föstudagur, október 29, 2004
Jæja, þá fer þessi vinnuvika loksins að renna sitt skeið. Mikið ofboðslega er ég fegin!! Ég er búin að vera alveg hrikalega þreytt eitthvað undanfarið. Kannski af því að ég hef verið að taka mig á í mætingunum í vinnunni og get sagt með stolti í hjarta að ég mætti á réttum tíma í vinnuna alla þessa viki, fyrir utan daginn í dag. Mætti pínu of seint og var ekkert smá fúl að sofa yfir mig, loksins kominn metnaður í kjellinguna og ég ætlaði sko að standa mig. En ég bæti bara úr því í næstu viku.
Á morgun er svo planað matarboð þar sem ég ætla að elda hamborgarhrygg fyrir mellurnar mínar. Mér finnst ekkert smá gaman að elda!! Sérstaklega þegar ég er að elda eitthvað sonna gott. Svo er stefnan sett á rólegheit, rósavín, kex, osta, vínber og fleira ásamt spilum og einhverju í þeim dúr. Mér líst mjög vel á það, og svo fer það bara eftir stemmingunni hvort mar kíki kannski eitthvað smá út. Veit samt ekki alveg með það því að mér fannst bara fínt að vera róleg síðustu helgi og stefni á að gera það oftar.
Núna þarf ég hins vegar að hringja í mömmu áður en ég gleymi því, og biðja hana um að taka hamborgarhrygginn úr frystinum því hann er víst í geymslu hjá henni. Ummmm, mig er bara farið að hlakka til.... ;)
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:50