miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Nú eru leikskólakennarar kannski að fara í verkfall líka... Hvað er málið, er þetta einhver ný tískubylgja eða...? Ég ætla að koma með nýja tillögu. Spurning um að fara með hana til ríkissáttasemjara. Ég legg til að FORELDRAR fari í verkfall!!!! Við getum sett fram svo margar kröfur!!! Mér finnst barnabæturnar bara engan veginn nógu háar, leikskólagjöldin allt of há, fæðingarorlofið ekki nógu langt, og svo margt margt fleira. Auðvitað má maður ekki vera óraunhæfur, en ég myndi segja að tvöföldun barnabótanna væri ekki vitlaust, niðurlangning leikskólagjaldanna geðveik hugmynd og fæðingarorlofið... jahhh ætti ég ekki að segja allavega svona ár heima með barninu, BÁÐIR foreldrar auðvitað. En í alvörunni, ef foreldrar myndu leggja niður vinnu og hætta að fara með börnin sín í leikskóla og skóla væru þær tvær stéttir hvort sem er óþarfar þannig að öll verkföll væru af planinu. Hvernig væri þetta?
Kveðja úr undirheimum
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:48