mánudagur, desember 13, 2004
Núna er ég alveg ofboðslega fegin að vera löngu búin að kaupa allar jólagjafir!!!! Ég er laus við allt þetta blessaða stress og brjálæði sem heltekur flestalla Íslendinga svona rétt fyrir jól..... Dominos auglýsingin sem er verið að spila í útvarpinu nær þessum "jólaanda" helvíti vel: "Er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar, er ég búin að kaupa jólasteikina, jólafötin, maltið, appelsínið....o.s.frv." Maður stressast bara upp við að hlusta á hana, og mín ágiskun er sú að svona sé hugarástandið hjá flestum húsmæðrum landsins á þessum tíma.... Allavega er ég mjög fegin....
Það er varla þorandi í Kringluna og Smáralindina vegna fólksfjölda og gæti maður léttilega átt á hættu að verða hlaupinn niður og troðist undir brjáluðum ömmum og mömmum með poka í einni og farsíma í hinni.... "Hvað segiru: Vill Bjössi litli Nokia síma... já þennan nýjasta og.. já vill hún Magga litla Baby born kastala... Þennan stærsta.. já einmitt... Þýðir ekkert minna fyrir þessar elskur... Annars fara þau bara að væla... Já mar nennir nú ekkert að hlusta á neitt væl á jólunum... Heyrðu, ég verð að hætta... ég er komin fyrir utan Símann...."
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
21:05