fimmtudagur, október 28, 2004
Gerði dáldið í gær sem ég hef ekki gert í langan tíma... Fór á íshokkíleik! Það var alveg gaman;) Íshokkí er eina íþróttin sem mér finnst virkilega gaman að horfa á, það er svo mikill hraði og harka í þessu, og svo er líka bara soldið gaman að horfa á alla flottu gæjana!! Mar sér nú reyndar ekkert mikið í þá undir öllum hlífunum og brynjunum, en ég veit alveg að þeir eru heavy fit þarna undir og það skemmir aldrei fyrir... Sagði við stelpurnar í gær að nýja stefnan í kallamálunum hjá mér væri að næla mér í einn slíkan... Það er eitthvað svo karlmannlegt við þessa íþrótt, mikil harka og eitthvað bara svo macholegt!! Mjög sexý!!! Allavega nóg um það.... Tókum svo nettan ísbíltúr eftir það (by the way kl. hálf ellefu í frosti) og það kom okkur allsvakalega á óvart að koma í ísbúðina í Fákafeni (aka Álfheimaísbúðina) og þurfa að bíða í 20 mín eftir afgreiðslu... Ég meina, hver fer svona seint og í svona veðri að kaupa sér ís... ;) Svo fórum við heim, skrifuðum nokkra diska (úbbs, ætli ég verði handtekin núna...?), og við Agnes hlógum sem aldrei fyrr... Djöfull var gaman mar!!!
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:29