miðvikudagur, júní 08, 2005
Ég er orðin ekkert smá þreytt á að taka minn daglega rúnt milli bloggsíðna hjá vinum og vandamönnum, nánum sem og mér algjörlega óþekktum, og lesa alltaf sömu blessuðu rullurnar aftur og aftur... Flakkarinn... Bachelor... (sem er reyndar búið að bæta úr á báðum stöðum, en þið vitið...) Þannig að ég ákvað bara að skella inn einum pistli um viðfangsefnið... Ég hef nebblega ekkert að tala um sem merkilegt mætti kalla þannig að ég ákvað bara að nýta tækifærið og röfla um þetta hehehe... Dæmi svo hver um sig um merkilegheitin á því..!! Allavega hef ég tekið eftir því að fólk virðist ekkert hafa að segja á sumrin... Sem mér þykir skrýtið þar sem flestu og skemmtilegustu hlutirnir gerast vafalaust með hækkandi sól... Þá getur mar hins vegar varpað fram þeirri spurningu: Er ekki einmitt þess vegna mjög eðlilegt að pistlunum fækki því fólk hefur einfaldlega nóg annað að gera en að sitja fyrir framan tölvuna og tjá sig, misskemmtilega... Eins skemmtilegar vangaveltur og þetta eru (ehhheeemmm hehe) ætla ég að láta gott heita í bili... Vinna - vinna - vinna...
Góðar stundir
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:19