sunnudagur, desember 26, 2004



Jæja elskurnar mínar... Þá eru jólin bara næstum búin og maður alveg búinn að éta á sig gat!! Ég elska allan góða matinn sem maður fær um jólin, hamborgarhrygg, jólasíld, hangikjöt, laufabrauð, graflax og ristað brauð og svo allar smákökurnar... Og svo maltesín til að skola þessu öllu niður... Nammmmm;) Svo má náttla ekki gleyma öllum jólapökkunum... Ég fékk ekkert smá mikið af flottum jólagjöfum þetta árið. Skrítið, ég hélt nebblega að gjöfunum myndi fækka og þær minnka eftir sem maður eldist, en svo virðist ekki vera í mínu tilviki, frekar öfugt.... Ég hef allavega ekki yfir neinu að kvarta:) Eftir helgi ætla ég svo að fara og kaupa mér eitthvað geggjað áramótadress... Ég fékk sko nokkur gjafabréf í jólagjöf og ég ætla svo sannarlega að nýta þau vel. Svo fer ég bara á útsölurnar í janúar fyrir afmælispeninginn (ég á sko afmæli eftir nokkra daga...úff...). Gott plan;) En stefnan er sem sagt sett á að vera flott dressuð daðurdottning á gamlárs. Fékk geggjaða bók frá elskulegri systur minni, Súperflört dúndurdaður eftir snilldar kynlífsfræðinginn hana Tracey Cox. Þannig að mín ætti að vera búin að ná daðurtöktunum fullkomlega eftir þá lesningu (strákar passið ykkur hehehe...). Ég er hálfnuð þannig að þetta verður allt komið á tíma...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:17




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....