laugardagur, október 16, 2004



Þá eru tónleikar aldarinnar afstaðnir og ég get sko sagt með fullri vissu að ég sé sko alls ekki eftir að hafa eytt þessum 3900 kr. í miðann. Þetta var alveg mögnuð upplifun!!! Reyndar fannst mér Quarashi alveg drepa stemminguna sem var byrjuð að hríslast um í líkamanum þegar maður gekk inn í Laugardalshöllina, en það lagaðist algjörlega þegar snillingarnir byrjuðu. Við stöllurnar vorum svo heppnar að fá að fara frítt uppí stúku, þannig að við sáum allt showið, og það var engu líkt!! Maður sá nátturlega yfir allt gólfið og allt sviðið, og þegar fyrstu hljóðin byrjuðu að berast um hljóðkerfið sem gáfu til kynna að Prodigy væru að koma á svið, sá maður hvernig stappað gólfið byrjaði að hreyfast og vagga eins og teppi sem bylgjast og allt í einu þetta líka svaka ljósashow og svo aðalatriðið: Þeir félagar ruddust inn á sviðið og spiluðu sín allra bestu lög!!! Eins og ég segi, þá var þetta ekkert smá einstök upplifun og ég á aldrei eftir að gleyma þessu kvöldi!!!

Eftir tónleikana héldum við svo áfram að djamma langt fram eftir nóttu eins og okkur einum er lagið, og svo er núna verið að gíra sig upp fyrir kvöldið því það er víst verið að draga mann út í kvöld líka...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:06




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....