miðvikudagur, mars 01, 2006




Harðsperrur!

Mar er nú búinn að vera frekar latur við þetta blogg undanfarið... Biðst ég velvirðingar á því! En ekki hef ég þó verið löt á öllum sviðum.. Get ég sagt stolt frá því að mar er farinn að láta sjá sig á líkamsræktarstöðvum bæjarins að nýju, eftir allangt vetrarfrí;) Mikið ofboðslega er það góð tilfinning að labba út af æfingu (eða réttara sagt úr þjálfun, mér var nefnilega skýrt frá því í gær að mar geti ekki æft líkamsrækt nema keppa í henni... Dæmi hver fyrir sig..) Allavega, er svo gott að labba út í bíl ótrúlega endurnærður og ferskur á því!! Ógeðfelldustu tilfinningar verða meresegja að hinum mestu ánægjustraumum við átökin... Ógleðin sem gerir stundum vart við sig eftir átakamiklar æfingar verður ánægjuleg og svo ég tali nú ekki um harðsperrurnar!! Harðsperrur eru bara eitt af því besta sem ég veit um.. Þó maður eigi kannski erfitt með að reisa sig upp vegna harðsperra í maganum, og það að labba niður stiga verður erfiðara en gengur og gerist vegna harðsperra í lærum.. Allt þetta er ánægjulegt.. Með gleði í hjarta veit maður þó að þetta er hluti af árangri erfiðisins... Það gerir það þess virði!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:41




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....