! Allavega er ég búin að setja myndirnar inn, þið getið hlegið að þeim eins og þið viljið... Við gerðum það allavega...;)

En núna ætla eg að fara að hætta þessu og drulla mér heim... Minns er veikur sko, búin að ná mér í einhverja helvítis pest...:(

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:53


laugardagur, október 09, 2004



Djöfull er ógeðslega FOKKING LEIÐINLEGT að vinna á laugardögum!!! Það ætti að vera bannað með lögum!!! Sérstaklega þar sem ég er látin vera yfir hérna núna, og allir skólakrakkarnir sem vinna hérna um helgar eru svo fokking löt, meresegja latari en ég, þannig að ég þarf actually að gera eitthvað.... Helvítis djöfulsins fokking helvítis helvíti!!!!!!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:02


föstudagur, október 08, 2004



PIRRANDI HLUTIR...

People who point at their wrist while asking for the time. I know where my watch is buddy, where the hell is yours? Do I point at my crotch when I ask where the bathroom is?
People who are willing to get off their ass to search the entire room for the TV remote because they refuse to walk to the TV and change the channel manually.
When people say "Oh you just want to have your cake and eat it too". Screw off. What good is a goddamn cake if you can't eat it? What, should I eat someone else's cake instead?
When people say "It's always in the last place you look". Of course it is. Why the hell would you keep looking after you've found it? Do people do this? Who and where are they?
When people say, while watching a movie "Did you see that?" No dicknose, I paid $9.00 to come to the theatre and stare at the frigging ceiling up there. What did you come here for?
When something is "new and improved", which is it? If it's new, then there has never been anything before it. If it's an improvement, then there must have been something before it.
When a cop pulls you over and then asks if you know how fast you were going? You should know asshole, you frigging pulled me over.
When people say "Life is short." What the hell?? Life is the longest damn thing anyone ever does!! What? Are they going to do something that's longer?
When people ask "Can I BORROW a piece of paper?" Sure, but please don't return the favor! It's one god damn piece of paper!
When you are waiting for the bus and someone ask you "Did the bus come yet?" If the bus came I would not be standing here asshole!
People who ask "Can I ask you a question?" Didn't really give me a choice there, did ya buddy?


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:07


Í gærdag vorum við krakkarnir í vinnunni að ræða Prodigy tónleikana sem verða hér eftir viku. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það hefði verið miklu gáfulegra og skemmtilegra, næstum bara fullkomið ef Gus Gus hefðu verið fengin til að hita upp í staðinn fyrir fokking Quarashi!!! Gus Gus eru þvílíkir snillingar, og þeir sem hlusta á Prodigy eru mun líklegri til að fíla Gus Gus en Quarashi!! Ég meina... Hver hlustar á Quarashi...?! Gus Gus eru vel fær um að halda uppi heilum tónleikum og kvöldið er fullkomið, og ímyndið ykkur svo bara hvernig það hefði verið á einhverjum af þessum kvöldum sem mar hefur eytt á Nasa og verið á bömmer þegar Gus Gus eru búin með sitt prógram, ef að PRODIGY myndi svo fylgja á eftir!!! Gus Gus kannski með "call of the wild" sem lokalag, og svo myndi mar allt í einu byrja að heyra "poison" eða einhverja álíka snilld mixast við og Prodigy allt í einu komnir á sviðið!!!! FOKKING SNILLD!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:38


fimmtudagur, október 07, 2004



Ég held að ég geti alveg fullyrt að ég er mjög nálægt því að útskrifast með mastergráðu í því að gera EKKI NEITT í vinnunni, en samt láta alla halda að ég sé geðveikt dugleg!!! Ég er mjög stolt af sjálfri mér... Þessu fylgja nefnilega nokkur fríðindi, dæmi: Allir eru skammaðir fyrir að mæta of seint á fund, og ég var meðal þeirra seinu, en samt er kallað á mig eftir fundinn og mér hrósað fyrir hvað ég er dugleg og stend mig vel og að skömmunum hafi sko alls ekki verið beint til mín!!! Ég mæti sko ALLTAF of seint og geri án efa mikið minna gagn hér en allir mínir samstarfsmenn, en samt er mér hrósað... What´s up with that...?!? Ég get reyndar verið ógeðslega dugleg þegar ég nenni, og ég veit allt sem hægt er að vita hér í vinnunni minni og þess vegna er alltaf hægt að treysta á mig, en af hverju ekki að gera bara eins lítið og mar getur á meðan mar kemst upp með það?!

PS. Núna ætla ég sko rétt að vona meir en nokkru sinni áður að enginn vinnufélagi minn lesi þetta því ég ætla sko ekki að fara að deila leyndarmálunum mínum með þeim... Glætan!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:22


miðvikudagur, október 06, 2004



Við stöllurnar ákváðum í gær að skella okkur í bíó í tilefni þess að það er núna 2 fyrir 1 á þriðjudögum, fyrir Námufélaga þ.e.a.s. Við vissum það reyndar ekki fyrr en við mættum í bíóið, en svo heppilega vildi til að kjellingin er einmitt í námunni svo að þetta var allt í gúddí! Sáum Dodgeball, og ég get með sanni sagt að þetta er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð í langan tíma!!! Við vorum reyndar allar voða kátar og hlógum og hlógum að sýnishornunum, þannig að við vorum í ham, en myndin stóð samt sem áður sannarlega undir væntingum!! Við hlógum svo mikið að fólkið fyrir framan okkur var farið að snúa sér við og glápa á okkur eins og við værum stórskrýtnar.... Það er samt allt í lagi því við skemmtum okkur konunglega!!!

Eitt að lokum... Endilega haldið áfram að commenta svona mikið eins og undanfarna daga, mar hefur varla undan að lesa nýju commentin sem streyma inn stríðum straumi!!! ;)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:06


þriðjudagur, október 05, 2004



Intersportdeildin í körfubolta

Rétt áðan var blaðamannafundur hér á mínum yndislega vinnustað... Við sponserum víst körfuboltadeildina núna annað árið í röð og ég get sagt með stolti í hjarta að við eigum kannski eina týpu af körfuboltabúningi og nokkra NBA boli sem eru að vísu með einhverjum köllum aftaná sem eru komnir í önnur lið... En who cares, ég meina þeir kosta bara ca. 6-7000 kall stykkið!! (Úff, ég vona svo sannarlega að enginn vinnufélagi minn lesi þetta... Þá yrði ég örugglega rekin!)

Greyið Siggi..!! Fyrirliðinn hjá Tindastóli gat ekki komist á fundinn, þannig að Siggi var dressaður upp í einhvern Nike bol sem átti að líkjast búningnum þeirra svolítið og leika fyrirliðann... Nei þetta er ekki grín!! Þegar það var verið að lesa upp spána fyrir tímabilið: "blabla" er spáð 10. sætinu (og þá kom fyrirliði þess liðs uppá svið með körfubolta í fanginu) og svo er Tindastóli spáð 9. sætinu (og þá kom Siggi uppá svið...) Svo stóð hann þarna ýkt alvarlegur, miklu minni en flestir þarna, og Siggi er sko ekki lítill skal ég segja ykkur, og þurfti að vera með í myndatöku og alles. Ég veit ekki hvort þetta er að meika einhvern sens hérna hjá mér en allavega var þetta ógeðslega fyndið!!! Þegar hann var svo búinn að fá sínar 15 sekúndur af frægð var hann svo góður að gefa okkur öllum samtarfsmönnum sínum eiginhandaráritanir í tilefni frægðarinnar... Takk Siggi... U made my day!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:22


föstudagur, október 01, 2004



Tad Hamilton.... Mmmmmm, ég væri sko til í að vinna date með honum, hubbahubba;) Við stelpurnar vorum sko að missa okkur yfir þessari mynd í gær! Oh my god hvað gaurinn er ógeðslega flottur!!! En nóg um það.... Nánari vangaveltur fara fram í einrúmi, hehe;)

Annars er voða lítið að frétta. Bara búin að vera að vinna, láta mér leiðast og fleira í þeim dúr... Er til dæmis einmitt að gera það núna, þ.e. láta mér leiðast... Steffý Danmerkurskvísan okkar kom heim í gær og stelpurnar kíktu aðeins út með henni. Ég komst ekki með því litla dúllan mín sefur víst inní herbergi og ég er að fara að djamma á morgun þannig að ég spara pössunina þangað til;)

Jæja, ég ætla nú ekki að hafa þeta lengra í bili þar sem ég hef EKKERT að segja.... Jú, ég vil koma þökkum á framfæri til hinna FJÖLMÖRGU sem svöruðu bón minni um Prodigy diska..... Ég reddaði mér sko bara sjálf! ;)

l8ter


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:57




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....