þriðjudagur, október 05, 2004
Intersportdeildin í körfubolta
Rétt áðan var blaðamannafundur hér á mínum yndislega vinnustað... Við sponserum víst körfuboltadeildina núna annað árið í röð og ég get sagt með stolti í hjarta að við eigum kannski eina týpu af körfuboltabúningi og nokkra NBA boli sem eru að vísu með einhverjum köllum aftaná sem eru komnir í önnur lið... En who cares, ég meina þeir kosta bara ca. 6-7000 kall stykkið!! (Úff, ég vona svo sannarlega að enginn vinnufélagi minn lesi þetta... Þá yrði ég örugglega rekin!)
Greyið Siggi..!! Fyrirliðinn hjá Tindastóli gat ekki komist á fundinn, þannig að Siggi var dressaður upp í einhvern Nike bol sem átti að líkjast búningnum þeirra svolítið og leika fyrirliðann... Nei þetta er ekki grín!! Þegar það var verið að lesa upp spána fyrir tímabilið: "blabla" er spáð 10. sætinu (og þá kom fyrirliði þess liðs uppá svið með körfubolta í fanginu) og svo er Tindastóli spáð 9. sætinu (og þá kom Siggi uppá svið...) Svo stóð hann þarna ýkt alvarlegur, miklu minni en flestir þarna, og Siggi er sko ekki lítill skal ég segja ykkur, og þurfti að vera með í myndatöku og alles. Ég veit ekki hvort þetta er að meika einhvern sens hérna hjá mér en allavega var þetta ógeðslega fyndið!!! Þegar hann var svo búinn að fá sínar 15 sekúndur af frægð var hann svo góður að gefa okkur öllum samtarfsmönnum sínum eiginhandaráritanir í tilefni frægðarinnar... Takk Siggi... U made my day!!
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:22