föstudagur, desember 10, 2004
Þá er loksins kominn föstudagur aftur.... Ekki að það breyti neitt voða miklu í mínu lífi. Er að vinna á morgun þannig að ég hef ekkert alvarlegt planað fyrir kvöldið... Held að ég ætli bara að reyna að eyða því í afslöppun og fínerí;) En annars ætla ég nú ekki að staðhæfa neitt hér fyrir almenningssjónum... Ég hef ekki beint verið þekkt fyrir að standast freistingar!!!!
Í morgun vaknaði ég... allt of seint!! Ég þoli ekki þegar ég mæti of seint!!! Þá er dagurinn einhvern veginn allur litaður af pirringnum og stressinu sem maður finnur fyrir þegar drullar sér framúr. Heiðarleg tilraun gerð til að að koma andlitinu, hárinu og outfittinu í réttar horfur fyrir daginn... á tíu sinnum styttri tíma en vanalega... Tekst voða sjaldan og daginn í dag hafa engin kraftaverk gerst (ekki ennþá a.m.k.)... Hef meresegja fengið nokkur kaldhæðnisleg komment frá starfsfélögum mínum varðandi hárgreiðsluna mína... Skil ekki hvað er að þeim: Villt og ótamið hár er ógeðslega sexy... hehehehehehehehehe;) En ég er samt búin að setja það í tagl....
Ég og Margrét starfsfélagi minn höfum uppgötvað að bleikar fruitella karmellur eru hættulega ávanabindandi!!! Við skiptumst á að kaupa solleiðis poka og svo erum við japlandi á þessu daginn út og daginn inn... Þegar maður byrjar er bara engan veginn hægt að hætta!! Frekar fyndið að horfa yfir búðina og annar hver starfsmaður er japlandi á karmellu... Sérstaklega þar sem þetta er íþróttavöruverslun... Ótrúlega fokking healty mar!!! Jæja, ætla að fara og fá mér sígó.. hehehehehe;)
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:51