föstudagur, október 08, 2004
Í gærdag vorum við krakkarnir í vinnunni að ræða Prodigy tónleikana sem verða hér eftir viku. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það hefði verið miklu gáfulegra og skemmtilegra, næstum bara fullkomið ef Gus Gus hefðu verið fengin til að hita upp í staðinn fyrir fokking Quarashi!!! Gus Gus eru þvílíkir snillingar, og þeir sem hlusta á Prodigy eru mun líklegri til að fíla Gus Gus en Quarashi!! Ég meina... Hver hlustar á Quarashi...?! Gus Gus eru vel fær um að halda uppi heilum tónleikum og kvöldið er fullkomið, og ímyndið ykkur svo bara hvernig það hefði verið á einhverjum af þessum kvöldum sem mar hefur eytt á Nasa og verið á bömmer þegar Gus Gus eru búin með sitt prógram, ef að PRODIGY myndi svo fylgja á eftir!!! Gus Gus kannski með "call of the wild" sem lokalag, og svo myndi mar allt í einu byrja að heyra "poison" eða einhverja álíka snilld mixast við og Prodigy allt í einu komnir á sviðið!!!! FOKKING SNILLD!!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:38