miðvikudagur, júní 29, 2005



Ég hef ákveðið að forðast foreldrahús eins og ég get næstu vikur - mánuði - bara eins lengi og það tekur mína heittelskuðu fjölskyldumeðlimi að klára öll 50 kílóin af Nóa sælgætinu sem bárust í hús í gær.... Þetta er stórhættulegur andskoti, sérstaklega fyrir nammisjúklinga eins og mig... Temporary insanity baby!! Þrisvar til fjórum sinnum á ári koma Nóa sendingar í Bröndukvíslina og ég er ekki frá því að 50 kílóin sitja þar eftir... Bara ekki lengur í kössunum hehehe... Nei ég segi nú bara sonna...!! En allavega... Þegar ég var yngri þá varð ég jafn spennt að sjá Nóa bílinn renna í hlað og ég hefði eflaust orðið ef sjálfur jólasveinninn hefði ákveðið að droppa við..!! En nú er öldin önnur... Þannig að... Mamma og pabbi... Þið vitð þá af hverju ég hætti að koma í heimsókn...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:50


mánudagur, júní 27, 2005



Helgarupdate-ið er nú ekki svo merkilegt að þessu sinni... Var náttla búin að plana rólega helgi, en það virðist ekkert takast allt of oft hjá mér... Kannski reyni ég bara ekki nógu vel.. Hmmmm, það er spurning..?! Allavega leigðum við okkur bara videó á laugardagskvöldinu og ætluðum að hafa það rólegt... Bjórinn sat náttla inní ísskáp þannig að það mætti kannski segja að það hafi verið soldið lost case frá byrjun hehehe... Allavega endaði þetta allt saman með nokkrum gestum, tómum bjórlager og að lokum mjööög seinbúnni ferð í bæinn... Náðum þó að tékka á Vegamótum þar sem við hittum krakkana, áður en við brunuðum niðrá Pravda... Þar voru stigin þokkafull dansspor eins og alltaf í bland við skotin... Þá tók við smá göngutúr... Löglegt innbrot innum svalaglugga... í tveimur þáttum (bwahahahahaha...) og að lokum lífshættuleg bílferð heim á METtíma... Díses... Keyrði mar alltaf eins og geðsjúklingur þegar mar var nýkominn með bílpróf, eða var það kannski bara Imprezan og spoilerkíttið sem ýtti undir OFSAaksturinn..??

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
08:57


laugardagur, júní 25, 2005



Já... Við erum sko aldeilis hressar hérna í Skógarásnum..! Sigrún komin í gipsi, búin að vera heldur betur slöpp í nokkra daga... Sá slappleiki tók sér svo tímabundna bólfestu í mér í nótt... Rosa gaman!! Erum því búnar að vera að mygla hér í kross í góðu chilli... Með hjálp nokkurra íbúfen bjargvætta fann Sigrún orku til að skreppa í Kringluna með Unni á tryllitækinu hennar, en ég ákvað að reyna að mygla hérna heima aðeins lengur með nokkra 24 í farteskinu... Markmiðið er að ná á áður óþekktar slóðir "nenni ekki" stuðsins áður en ég ríf mig undan sænginni og tek mig saman í andlitinu... Þá ætla ég að funda með púkanum mínum og reyna að komast að skynsamlegri niðurstöðu varðandi bjórinn í ísskápnum: Djamm eða ekki djamm... Það er stóra spurningin..!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:46


föstudagur, júní 24, 2005



Hvað haldiði... Jú drottningin var bara heima í höllinni í gærkvöldi þó það væri fimmtudagur... Rosalegt!! Var reyndar ekkert voða sátt, en þið vitið... Þýðir ekki að væla yfir því... Mér fannst samt einhvern veginn bara alveg ómögulegt að mæta útúrfersk á föstudagsmorgni, þannig að ég ákvað bara að vaka fáránlega lengi í staðinn... Var því mætt tíu mínútum of seint í morgun, nýstokkin upp úr rúminu... Úff... Ég meina... Einhvern veginn verður mar að bjarga sér þegar þynkkuna vantar... Ógeðslega þreytt verður bara að duga að sinni, sonna að föstudagsmorgni... Ef þið skiljið hvað ég meina hehehehehehe;)

YFIR OG ÚT og góðar stundir hehehhee

PS: Geri þetta þó ekki aftur... Frekar glatað... Verð mætt á vegó næsta fimmtudag stundvíslega kl hálf ellefu!! LOFA:)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:38


miðvikudagur, júní 22, 2005



Ég varð bara að fá að koma því á framfæri hvað mér finnst gaman að vera að vinna í svona góðu veðri... Sérstaklega þar sem ég þarf að sitja inni fyrir framan tölvu og njóta sólarinnar úr fjarlægð... Þessari lífsreynslu er ég ofboðslega fegin að fá að bæta í viskukistilinn því, let´s face it: Hver nennir svo sem að hanga úti í góða veðrinu? Ekki ég allavega... Þurfti að labba út í búð áðan... Það var ömurlegt... Sérstaklega leiðinlegt að setja upp sólgleraugun og þurfa ekki einu sinni að vera í jakka... Glatað... Svo tókst mér náttla að gleyma kortinu uppí vinnu, þannig að ég þurfti að labba þangað aftur og fara svo öðru sinni í gönguferð út í búð... Fáránlegt... Fannst líka ömurlegt þegar sætu strákarnir keyrðu viljandi framhjá mér þrisvar sinnum á leiðinni, ég meina, hallóóó ég er ekkert bara kjööööt... Díses..!!

respect


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:33


þriðjudagur, júní 21, 2005



Okey... Ímyndið ykkur það leiðinlegasta í heimi... Fargnaldrið það (eins og Lína Langsokkur myndi segja.. (díses dagný)) sirka skrilljón sinnum og þá kannski fáið þið óljósa mynd af því FOKK LEIÐINLEGA verkefni sem ég er að vinna í þessa dagana!!! Og spáið í einu: Ég setti mér sjálf fyrir þetta verkefni... Já gott fólk, ég ákvað að skjalasafnið okkar (frá 1985 by the way) væri vitlaust skipulagt, og er að endurraða öllu heila fokking safninu...!! Vá þegar ég segi frá þessu þá er það eina sem mér dettur í hug: Djöfull ertu fokking geðveik mar... En vá... Mar er náttla þið vitið... Dagný skrifstofustjóri!! Hehehehehehe;)

OVER & OUT


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:24


mánudagur, júní 20, 2005



Það er svo fyndið hvað allir verða elskandi með áfengi... Tilfinningarnar rjúka uppúr öllu valdi og fólk bara getur ekki hamið sig um að tjá ást og væntumykju sína gagnvart náunganum.. Nokkrar setningar sem fá oft á tíðum að fljúga manna á milli, þegar Bakkus er með í spilinu eru t.d. "oh mér þykir svooo vænt um þig"... "vá þú ert svooo falleg"... "þú ert beeesta vinkona mín"... og svo margar fleiri í þessum dúr... Oftar en ekki heyrir maður þessar gullnu setningar frá fólki sem maður hittir ekkert of oft, en ber greinilega einhverjar tilfinnigar í brjósti til manns... Ekki ætla ég að halda því fram að þær séu eins sterkar og viðkomandi fullyrti á einhverju öldurhúsinu, en alltaf gaman að heyra góða hluti..!! Fólk nefnilega hrósar hvort öðru bara allt of lítið og lætur væntumþykju alltof sjaldan í ljós... Hér með mæli ég því með því að áfengi verði bara ávallt haft við hönd, það gæti jafnvel bara leyst öll heimsins vandamál..!! GIVE ME SOME LUUUUVV

Later, Lover Loverson


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:25


sunnudagur, júní 19, 2005



Helgin í grófum dráttum:

Fimmtudagur: Nick Warren á Nasa, ekkert smá góður!! Ég stóðst nú bara ekki mátið og byrjaði á því að sparka af mér gullskónum (eftir að við rákum einhver strákgrey úr "horninu okkar" á Nasa) og steig nett geggjaðan dans á kantinum það sem eftir lifði kvölds, með örfáum pásum!! Í lok kvölds gekk ég svo úr í glampandi þjóðhátíðarsólina, illa fegin að vera með sólgleraugu meðferðis..!!
Föstudagur: Uppá þaki í sólbaði, að grilla kjúlla og sötra bjór... Ljúfa líf!! Beddarinn bara tekinn snemma um kvöldið!!
Laugardagur: Heima, kaffihús, rigning á Austurvelli, heima, heimsókn, heima, önnur heimsókn, seeeint að sofa!!
Sunnudagur: Sooofa, ekki hægt, Svampur Sveinson (ein sú útúrsýrðasta mynd seinni ára, jeeeeesús), vinna... Ekki komin lengra;)

Yfir og út


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:55


fimmtudagur, júní 16, 2005



Jæja... þá er bara að fara að gera sig ready fyrir kvöldið... Held að þetta gæti bara orðið nokkuð gaman!! Ég verð bara ein af strákunum í kvöld þar sem allar vinkonur mínar eru annað hvort að flatmaga í sólinni á spáni, veikar eða hlekkjaðar við kærastana... En ég, djammdrottningin sjálf, get nú ekki látið það spyrjast út að ég hafi sleppt nasadjammi þannig að ég verð bara með pung í kvöld... Hehehee það er bara gaman... Ég hugsa hvort sem er eins og strákur þannig að þetta ætti að reddast;)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:19


þriðjudagur, júní 14, 2005



FUCK..!!!! Var í klippingu áðan og toppurinn er alltof fokking stuttur.... **GREEENJJJ** Helvítis djöfulsins andskotans fokkings drasl..!!! Aaaarrggghhh!!

Úff úff úffalllabúmmm... allavega búin að losa smá um pirringinn... Ef þið viljið sjá toppinn minn í réttri sídd (ég meina hver vill það ekki hehehe) þá eru komnar myndir síðan á djamminu síðastafimmtudag, og líka síðan á laugardaginn... Reyndar óvenjufáar að þessu sinni, en svíkja þó engan frekar en fyrr hehehe...

Jæja... ætla að fara að grenja mig i svefn og syrgja toppinn minn í friði...
FUCK..!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
23:40


Jæja þá... Í öllum biturleika gærdagsins gleymdi ég bara alveg að segja frá því hvað það var geðveikt gaman um helgina..!! Agnes skvísa átti náttla ammæli á laugardaginn, og byrjaði kvöldið því heima hjá henni... Þar náðum við allar að verða bara (ehemmm..) nokkuð góðar á því, þrátt fyrir snemmbúna ferð í bæinn... Ástæðan fyrir snemmlegheitunum (ég veit ekkert hvort þetta er orð... en þið vitið... mér finnst það kúl hehe) var náttla partyzone kvöldið á Vegó... Mar lætur sig nú ekki vanta á svoleiðis snilld... Þar var mest allt gamla góða krúið mætt og skemmtum við okkur konunglega!! Á meðan ég var upptekin við að stíga villtan dans og taka þátt í ótrúlega gáfulegum samræðum, styttu vinkonur mínar sér hins vegar stundir við að stalka ljósmyndara Vegamóta... Afraksturinn má sjá HÉR (hehehe ekkert að þakka stelpur mínar..!!) Einhvern veginn í andskotanum tókst mér líka að týna veskinu mínu þrisvar sinnum... Símanum mínum tvisvar sinnum... Og jakkanum mínum einu sinni... En snillingurinn ég náði náttla að finna alla hlutina aftur (í hvert eitt og einasta skipti enda orðin alvön að týna ÖLLU) og komst heim með allt mitt hafurtask..!! Það er ekki að ástæðulausu að ég var ári á undan í skóla..!! Heheheheheheehehehehehehe

Later

PS: Já og ekki má gleyma að allar eittþúsund og fimmtíu skrilljón myndirnar sem við tókum svo sjálfar eru væntanlegar fljótlega:)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:38


mánudagur, júní 13, 2005



Mér finnst allir vera komnir í frí.... NEMA ÉG!! Flestir í sumarfrí... Aðrir í letifrí... Ég hins vegar drullaði mér á fætur í morgun og hentist í vinnuna, eins og alla aðra virka morgna, fyrr og síðar!! Ég fæ ekkert frí... Aldrei.. Og er mjög bitur yfir því..!! Ég væri t.d. á leiðinni til Costa Del Sol eftir 48 klst ef ég fengi e-ð sumarfrí... Ég gæti kannski sofið einhvern tímann frameftir ef ég fengi e-ð sumarfrí... Ég yrði kannski pínu brún af því að njóta sólarinnar sem virðist alltaf bara skína milli 9-5, ef ég fengi e-ð sumarfrí... Ég hef ákveðið að það sé sumarfrísleysinu að kenna að ég er bitur manneskja í dag... MJÖG BITUR!! Ég hlýt að jafna mig á endanum... Ég efa það samt ekki að sólin verður hætt að skína kl 5!! og ég hef ekki tíma til að fara í ljós... Djö..

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:14


föstudagur, júní 10, 2005



Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að gefa mér tíma til að henda inn nokkrum línum hérna... Kjellingin ekki alveg uppá sitt besta í dag... Gleymdi mér alveg í gleðinni í gær... Virðist vera nokkuð öruggt að eftir því sem það er skemmtilegra kvöldinu áður þá er heilsan daginn eftir sorglegri... Ég er sorgleg... Missti af Beckham...

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:21


fimmtudagur, júní 09, 2005



Öllu er nú hægt að kvarta yfir.... Fólk er svo skemmtilega bilað stundum...!! Þegar ég hætti í Intersport hélt ég að ég myndi nú losna við fáranlegar beiðnir og enn fáránlegri kvartanir (sem ég ætla ekki að fara út í að þessu sinni..). Sú er nú aldeilis ekki raunin... Nú vinn ég í fyrirtæki sem framleiðir sólstofur, svalalokanir o.s.frv. Fyrsta flokks smíð, kostar sitt, og kúnnahópurinn eftir því.. Efnað fólk í eldri kantinum... Ég hef tekið eftir því að efnað fólk virðist hafa glatað hæfileikanum til að framkvæma einföldustu hluti þar sem það er orðið svo vant að láta e-n framkvæma þá fyrir sig gegn gjaldi (eður ei...) Allavega, svo ég komi mér nú að pointinu með þessu öllu saman, þá hringir hérna áðan eldri maður mjög mikið niðri fyrir... Menn gætu meresegja ályktað að hann hafi bara verið þónokkuð æstur... Biður um eigandann..!! Hann er ekki við þannig að ég spyr hvað ami að... "Já ég keypti hjá ykkur sólstofu (sem eru GLERHÝSI b t w..) fyrir nokkru síðan og ég er í STÓRvandræðum með hana..." Ég alveg hlessa spyr hvað vandamálið sé... "Nú.. við konan getum bara alls ekki horft á sjónvarpið þar inni því það er svo BJART ÚTI..!!" Oh my god hvað ég þurfti að passa mig að grenja ekki úr hlátri þegar ég benti honum bara vinsamlegast á að hafa sambandi við Álnabæ og fjárfesta í gardínum....

Ssshhjjæzzze


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:08


miðvikudagur, júní 08, 2005



Ég er orðin ekkert smá þreytt á að taka minn daglega rúnt milli bloggsíðna hjá vinum og vandamönnum, nánum sem og mér algjörlega óþekktum, og lesa alltaf sömu blessuðu rullurnar aftur og aftur... Flakkarinn... Bachelor... (sem er reyndar búið að bæta úr á báðum stöðum, en þið vitið...) Þannig að ég ákvað bara að skella inn einum pistli um viðfangsefnið... Ég hef nebblega ekkert að tala um sem merkilegt mætti kalla þannig að ég ákvað bara að nýta tækifærið og röfla um þetta hehehe... Dæmi svo hver um sig um merkilegheitin á því..!! Allavega hef ég tekið eftir því að fólk virðist ekkert hafa að segja á sumrin... Sem mér þykir skrýtið þar sem flestu og skemmtilegustu hlutirnir gerast vafalaust með hækkandi sól... Þá getur mar hins vegar varpað fram þeirri spurningu: Er ekki einmitt þess vegna mjög eðlilegt að pistlunum fækki því fólk hefur einfaldlega nóg annað að gera en að sitja fyrir framan tölvuna og tjá sig, misskemmtilega... Eins skemmtilegar vangaveltur og þetta eru (ehhheeemmm hehe) ætla ég að láta gott heita í bili... Vinna - vinna - vinna...

Góðar stundir


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:19


mánudagur, júní 06, 2005



Jæja þá... Planið fór eitthvað aðeins úr skorðum þessa helgina... Tókk náttla fimmtudaginn með trompi, og hafði því hugsað mér að taka helginni með ró... Það tókst nú ekki betur en svo að mar endaði í einhverju partýi á gamla Skugga með helsta þotuliði bæjarins... Frítt að drekka - Ég sátt..!! Eiður Smári og crewið hans, ásamt 40 grúppíum á mann, allar viljugar til að fá að sofa hjá honum - eða, þið vitið, bara einhverjum sem hann þekkir.. Gamlir skólafélagar... Megaskutlur... Þverskurður af skemmtanalífinu... Thorvaldsen... Prikið... Vegamót... Þannig er það nú bara!! Ætli við komum í Séð og Heyrt? Hehehehehe...;)
En það sem ég græddi á laugardagsdjamminu var í sem fæstum orðum: Skemmtun - Egóbúzzt - Biturleika frá sumum - Bláan og bólginn putta - Endurupplifun á 10. bekk - Tvær heimferðir - Og aftur skemmtun;) Alltaf gaman að djamma..!!

Yfir og út


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:31


föstudagur, júní 03, 2005



Lífið er yndislegt..!!! Ooo hvað það var gaman að keyra í vinnuna í morgun, nokkuð kennd ennþá og ótrúlega úthvíld eftir þessa tvo tíma af svefni sem ég fékk..!! Það er svo gaman að lenda í þessu... Mar gerir þetta bara alls ekki nógu oft.. Þið vitið.. Fara á fyllerí á virkum dögum!! Við Hlöðver allavega skemmtum okkur alveg konunglega í gær og rúlluðum ekki heim fyrr en löngu löngu eftir leyfilegan háttatíma..! Ég er farin að gera þetta bara sonna núna... Dett í´ða á fimmtudögum og geri svo ekkert um helgar... Ótrúlega sniðugt!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:22


fimmtudagur, júní 02, 2005



Ég er alltaf að komast að því betur og betur að ég er orðin eins og versti strákur..!! Stelpur kvarta (þó þær séu náttla ekkert að kvarta í rauninni) yfir því að strákar glápi svo... "Ojjj sáuiði hvað hann var augljóslega að glápa á rassinn á mér" Ég... Já ég er farin að glápa eins og lífið liggi við við undarlegustu tækifæri og það er sko gósentíð að hefjast núna..!! Sveittir og sætir verkamenn út um alla borg að malbika, byggja og grafa..!! Úffalabúmm... Nóg að gera hjá kjellingunni skal ég segja ykkur hehehe;) Tékka hiklaust á rössum og skammast mín ekkert fyrir það, fyrr en ég fatta seint og síðarmeir að eigandi rassins er löngu búinn að fatta að ég er að glápa... Vá.. Þetta er rosalegt!! Beygi mig og feygi til að komst í sem besta sjónlínu við viðkomandi augnayndi... Standardinn er þó nokkuð hár og heyrast oft á tíðum bara vanþóknunarfuss og svei frá kjellingunni.. Shit er ég í alvörunni að segja frá þessu..!!

Later player
(hehe)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:16




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....