fimmtudagur, október 07, 2004
Ég held að ég geti alveg fullyrt að ég er mjög nálægt því að útskrifast með mastergráðu í því að gera EKKI NEITT í vinnunni, en samt láta alla halda að ég sé geðveikt dugleg!!! Ég er mjög stolt af sjálfri mér... Þessu fylgja nefnilega nokkur fríðindi, dæmi: Allir eru skammaðir fyrir að mæta of seint á fund, og ég var meðal þeirra seinu, en samt er kallað á mig eftir fundinn og mér hrósað fyrir hvað ég er dugleg og stend mig vel og að skömmunum hafi sko alls ekki verið beint til mín!!! Ég mæti sko ALLTAF of seint og geri án efa mikið minna gagn hér en allir mínir samstarfsmenn, en samt er mér hrósað... What´s up with that...?!? Ég get reyndar verið ógeðslega dugleg þegar ég nenni, og ég veit allt sem hægt er að vita hér í vinnunni minni og þess vegna er alltaf hægt að treysta á mig, en af hverju ekki að gera bara eins lítið og mar getur á meðan mar kemst upp með það?!
PS. Núna ætla ég sko rétt að vona meir en nokkru sinni áður að enginn vinnufélagi minn lesi þetta því ég ætla sko ekki að fara að deila leyndarmálunum mínum með þeim... Glætan!!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:22