þriðjudagur, nóvember 30, 2004



Dúddírúddírú.... Mér leiðist.... Ákvað því að láta reyna á sköpunargáfuna og reyna að bulla eitthvað hérna. Ég lofa engu, en ef þið lesið áfram og það eru einhverjar línur hérna fyrir neðan eru kannski smá líkur á að ég hafi fundið upp á einhverju sniðugu að segja ykkur (eða ekki).... En eins og ég segi: Lofa engu... Díses!!! Það virðist ekkert vera á leiðinni sko... Hey jú ég get kannski sagt ykkur frá jólahlaðborðinu sem ég er að fara á föstudaginn. Málið er að ég á náttla engan kærasta (sem ég er by the way meir en sátt við svo ekki misskilja mig!). Þar sem allir þarna á vinnustaðnum eiga kærustur eða eitthvað í þeim dúr var mér boðið að taka eina vinkonu með mér (í staðinn fyrir maka...því ég er greinilega svona sorgleg í þeirra augum....). Svo var eiginlega hætt við það, en af því að einn vinnufélagi minn er hinsegin (og er þar með með maka af sama kyni ef þið vissuð ekki hvað það er , hehehehehe) þá fékk ég undantekningu þar sem vinkonan sem ég ætla að taka með mér er sambýliskona mín hún Sigrún. Það átti sem sagt að vera sambærilegt.... Haha voða fyndið... En þetta var nú allt í góðu gríni og ískarlarnir sem ég er að vinna með eru allt í einu komnir með ogguponsu húmor.... Vóooóóó hvað er í gangi?!? Kannski ég sé búin að hafa einhver jákvæð áhrif í þessum blessaða kjallara mínum þar sem upp úr mér vellur endalaust bull. Ég held að allir þarna séu eitthvað farnir að smitast af mér.... Vona það sko þar sem ég er náttla svo fokkin skemmtileg!!!!!! Hahahahahahahahahahahaahaha!!!
En hey: Plís ekki taka mig alvarlega, ég er að bíða eftir snakkinu mínu og þegar biðin er orðin svona ógeðslega löng þá bulla ég bara.... Vá ég er HÆTT!!!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:29


Alltaf hefur maður nú yfir einhverju að kvarta.... Núna er það þessi helvítis hálka sem er að fara hamförum um alla borgina!!! Fólk bara slasast hérna í hrönnum og biðraðir myndast á slysamóttökur... Díses!!! Ég hef nú líka bara verið skíthrædd að bakka úr stæðinu mínu (ef stæði mætti kalla...) heima undanfarna tvo daga. Bakka, beygi, og stoppa.... En neiiii bíllinn stoppar bara ekkert og ég held bara áfram að renna, held ég hafi bara nágast 360 gráðurnar í morgun!!! En ég ætla samt að þrjóskast áfram á sumardekkjunum mínum (þau dugðu allavega bara helvíti vel í snjóstorminum hérna um daginn). Maður hefði kannski getað lagt út fyrir fjórum stykkjum af vetrardekkjum núna um mánaðarmótin ef það væri ekki fyrir þessi blessuðu jól... Hver fann eiginlega upp jólin?! Hvað varð eiginlega um að gefa bara ást og kærleika?! Núna er stefnan frekar sett á fokdýrar gjafir gefnar með eftirsjá heldur en bara að njóta árstímans með vinum og vandamönnum...... Need some answers people!!!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:58


mánudagur, nóvember 29, 2004



Laugardagskvöldið heppnaðist svona líka svakalega vel!!! Ákváðum þó að fresta ferðinni okkar aðeins svo að allir í hópnum góða komist nú örugglega með. En kvöldið notuðum við að mestu (ásamt því að hella í okkur áfngi í lítratali..) í að finna nafn á hópinn okkar (sem er núna formlega orðinn að félagi...). Við hönnuðum logo og alles!!! Ótrúlega "creative" sko;) Ég ætla nú ekkert að fara að opinbera nafnið hérna á netinu sko (eiginlega vegna þess að það er týnt í áfengisþokunni gamalkunnu.. men!!) en eitt get ég sagt ykkur, og það er að "stjörnur", sem maður getur túlkað á hvaða hátt (ehemmm) sem er spiluðu stóran þátt í þessu öllu saman... Forystustjörnur, aðalstjörnur o.s.frv.... Hahahahahaha en það skilur þetta nú enginn nema að hann hafi verið á staðnum þannig að ég ætla ekkert að blaðra neitt meir um þetta hér hahahhahahaha;) Had to be there!!!!

Kveðja úr undirheimum

PS. Það eru engar myndir núna frekar en vanalega þar sem enginn á myndavél.... Alveg glatað sko!!! Hvenær ætlaru eiginlega að koma að djamma með okkkur Sigrún?!?


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:56


föstudagur, nóvember 26, 2004



Blanda af tilhlökkun og hámarks leiðindum hafa einhvern veginn skilað sér í því að núna, á föstudagskvöldi sit ég hérna fyrir framan tölvuna fullkomlega ready fyrir djammið Á MORGUN!!!! Komin í gallann, stífmáluð, hárið í réttu stellingunum og alles.... Kræst!!!!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:05


IT´S FRIDAY BABY JEAHHHH!!! Og sonna rétt í tilefni þess setti ég inn nýja mynd... Skál í botn!! Ákvað líka að skipta þar sem það var víst einhver vafi á ferð (og við viljum nú ekki sjá það..)varðandi hvort ég væri drukkin á myndinni sem var á undan eða ekki. Þó svo að ég hafi þrætt fyrir það þá held ég að það sé kominn tími til að játa: Kjellingin var nú búin að fá sér smá í aðra tánna... Bara svona ef það var einhver vafi, hehe;)
En annars er ég bara helvíti hamingjusöm í augnablikinu, helgin loksins komin og djamm á morgun!! Reyndar ein undantekning á hamingjunni... Missti víst af suddalegri kaffihúsaferð í gær... Loksins þegar ég ákveð að sleppa að fara með, endar þetta í einhverri bullandi gleði. Týpískt!!! En þá er bara að líta á björtu hliðarnar og vona að það verði bara enn skemmtilegra á laugardaginn!!! Og ég efast ekki um að það verði það:)

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:45


fimmtudagur, nóvember 25, 2004



Ég er búin að vera einum degi á undan alla vikuna... Ömurlegt!! Það er ekkert gaman að uppgötva á hverjum degi að það er einum degi lengra í helgina en mar hélt... Djö... En núna er loksins kominn föstudagur... ehhh nei FIMMTUDAGUR!!! En jæja, mar getur nú allavega farið á kaffihús á fimmtudegi, er það ekki venjan? Svo er það bara djammið á laugardaginn, víííííí;) Ég hlakka svo mikið til að þið mynduð bara ekki trúa því... Það er svo ógeðslega langt síðan ég djammaði síðast sko... heilir 11 dagar!!! Það er soldið mikið í mínum bókum. Lokapartýið á Ingólfsstrætinu verður kannski pínu skrýtið þar sem það eru engin húsgögn á svæðinu... Ekki einu sinni ÞVOTTAVÉL!!! En þrennig heilagra nærbuxna bjargar sér alltaf og lætur ekkert mubluleysi stoppa sig í að skemmta sér konunglega eins og alltaf!!! Enda erum við nánast konungbornar, hehehehehe:) Jæja, ég ætla að hætta þessu bulli og drulla mér fram að vinna....

Kvejðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:24


miðvikudagur, nóvember 24, 2004



Nú eru leikskólakennarar kannski að fara í verkfall líka... Hvað er málið, er þetta einhver ný tískubylgja eða...? Ég ætla að koma með nýja tillögu. Spurning um að fara með hana til ríkissáttasemjara. Ég legg til að FORELDRAR fari í verkfall!!!! Við getum sett fram svo margar kröfur!!! Mér finnst barnabæturnar bara engan veginn nógu háar, leikskólagjöldin allt of há, fæðingarorlofið ekki nógu langt, og svo margt margt fleira. Auðvitað má maður ekki vera óraunhæfur, en ég myndi segja að tvöföldun barnabótanna væri ekki vitlaust, niðurlangning leikskólagjaldanna geðveik hugmynd og fæðingarorlofið... jahhh ætti ég ekki að segja allavega svona ár heima með barninu, BÁÐIR foreldrar auðvitað. En í alvörunni, ef foreldrar myndu leggja niður vinnu og hætta að fara með börnin sín í leikskóla og skóla væru þær tvær stéttir hvort sem er óþarfar þannig að öll verkföll væru af planinu. Hvernig væri þetta?

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:48


þriðjudagur, nóvember 23, 2004



Þeir sem ætla að kalla mig týpíska kjellingu geta bara hoppað uppí óæðri endann á sér því ég tel mig bara hörkukvendi þessa dagana!! Ég hef lifað þennan kulda af og það sem meira er, ég hef fest mig tvisvar sinnum núna, og í bæði skiptin náð að losa mig sjálf!! Ótrúleg harka sko!!
En nú hugsa ábyggilega margir: "Hehhh það eru nú engin hörkukvendi sem festa sig í tíma og ótíma".
Þeim sem hugsa það er velkomið að keyra upp botnlangann minn í Ólafsgeislanum á nálægt minnsta bíl landsins vopnuðum sumardekkjunum einum og sér, og reyna að festa sig ekki!!!! Sérstaklega í þessu ógeðslega slabbi...

Kötturinn svaf kyrfilega læstur inná baði í nótt og átti ég mjög svo ánægjulegan svefn þar til alltof snemma í morgun þegar nágrannarnir byrjuðu að banka uppá... Þar sem ég er nánast orðin ónæm fyrir truflunum á morgnana (vegna uppbyggðs þols gagnvart þeim) rankaði ég varla við mér, en náði þó það mikilli rænu að geta pirrað mig á þessu.... Ég er ábyggilega morgunfúlasta manneskja á landinu (kannski með einni undantekningu, hehehe) þannig að þetta féll sko alls ekki vel í kramið hjá mér!!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:47


mánudagur, nóvember 22, 2004



Þá er það ný vinnuvika. Fínt að mæta svona endurnærður á mánudegi, frekar en útkeyrð eins og vanalega. Ákvað að sleppa bara djamminu svona eina helgi (það skaðar ekki svo mikið) og var bara róleg. Rifjaði aðeins upp kynnin við Bridget Jones á laugardaginn, mar verður nú að vera með fyrri myndina ferska í minninu þegar mar skellir sér á nýju myndina... Hún Bridget vinkona mín er alveg yndisleg og það er ekki laust við að mar kannist við ýmsar hugsanir sem hún varpar fram og gjörðir af hennar hálfu... Týpísk kjelling svona eins og einhver anonymus (hóst... Jöggi) kallaði mig hérna í commentunum, hehe


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:21


laugardagur, nóvember 20, 2004



Ég get stundum verið svo ógeðslega óheppin.... Í gærkvöldi eftir langan vinnudag var ég á leiðinni heim til mömmu í þessum nístingskulda sem hefur hrjáð okkur landsmenn undanfarna daga. Allt í einu tekur bílinn minn upp á því að byrja að hiksta... Shit, ég vissi ekkert hvað var að gerast. Ímyndaði mér það versta. Fyrr um daginn hafði ég fengið fyrirlestur frá strákunum í vinnunni (það er víst talið nauðsynlegt því ég á ekki kærasta og er því algjörlega hjálparvana í þeirra augum...)um að ég ætti að láta tékka á frostleginum. Ef það frysi í leiðslunum yrði bíllinn minn bráðkvaddur með hinu sama... Nema hvað, hikstarnir urðu alltaf lengri og kröftugri og skyndilega er hann bara dauður.... Ó mæ god, hugsa ég og er nánast med det samme farin að plana útförina. Stíg út úr bílnum á miðri umferðargötu og hleyp heim til mömmu, dágóðan spöl, með frosið nef og tárin í augunum. Seinna um kvöldið þegar ég fann loksins karlmanninn í verkið kom í ljós að bílinn var bara bensínlaus....

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
19:37


föstudagur, nóvember 19, 2004



Kettir og kuldi.... Þetta eru þeir tveir hlutir sem ég vildi helst losna við úr heiminum þessa stundina og eru að drepa geðheilsuna mína!!! Kötturinn sem ég þarf að búa með hefur fundið sér nýtt hobbý... Að halda fyrir mér vöku allar fokking nætur!!!!! Helvítis djöfulsins kattarfjandi (verður að afsaka Sigrún mín...) Kuldinn sér svo um að frysta á mér alla útlimi og hausinn þar með talinn.... Á því mjög erfitt með að hugsa "straight" í augnablikinu og hvað þá að pikka inn á þetta blessaða lyklaborð. Er líka að pæla í að hætta á meðan tilfinningin er ekki gjörsamlega horfin úr fingurgómunum...

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:15


fimmtudagur, nóvember 18, 2004



Þessi fokkings helvítis djöfulsins kuldi er alveg að drepa mig!!!!! Hvað er málið?! "Allt að 12 gráðu frost á höfuðborgarsvæðinu í morgun..." Gleðilegar fréttir sem mar heyrir þarna í útvarpinu.... #$%&=/!"$%&

Já og svo er jólaandinn bara að hellast yfir mann allt í einu... Algjörlega óumbeðið. Búið að skreyta bæinn hátt og lágt, og þar er meðtalin höllin sem ég vinn í. Alla leið niðrí kjallara. Frekar snemmt að mínu mati, en samt sem áður glymja jólalögin í útvarpinu allan daginn og fólk er farið að kaupa jólagjafir í tonnatali. Ég er meresegja búin að kaupa allar gjafirnar í ár. Dugleg stelpa!!

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:54


miðvikudagur, nóvember 17, 2004



Sko.... Dagurinn hefði eiginlega ekki geta byrjað verr hjá mér.... KRÆST!!! Byrjaði á því að sofa yfir mig. Var í sirka hálftíma að reyna að finna einhverja trúanlega afsökun til þess að geta mætt á hádegi, en þegar 10 mínútur voru til stefnu blandaði samviskan sér í málið (ásamt algjöru hugmyndaleysi...) og ég ákvað að drulla mér á fætur. Henti mér í föt og hljóp út í bíl. Þá sá ég að það var búið að snjóa ennþá meir síðan í gærkvöldi þegar ég kom heim og þá rétt náði ég að komast inn götuna... Shit, allavega flýtti ég mér að skafa og klifraði inn í bílinn (farþegameginn by the way því hurðin tók allt í einu upp á því að neita að opnast bílstjóramegin í þessum bévítans kulda...). Bakkaði og reyndi að snúa við, og hvað haldiði.... FÖST!!! Ok, hvað gerir maður þá, bíddu, fram og aftur, fram og aftur og loksins náði ég, meistarabílstjórinn í samstarfi við túrbótwingóinn minn að losa mig. Keyrði svo beinustu leið uppí vinnu eins hratt og ég þorði. Fór út úr bílnum, ótrúlega ánægð með að komast þangað yfir höfuð lifandi, og skellti bílhurðinni á eftir mér.... Í LÁS OG BÍLLYKLARNIR INNI!!!!!

En allt er gott sem endar vel og ég náði á endanum að komast ínn í bílinn minn (sem ég mun aldrei aftur blóta í sand og ösku) og það hefur ekkert stórslys orðið ennþá... I´ll keep u posted ;)

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:08


þriðjudagur, nóvember 16, 2004



Hvernig stendur á því að ég er alltaf þreyttari á mánudögum þegar ég er að koma úr fríi, en á föstudögum þegar ég er að klára 50 tíma vinnuviku.... Hmmmmm, það er spurning?!?! Kannski ég sé ekki alveg að nýta frídagana mína á réttan hátt... Ætla að nota vikuna til að íhuga þetta vandlega.

Það er alltaf jafn gaman að fá ítarlega skýrslu frá EDRÚ manneskjum sem voru á sama stað og maður sjálfur. Sérstaklega þegar skýrslan inniheldur upplýsingar sem maður hefði bara miklu frekar viljað að væru týndar í áfengisþoku (svartaþoku) helgarinnar. Það á við um föstudaginn minn skemmtilega... Eins oft og ég hef gert mig að fífli á fylleríum, (þeir sem þekkja mig vita að ég get orðið alveg FREKAR BILUÐ á mínum "finest hours" og þá fylgja vandræðaleg atvik oftast nær í kjölfarið), þá held ég að ég hafi slegið öll persónuleg met á föstudaginn!!!

Kveðja úr undirheimum

PS: Hvernig fer maður að því að klessa tyggjói í hnakkann á sér án þess að taka eftir því...?!?! HJÁLP!!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:09


sunnudagur, nóvember 14, 2004



Já ég held bara réttast sagt að ég hafi verið að upplifa eina skemmtilegustu helgi sem ég man eftir í langan tíma!!! Fór á Nasa a föstudaginn og þar var ógeðslega gaman. Var reyndar alveg á sneplunum, og man ekki alveg eftir öllu, en ég man samt að það var geggjað stuð ;) Varð pínu hissa þegar ég fattaði að ég var ekkert að djamma með sama fólkinu þegar kvöldið var búið og ég byrjaði kvöldið með.... Það fór alveg framhjá mér að stelpunum hundleiddist, og þær fóru bara... Ég var svo upptekin að skemmta mér að ég tók ekki einu sinni eftir því. Algjör papakassi sko!! Sirka 3 tímum eftir að þær fóru var ég ennþá alltaf að fatta (aftur og aftur..) að þær voru ekki þarna með mér. Ég hringdi og hringdi og sendi þeim milljón sms, en frétti svo í dag að ekkert af símtölunum né sms-unum höfðu komist til skila... Úff, ég vona bara að ég hafi gleymt að senda sms-in, en ekki verið að senda þau eitthvað vitlaust!! Svo var laugardagurinn líka tekinn með trompi og kvöldinu eytt í góðum félagsskap, eintóm gleði, alveg magnað!!! En núna er ég líka hætt að drekka. Neeeeiiiihhhhh djók!!!!! Glætan!! Hver ætlar að djamma með mér næstu helgi?


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
19:48


föstudagur, nóvember 12, 2004



Mmmmmmmmmmm.... I feel satisfied!! Það er svo margt gott að gerast í dag... Vaknaði á mjög góðan máta, mætti samt á réttum tíma í vinnuna, keyrði ekkert á þrátt fyrir hálku dauðans, keypti mér dökk zoo-dýr ( það eitt og sér væri algjörlega til að bjarga deginum), er í mat, fer í helgarfrí eftir nokkra klukkutíma, og svo er klúbbakvöld á Nasa í kvöld þar sem rjóminn af bestu plötusnúðum landsins munu þeyta skífum!!! Er hægt að biðja um eitthvað meira...?! Hmmm kannski eins og einn bbq borgara hjá kentucky í hádegismatinn, en hver segir að mar geti ekki bara plöggað það svona í allri bjartsýninni:) Skelli mér kannski bara í ríkið í leiðinni...

See ya


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:21


miðvikudagur, nóvember 10, 2004



Niðurstaða er komin í málið: Ég fer til Köben!!! Eru ekki allir sáttir við það...? Jöggi vinur minn héðan úr Intersport býr einhversstaðar þarna í nándinni, og hann ætlar að redda okkur nokkrum vel útlítandi dönskum smörrebrödsdrenge... (Var það ekki annars ´skan?) Fékk sonna líka ótrúlega skemmtilegt símatal frá félaganum á föstudaginn, búinn að fá sér pínu jólasnjó í aðra tánna (jólasnjór sem sagt jólabjór... gæti alveg misskilist). Hann var með fullt af dönskum strákum að djamma og djúsa og lét mig eitthvað reyna að tala við þá... Þeir bulluðu eitthvað og ég hló og hló og þá sögðu þeir alltaf: Hun griner bara... Og þá hló ég ennþá meira!!!! Frekar fyndið! Jöggi var líka svo elskulegur að sína þeim mitt heittelskaða blogg og þeir dunduðu sér fram eftir nóttu við að skoða myndir. Fékk að vita það stuttu seinna að þeim fannst ég náttla fokking bjútifúl!!! Ég meina.... Hvað annað, hehe;)

En allavega... Setning dagsins verður því: Köben here I come... Eða kannski frekar Köben her kommer jeg:) (Þið þurfið ekkert að leiðrétta dönskuna mína ef hún er eitthvað vitlaus... mér er eiginlega skítsama þó hún sé það, er samt á leiðinni...) Það eru náttla ekki nema tæpir 3 mánuðir þar til við förum en Who cares?! Eintóm gleði :)

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:25


þriðjudagur, nóvember 09, 2004



Halló halló Hafnarfjörður, Akureyri eða kannski bara Keflavík...?? Núna er sko aðalspurningin: Á maður að steypa sér í enn meiri skuldir og skella sér með melluklúbbnum til Köben, eða vera skynsöm og vera bara heima...? Ég er sko ekki enn búin að ákveða mig þannig að ekki selja miðann minn alveg strax...!! Þar sem það eru að verða 6 fokking ár síðan ég fór síðast út fyrir landsins steina (þá tel ég reyndar ekki flugið til Eyja með) er ég mikið að spá í að leyfa mér þetta bara... Ég meina, hefur maður einhvern tímann í alvörunni efni á að gera eitthvað svona, er ekki bara málið að skella sér og svo eru peningamálin bara seinnitíma vandamál...?! Ég vil meina það... ;)

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:00


mánudagur, nóvember 08, 2004



Kíkti á djammið á laugardaginn með Agnesi, Kristínu og Unni. Það var gegt stuð hjá okkur!! Byrjuðum á því að kíkja á Vegó. Það var ekkert gaman þar, algjörlega stappað út úr dyrum þannig að við drifum okkur bara út eftir einn hring. Fórum því næst á Pravda og þar var ekkert smá gaman (eins og alltaf), góð tónlist og ekkert smá margir sem ég þekkti að djamma (m.a. pshyco hárgreiðslumaðurinn minn... HJÁLP!!). Eftir mikinn dans, nokkra trúnó og mikla drykkju var okkur svo sópað þaðan út seint og síðar meir... ;)

Annars er voða lítið að frétta... Ekkert að gera í vinnunni og voða lítið að gerast í lífinu fyrir utan vinnu... Held því að ég láti þetta bara gott heita í bili...

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:37


laugardagur, nóvember 06, 2004



Nú er liðinn dáldið langur tími síðan maður bloggaði síðast... Hugurinn hefur bara verið á allt öðrum stað og ég einfaldlega ekki haft það í mér að blogga. Núna dettur mér meresegja ekkert í hug, en vildi bara aðeins láta heyra í mér. Pínu erfitt að koma sér í gang eftir þetta langan tíma... Lífið hefur bara haft sinn vanagang undanfarið: Vinna, sofa, hugsa og hugleiða. Sorgin hefur heldur ekki látið sig vanta né heldur undrunin, skil ekkert þessa dagana...

Kveðja úr undirheimum


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:12


miðvikudagur, nóvember 03, 2004





Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:45


þriðjudagur, nóvember 02, 2004



Pause.........................................


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
01:22




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....