sunnudagur, október 24, 2004
Núna eru allir farnir á Gus Gus. Ég hefði alveg verið til í að fara, en er samt alveg sátt við að vera bara heima. Þetta með bólgna andlitið var ekkert grín... Bólgin í kringum augun og ýkt mygluð eitthvað... Helvítis kvef, ætlar að sitja í mér alveg endalaust. Ekki gaman að líta í spegil þessa stundina! En allavega er ég bara búin að koma mér vel fyrir í sófanum með snakk í annarri og kók í hinni. Gerist varla betra. Reyndar væri alveg ágætt að hafa eitthvað sæmilegt að horfa á. En það er víst ekki hægt að ætlast til að geta séð eitthvað annað en fokking Bond eða fótbolta þessa dagana... Held að ég klári bara kókglasið mitt, hámi í mig nokkur gr af snakki og skelli mér svo í rúmið. Það er alls ekki vitlaus hugmynd þar sem ég er alltaf þreytt...
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:38