fimmtudagur, desember 02, 2004
"California here we come, right back where we started from, california, ohhhhoo caaaallii.... California;)" (ef textinn er ekki réttur hjá mér plís ekki leiðrétta mig, þetta er sko mín útgáfa...) Sannir aðdáendur eru vonandi búnir að fatta hvað ég er að synjga í huganum núna... Upphafslagið í O.C.!!!!! Var að glápa á fyrstu tvo þættina í nýju seríunni... Vííííí, mér líður svo vel núna. Mér líður alltaf svo vel þegar ég horfi á þessa þætti, það er eitthvað svo yndislegt við þá.... Veit ekki alveg hvað það er.... Kannski bara hvað persónurnar eru ótrúlega hversdaglegar þrátt fyrir hin fullkomnu lífsgæði... Allavega eru þetta uppáhaldsþættirnir mínir í öllum heiminum!!!! Að sjá "the poolhouse" aftur var alveg þess virði að vaka allt of lengi.... Hefði sko átt að fara að sofa fyrir, jahhh sonna sirka tveim tímum... Ég verð, ég endurtek VERÐ nebblega að mæta á réttum tíma á morgun ( hálftíma fyrr en vanalega b.t.w.) því yfirmaður öryggisdeildar Norvikur (vóóóó...) er að koma og kenna okkur að góma þjófa.... Haahahahahahaha getið þið séð mig fyrir ykkur að elta þjófa upp og niður rúllustigana... Já einmitt... Ég er svo hryllilega ógnandi sko... Algjör köggull... Hahahahahahahahaha!! Jæja ég ætla núna að fara að drulla mér í rúmið og láta mig dreyma O.C. Kannski get ég verið Summer og pabbi minn gefur mér BMW bara af því ég er..... Nei annars, bara út af engu;)
Góða nótt *kiss kiss*
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:06