fimmtudagur, desember 30, 2004



Nú er ég sko orðin alvarlega spennt fyrir gamlárskvöldi.... Díses... Ég er samt að reyna að hemja mig og gera ekki of miklar væntingar til þess. Oftast ef mar gerir það þá endar það einhvern alltaf þannig að það verður ekkert gaman... En hey, þetta erum VIÐ og við skemmtum okkur ALLTAF VEL, þannig að ekkert bull, ég ætla að leyfa mér að hlakka eins mikið til og heilsan leyfir!!! Ég segi bara aftur: Djöfull verður gaman mar!!!

TÉKKLISTI
Finna réttu fötin- Búið
Skella saman plani- Búið
Kaupa áfengi- EFTIR
Koma sér í rétta gírinn- Löngu komið
Ekki gleyma áfengi!!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:02


miðvikudagur, desember 29, 2004



Halló halló Hafnarfjörður........ Haldiði ekki að kjellingin sé bara mætt aftur í vinnu eftir jólafrí og þetta var bara næstum eins og mig minnti... Ógeðslega fokking leiðinlegt!!! En það þýðir nú ekki að kvarta, er föst inná lager að sortera sonna ca. billjón eintök af fatnaði sem eiga að fara á útsölu... Meeeeeeeeen!!! Vonandi drukkna ég ekki í þessu drasli!!! En ég verð samt í fríi á morgun og hinn þannig að ég get farið að láta mig hlakka til að mæta á mánudaginn, í fokking ÚTSÖLUNA.... Dauði og djöfull!!!! (Ég held ég VERÐI að fara að finna mér nýja vinnu...)

En annars er mig farið að hlakka skuggalega til gamlárskvölds!!! Meresegja búin að finna fullkomna outfittið og alles!! Þá er bara að finna outfitt fyrir nýárs hehehehe;) Djöfull verður gaman!!! En ég held ég verði aðeins að fara að endurskoða magnið af áfengi sem ég læt oní mig.... Hef lent í því ansi oft undanfarið að verða allt of ölvuð og það er ekki gaman... Gott dæmi er síðastliðinn annar í jólum... Mín ætlaði bara rétt að kíkja út og fá sér pínu að drekka, en þá býður hún Agnes mín mér uppá þennan fína cranberry vodka sem ég svo sturtði í mig, og útkoman sést á myndunum sem hún Sigrún tók af okkur stöllunum..... Jeeeeeesssúúússss!!!!!!! Man samt að við vorum að dansa uppá bekkjunum því aðalpartýlagið í melluklúbbnum var sett á fóninn.... Við kunnum svo sannarlega að skemmta okkur!!!

Kveðja úr undirheimum

PS. Setti link á myndirnar hér til hliðar... Tíhíhí... Ekki verða of hneyksluð- munið- cranberry vodki= ekki gott fyrir hænuhausinn mig......


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:08


sunnudagur, desember 26, 2004



Jæja elskurnar mínar... Þá eru jólin bara næstum búin og maður alveg búinn að éta á sig gat!! Ég elska allan góða matinn sem maður fær um jólin, hamborgarhrygg, jólasíld, hangikjöt, laufabrauð, graflax og ristað brauð og svo allar smákökurnar... Og svo maltesín til að skola þessu öllu niður... Nammmmm;) Svo má náttla ekki gleyma öllum jólapökkunum... Ég fékk ekkert smá mikið af flottum jólagjöfum þetta árið. Skrítið, ég hélt nebblega að gjöfunum myndi fækka og þær minnka eftir sem maður eldist, en svo virðist ekki vera í mínu tilviki, frekar öfugt.... Ég hef allavega ekki yfir neinu að kvarta:) Eftir helgi ætla ég svo að fara og kaupa mér eitthvað geggjað áramótadress... Ég fékk sko nokkur gjafabréf í jólagjöf og ég ætla svo sannarlega að nýta þau vel. Svo fer ég bara á útsölurnar í janúar fyrir afmælispeninginn (ég á sko afmæli eftir nokkra daga...úff...). Gott plan;) En stefnan er sem sagt sett á að vera flott dressuð daðurdottning á gamlárs. Fékk geggjaða bók frá elskulegri systur minni, Súperflört dúndurdaður eftir snilldar kynlífsfræðinginn hana Tracey Cox. Þannig að mín ætti að vera búin að ná daðurtöktunum fullkomlega eftir þá lesningu (strákar passið ykkur hehehe...). Ég er hálfnuð þannig að þetta verður allt komið á tíma...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:17


þriðjudagur, desember 21, 2004



Úffff.... Það er svo mikið að gera hjá mér að ég hef bara ekki einu sinni haft tíma til að setjast fyrir framan tölvuna undanfarið... Ömurlegt!!! Hef ekki tekið rúntinn og er því algjörlega clueless.... En allavega er allt gott að frétta, vinna, vinna vinna, en jólin koma bráðum og þá fæ ég frí... Veiiiii;)

Vildi svo bara óska ykkur gleðilegra jóla (ef ég skyldi ekkert komast á netið fyrir föstudag...) Sendi heldur engin jólakort þannig að ég vona að sem flestir lesi þetta því þetta verður eina formið á jólakveðju sem þið fáið frá mér;)

***GLEÐILEG JÓL***


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
20:27


sunnudagur, desember 19, 2004



Jæja.... Ég er sko komin úr æfingu... Kann ekki lengur að vera þunn... Það eru náttla alveg tvær vikur síðan ég djammaði síðast!!! Þetta er ÖMURLEGT!!! En það var samt svo ógeðslega gaman í gær að það er alveg þess virði. Það var sko tvöföld ástæða til að djamma: Brynja átti afmæli og Steffý var að koma til landsins. Við vorum 7 stelpur (ofurhressar að vanda) þarna og gerðum nágrannana alveg crazy.... Skil ekki af hverju? En myndagleðin yfirtók allt annað og teknar voru jahhh... ca. þúsund myndir... Nei kannski ekki alveg, en það voru allavega teknar ansi margar myndir. Eins og alltaf vorum við Sigrún í ham og tókum zoolander seríuna okkar góðu (vorum samt búnar að lofa að gera það ekki...) Svo skelltum við okkur í bæinn og djömmuðum fram á rauða nótt...

En myndirnar eru komnar inn... ENJOY


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
17:25


Djöfull eru pizzasamlokur á BSÍ ógeðslega góðar..... Vá hvað við hefðum þurft að kaupa tvær!!!!!!!! En allavega.... Ég held að við ættum bara að fara að drulla okkur í rúmið og þið fáið að vita allt á morgun... OK? Við erum að tala um Zoolander advanced í hæsta gæðaflokki.....;) En jæja, þá er það bara 2 íbúfen og sængin...... Ekkert fleira spennandi í bili...

Góða nótt elskurnar..........


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
07:05


fimmtudagur, desember 16, 2004



Jæja krakkar mínir...... Veit ekki alveg hvort ég hef eitthvað að segja ykkur... Held að ég sé bara til sjö í vinnunni þannig að kannski gerir mar eitthvað skemmtilegt í kvöld, og þá get ég kannski sagt ykkur eitthvað skemmtilegt á morgun... Hver veit? Ótrúlega spennandi!!! Hey... jú... ég gleymdi að segja ykkur eitt alveg magnað sem gerðist í gær.... Hápunktur mánaðarins tvímælalaust!!! Ég, já ég, var í návist stjarna!!!!!! Já góðir hálsar, ég var í sama bakaríi og nylon flokkurinn!!!!! Vá hvað mér leið vel að vita af þeim þarna á borðinu við hliðiná mér, ég var næstum búin að biðja þær um að koma með mér í bíó en svo hætti ég við. Ég sé geðveikt eftir því sko!!! Þær eru náttla ædolin mín.... Ég missti ekki af einum einasta þætti síðasta sumar (sumarið sem í margra minnum er kennt við NYLON...) Vá......... núna ætla ég að hætta þessu bulli og halda áfram að missa geðheilsuna... Hún er að renna mér úr greipum ansi hratt þessa dagana skal ég segja ykkur........ (eins og þið hafið kannski getið ykkur til um)

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:23


miðvikudagur, desember 15, 2004



Sko ég er alveg ógeðslega bizzý núna.... Ætlaði bara rétt að henda einhverjum línum hérna inn. Á milli þess sem að ég er ógeðslega upptekin við að einbeita mér að því að gera ekki neitt og ummmm ekki neitt hef ég voða lítinn tíma til að gera nokkuð annað en ekki neitt..... Vá þetta skildi ábyggilega enginn.... Allavega, er ég bara hérna í minni heittelskuðu vinnu að gera ekki neitt... Ég er samt alveg búin að vera dugleg sko, kláraði allar póstkröfurnar á mettíma til að geta gert ekki neitt það sem eftir er kvöldsins.... Leyfum þessum skólamellum að vinna fyrir kaupinu sínu segi ég bara.... hehehehehehehehe;) Jæja.... Ætla að halda áfram að gera... ummmm... náðuð þið þessu? :"EKKI NEITT"

Kveðja úr undirheimum

Ps. Ég held ég sé að missa vitið við að vera hérna svona mikið........... Looooosin it....


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:01


mánudagur, desember 13, 2004



Núna er ég alveg ofboðslega fegin að vera löngu búin að kaupa allar jólagjafir!!!! Ég er laus við allt þetta blessaða stress og brjálæði sem heltekur flestalla Íslendinga svona rétt fyrir jól..... Dominos auglýsingin sem er verið að spila í útvarpinu nær þessum "jólaanda" helvíti vel: "Er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar, er ég búin að kaupa jólasteikina, jólafötin, maltið, appelsínið....o.s.frv." Maður stressast bara upp við að hlusta á hana, og mín ágiskun er sú að svona sé hugarástandið hjá flestum húsmæðrum landsins á þessum tíma.... Allavega er ég mjög fegin....

Það er varla þorandi í Kringluna og Smáralindina vegna fólksfjölda og gæti maður léttilega átt á hættu að verða hlaupinn niður og troðist undir brjáluðum ömmum og mömmum með poka í einni og farsíma í hinni.... "Hvað segiru: Vill Bjössi litli Nokia síma... já þennan nýjasta og.. já vill hún Magga litla Baby born kastala... Þennan stærsta.. já einmitt... Þýðir ekkert minna fyrir þessar elskur... Annars fara þau bara að væla... Já mar nennir nú ekkert að hlusta á neitt væl á jólunum... Heyrðu, ég verð að hætta... ég er komin fyrir utan Símann...."

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:05


laugardagur, desember 11, 2004



Vó.... Lenti í frekar súrri lífsreynslu áðan.... Magnað dæmi um BROT Á FRIÐHELGI EINKALÍFSINS!!! Ok, var sem sagt í ljósum. Eins og ég geri alltaf þegar ég er búin að grilla mig þá skellti ég mér í sturtu. Og hvað gerir maður þegar maður er í sturtu? Jú, maður sápar á sér hárið.... Jæja, nú fer alveg að koma að þessu! Var sem sagt að skola sjampóið úr hárinu og sný mér við (ok eruð þið að sjá þetta fyrir ykkur...?) lít upp og viti menn: Eitthvað fokkings perraógeð stendur upp á fokkings veggnum og er að fokkings glápa á mig í sturtunni!!!!!!!!!! Ég held að ég geti ekki sagt FOKKINGS nógu fokkings oft til að lýsa fokkings viðbjóðnum sem ég fann fyrir það augnablikið.... Ég klagaði svo helvítið með glott á andlitinu (því hversu grátbroslegt er að geta bara séð brjóst með því að klifra upp á veggi...) og hann fékk að engjast um í vandræðlegheitum á meðan ég greiddi á mér hárið og hann beið eftir að komast í sturtu... GREYIÐ!!! En ég græddi allavega 4 ljósatíma á þessu....

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:23


föstudagur, desember 10, 2004



Þá er loksins kominn föstudagur aftur.... Ekki að það breyti neitt voða miklu í mínu lífi. Er að vinna á morgun þannig að ég hef ekkert alvarlegt planað fyrir kvöldið... Held að ég ætli bara að reyna að eyða því í afslöppun og fínerí;) En annars ætla ég nú ekki að staðhæfa neitt hér fyrir almenningssjónum... Ég hef ekki beint verið þekkt fyrir að standast freistingar!!!!

Í morgun vaknaði ég... allt of seint!! Ég þoli ekki þegar ég mæti of seint!!! Þá er dagurinn einhvern veginn allur litaður af pirringnum og stressinu sem maður finnur fyrir þegar drullar sér framúr. Heiðarleg tilraun gerð til að að koma andlitinu, hárinu og outfittinu í réttar horfur fyrir daginn... á tíu sinnum styttri tíma en vanalega... Tekst voða sjaldan og daginn í dag hafa engin kraftaverk gerst (ekki ennþá a.m.k.)... Hef meresegja fengið nokkur kaldhæðnisleg komment frá starfsfélögum mínum varðandi hárgreiðsluna mína... Skil ekki hvað er að þeim: Villt og ótamið hár er ógeðslega sexy... hehehehehehehehehe;) En ég er samt búin að setja það í tagl....

Ég og Margrét starfsfélagi minn höfum uppgötvað að bleikar fruitella karmellur eru hættulega ávanabindandi!!! Við skiptumst á að kaupa solleiðis poka og svo erum við japlandi á þessu daginn út og daginn inn... Þegar maður byrjar er bara engan veginn hægt að hætta!! Frekar fyndið að horfa yfir búðina og annar hver starfsmaður er japlandi á karmellu... Sérstaklega þar sem þetta er íþróttavöruverslun... Ótrúlega fokking healty mar!!! Jæja, ætla að fara og fá mér sígó.. hehehehehe;)

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:51


fimmtudagur, desember 09, 2004



Heil og sæl kæru lesendur..... Í dag verð ég því miður að valda ykkur vonbrigðum... Sköpunargáfan er alls ekki að gera sitt þessa dagana og ætla ég því bara að skella gömlu góðu lummunni á skjáinn: Úff ég vaknaði í morgun, nennti ekki í vinnuna en drullaði mér samt fram úr með herkjum, er búin að hanga á kassa í allan dag, og verð hérna til ca hálf ellefu í kvöld.... Gaman!!!! Kannski ekki mikið sem hægt er að skrifa um ...hmmmm... Ótrúlega áhugavert!!!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:28


miðvikudagur, desember 08, 2004



Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt annað en... HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI MEÐ FOKKINGS VEÐRIÐ!!!!!! Mar þorir varla að fara út því mar gæti bara hreinlega átt á hættu að missa lífið í þessu killer hagléli.... Kræst!!! Ekki að ég þurfi sosem að hafa áhyggjur af að lenda neitt mikið í því þar sem ég verð hérna í kjallaranum til jahhhh, a.m.k. 21:00... Meeeeen!!!! Í gær var ég búin eitthvað rétt yfir 22:00... Átti sko að vera til kl. 23:00 en ég er svo ótrúlega sniðug að ég náði að koma verkunum mínum yfir á litlu skólamellurnar (sem hafa ekkert betra að gera hvort sem er....hehe) og fór klukkutíma á undan þeim heim!!! Djöfull var ég ánægð með mig þá hehehehehe;)

En núna er ég að spá í að fara fram og finna upp á leiðum til að gera sem minnst þar sem ég er ÓGEÐSLEGA þreytt og langur "vinnu"dagur framundan......

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:11


þriðjudagur, desember 07, 2004



Vá hvað það var erfitt að fara framúr í morgun.... Ískalt úti, heitt undir sænginni, og tilhugsunin um að þurfa að vera niðrí mínum heittelskaða kjallara til kl. ellefu í kvöld... Ekki góð blanda!!! En ég hundskaðist í vinnuna á réttum tíma og er hér enn. Var að enda við að háma í mig KFC, flýtti mér að tölvunni til að geta hent inn nokkrum línum (gat það ekki fyrr í dag) og er svo að fara aftur að vinna... Veiiiii...:(

En ég fór samt í klippingu og litun (LOKSINS!!!)í hádeginu til Brynju og Alexanders (hann er orðinn svo stór og sætur... Algjört krútt). Núna er ég sko svo sannarlega fokking bjútífúl hehehehehehehe;) En jæja, þrælavinnan bíður mín og samviskan kallar...

Kveðja úr undirheimum.....


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
19:27


mánudagur, desember 06, 2004



Jæja... Mánudagur og veikin alveg með versta móti... Þ.e. mánudagsveikin ógurlega!!!! Djísús.... Það var líka tekið alveg ágætlega á því um helgina sko: Jólahlaðborðið á föstudaginn. Mætti á réttum tíma náttla fokking bjútúfúl að vanda (beinar skipanir að ofan þar sem ég var ein af fáum sem fékk að fara fyrr því ég vældi svo mikið yfir að hafa of litinn tíma..) Eníveis... Drakk þrjá bjóra, ældi og var komin heim DEAD DRUNK kl hálf fjögur... meeeeenn!!! Svo var það sumarbústaður, villibráð og pottur (með ljóskösturum í botninum by the way...) Við vinkonurnar héldum stuðinu uppi mest allan tímann enda erum við athyglissjúkar með meiru, við erum líka bara svo ógeðslega skemmtilegar hehehehehehe:) Komnar myndir og alles... Víííííí... Reyndar skilst mér að nokkuð margar hafi ekki verið hæfar til að setja fyrir almenningssjónir, en hey, samt allstór skammtur af Zoolander advanced, hehehehehe... ENJOY!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:02


föstudagur, desember 03, 2004



Ef þú lesandi góður kynnir að vera karlkyns myndi ég bara sleppa að lesa næstu línur því þú munt ekki hafa gaman af þeim.... Chick problems sko!!! Allavega er ég að fara yfirum af stressi akkúrat núna.... Ég er að fara á jólahlaðborð með vinnunni minni í kvöld: Það byrjar klukkan 8 og ég er að vinna til 7!!!! Hvernig á ég að fara að þessu?!?! Keyra heim, fara í sturtu, blása á mér hárið, slétta á mér hárið, máta fötin, velja fötin, mála mig og svo keyra alla leið niðrí bæ... No way in hell að ég nái þessu!!!!! ó mæ god ó mæ god ó mæ god!!!!! En ég keypti mér samt vesti áðan þannig að ég er samt geðveikt glöð... Skrýtið skap sem ég er í núna....

Svo á morgun erum við stelpurnar náttla að fara uppí bústað þar sem okkur er boðið hvorki meira né minna en uppá villibráðahlaðborð, póker og pott!!! Getur varla klikkað;)

En núna ætla ég að halda áfram að vera í stresskasti....


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:32


fimmtudagur, desember 02, 2004



"California here we come, right back where we started from, california, ohhhhoo caaaallii.... California;)" (ef textinn er ekki réttur hjá mér plís ekki leiðrétta mig, þetta er sko mín útgáfa...) Sannir aðdáendur eru vonandi búnir að fatta hvað ég er að synjga í huganum núna... Upphafslagið í O.C.!!!!! Var að glápa á fyrstu tvo þættina í nýju seríunni... Vííííí, mér líður svo vel núna. Mér líður alltaf svo vel þegar ég horfi á þessa þætti, það er eitthvað svo yndislegt við þá.... Veit ekki alveg hvað það er.... Kannski bara hvað persónurnar eru ótrúlega hversdaglegar þrátt fyrir hin fullkomnu lífsgæði... Allavega eru þetta uppáhaldsþættirnir mínir í öllum heiminum!!!! Að sjá "the poolhouse" aftur var alveg þess virði að vaka allt of lengi.... Hefði sko átt að fara að sofa fyrir, jahhh sonna sirka tveim tímum... Ég verð, ég endurtek VERÐ nebblega að mæta á réttum tíma á morgun ( hálftíma fyrr en vanalega b.t.w.) því yfirmaður öryggisdeildar Norvikur (vóóóó...) er að koma og kenna okkur að góma þjófa.... Haahahahahahaha getið þið séð mig fyrir ykkur að elta þjófa upp og niður rúllustigana... Já einmitt... Ég er svo hryllilega ógnandi sko... Algjör köggull... Hahahahahahahahaha!! Jæja ég ætla núna að fara að drulla mér í rúmið og láta mig dreyma O.C. Kannski get ég verið Summer og pabbi minn gefur mér BMW bara af því ég er..... Nei annars, bara út af engu;)

Góða nótt *kiss kiss*


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:06




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....