þriðjudagur, apríl 25, 2006




Home sweet home...

Ég skrifaði hér um árið "Fyrrverandi... Verðandi... Árbæingur... Að eilífu.." Aldrei hefði mér þó dottið í hug að orðatiltakið, eins og ég meinti það í upphafi, færi ég með útí fyllstu öfgar og bókstaflega flytti aftur á bernskuslóðirnar... Og þá meina ég ekki berskuslóðirnar eins og þær séu vítðækt orð yfir Árbæinn, nei svo gott er það nú ekki! Ég tók sem sagt mig og allt mitt hafurtask og flutti beinustu leið á Hótel Mömmu... Reyndar get ég ekki sagt að ég hugsi um þetta sem hótel eins og ég gerði hér áður fyrr... Guð minn góður NEI... (Mamma ef þú lest þetta: Takk fyrir að umbera mig og restina af fjölskylduna öll þessi ár!!)
Fordekraðir letingjar og flekklausar frekjur! Ég held að ég geti sagt að þetta hafi verið réttnefni yfir okkur restina af fjölskyldunni, án þess að blikna! Fyrir þessum nokkru árum, áður en ég hafði nokkurn tímann prófað að reka mitt eigið heimili, datt mér t.d. ekki í hug að þvo þvottinn minn... Gólfið var mín þvottakarfa! Fyrir einskæra galdra tæmdist hún reglulega og flíkurnar birtust fljótlega samanbrotnar á rúmgaflinn.. Einnig voru dýrindis máltíðir töfraðar fram á matmálstímum og uppvaskið virtist sjá um sig sjálft... Aldrei gerði maður nokkur skapaðan hlut á heimilinu... Ég var bara svo upptekin af því að vera ég! Ef beiðni kom um aðstoð, var því annað hvort ekki sinnt eða það gert með tilheyrandi fýlu og leiðindum, og ekki má gleyma peningnum í hendinni.. Það var jú tollurinn fyrir góðverkið!!
Það tók hana móður mína nokkurn tíma að venjast því að nú sé ég um mig sjálf... Ég þurfti að minna hana á það þegar þvotturinn minn var farinn að koma samanbrotinn inn í herbergið mitt að ÉG vildi gera þetta sjálf... Þá varð hún hissa!

Bændagisting.... Ætli það sé ekki frekar nærri lagi í dag??

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
08:57




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....