sunnudagur, október 24, 2004



Ég er búin að eiga alveg hreint frábæran dag. Fékk að sofa til hádegis því mín ótrúlega yndislega dóttir er svo æðisleg að hún leyfir mömmu sinni alltaf að sofa lengur og fer bara að horfa á sjónvarpið eða eitthvað að dunda sér. Svo fór hún í afmæli til litla frænda síns, og Sigrún og Skúli fóru í eitthvað annað afmæli þannig að ég var bara alein heima. Mér finnst alltaf soldið gott að vera ein. Ég slökkti á sjónvarpinu og tölvunni, og skellti chillout session á fóninn. Svo dundaði ég mér við að snyrta á mér neglurnar, plokka á mér augabrúnirnar og eitthvað solleiðis stelpudót. Ótrúlega afslappandi að sitja einn að dunda sér með góða tónlist í eyrunum. Tók síðan pínu til og gerði allt fínt. Þá var komið pínu myrkur þannig að ég kveikti á öllum kertum í íbúðinni. Það var ennþá meira afslappandi og kósý. Svo hringdi Agnes og við ákváðum að ég myndi elda fyrir okkur stelpurnar, og það heppnaðist svona líka ótrúlega vel. Sátum allar og borðuðum mangókjúkling við kertaljós og með góða tónlist í græjunum. Kveiktum ekki á sjónvarpinu fyrr en seint og síðar meir og þá líka bara í smástund. Ég er allavega alveg rosalega sæl og ánægð núna, södd og ótrúlega aflöppuð eitthvað. Ég held satt best að segja að maður geri þetta allt of sjaldan, að slökkva bara á öllum tækjum og tólum og slappa aðeins af. Veit ekki alveg hvort það er það sem gerir það að verkum að mér líður svona vel núna eða hvort það er sú staðreynd að ég djammaði ekkert um helgina. Gæti verið hvort tveggja... Allavega ætla ég að láta þetta gott heita í bili, reyna að finna mér góða bók og skella mér undir sæng. Góður endir á góðum degi.

Kveðja D


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
22:47




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....