miðvikudagur, maí 17, 2006
Sumir dagar eru einfaldlega bara verri en aðrir... Komst að því í gær!! Allt sem mögulega hefði getað farið úrskeiðis gerði það, og vel það!! Snillingurinn ég náði þó að redda þessu öllu saman með nokkuð mörgum símtölum útum allan heim sem og hérlendis... Helvítis djöfulsins andskotans vesen... Allavega´... Nóg um það... Jæja...Á meðan ég er að standa í þessu rugli öllu saman fyllist blessaða búllan af fólki og allt að gerast.. Það ákváðu meresegja allir að skella sér í G&G akkúrat þegar þessi blessaða hríð skall á... Það rigndi eins og himinn og jörð væri að farast og svo kom haglél... Já HAGLÉL um miðjan maí... En það er náttla alveg eðlilegt á þessum blessaða klaka sem við köllum heimili... Ég hugsaði með mér að ég væri nú allavega heppin að vera inní í þessum ósköpum öllum... Dagurinn kláraðist og ég hef sjaldan verið jafn fegin að komast út í bíl til að halda heim á leið... En þá birtist síðasta hörmungin mér.. Auðvitað... Alveg í anda þema dagsins... Glugginn á bílnum mínum var galopinn og bíllinn fullur af hagléli og pollar á gólfinu.. Sætið rennandi og er það enn.... COMMON hvað hef ég gert..???
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:33