þriðjudagur, október 26, 2004
Ég er alveg búin að komast að því að vinnutíminn minn er algjörlega að fara með mig, vitsmunalega, félagslega og andlega.... Meðal annars sem ég hef tekið eftir er að ég hef voða sjaldan eitthvað gáfulegt til málanna að leggja, oftast bara einhverjar helvítis vinnusögur. Þetta blessaða blogg mitt samanstendur oftar en ekki af einhverju innantómu bulli og rusli... Ég hef einfaldlega ekkert að segja!! Það eina sem ég geri á virkum dögum er að vinna og aftur vinna... Í dag var ég t.d. að vinna til kl. 21, og ég byrja að vinna klukkan níu á morgnana. Það þýðir að ég var að vinna í tólf fokking tíma, og þannig verð ég líka að vinna á morgun og hinn... Úff!! Svo kem ég heim, dauðþreytt og bara einfaldlega meika ekki að gera neitt. Þess vegna hef ég EKKERT AÐ SEGJA!! T.d. var hápunktur kvöldsins í kvöld helvítis Judging Amy (hversu sorglegt er það?) og svo komst fokking þátturinn ekki einu sinni til landsins í tæka tíð... Til landsins í tæka tíð MY ASS!!! Hvernig væri bara að setja helvítis fótboltann á Sýn þar sem hann á heima, hætta þessari sýndarmennsku og sætta sig bara við að fólk horfir á Skjá Einn til að horfa á þættina, en ekki þennan helvítis fótbolta... Hann á að vera á SSSSÝÝÝÝÝNNN!!! Kannski þá gætu þeir borgað helvítis flutningsgjöld og þættirnir væru ekki fastir í tollinum eða hvar sem þeir eru fastir!!! Já ég er frekar pirruð, kvöldið er ónýtt!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:36