þriðjudagur, nóvember 29, 2005




Ég er alltaf svo eftirá.... Það er alltaf verið að segja mér frá einhverjum barnalands-umræðum... Hef ekkert veitt því neitt sérstaka athygli enda barnaland eitt það leiðinlegasta fyrirbæri sem ég veit um (sorry, en ég hef bara aldrei haft neinn sérstakan áhuga á að skoða annarra manna barnamyndir..) En jæja... Allstaðar er mar að rekast á setningu svipaða þessari: "það var linkur inná þetta úr umræðunni á barnalandi.." bla bla bla... Þessar sveittu húsmæður eru greinilega með allt á hreinu! Bachelor, INXS, ástarfleygið og gæludýrahald, allt saman rætt af mikilli ástríðu! Komst að því þegar ég af einskærri forvitni ákvað að athuga nú hvað væri svona merkilegt við þetta allt saman... Gat ekki stillt mig um að hlægja þegar ég "las" einhverjar heitar umræður um auglýsingu á köttum... Jeeeeesús!! Sem sagt einhver gella sem heldur (skv öðrum húsmæðrum sem finnst þær greinilega vera vanræktar á umræðuborðunum) að hún "sé eitthvað VIP nikk inná barnalandi" (orðrétt) og allt varð brjálað... Caps lock og greinamerkjasetning fór alveg úr böndunum... Hahahahahaha... Sorglegt!! "Ef húsið er hreint þá er tölvan biluð" SAD!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:54


miðvikudagur, nóvember 23, 2005



Ég er svo glöð... Ég er svo glöð í dag! Loksins var ég bænheyrð... Ég var svo þrautseig og gaf aldrei upp vonina, eins og þægri stúlku sæmir, þrátt fyrir langa bið! Þolinmæðin þrautir vinnur allar segir máltakið... Loksins kom veðrið sem ég var búin að vera að grátbiðja um á hverju kvöldi síðan í sumar þegar fjandans sólin og hitinn réðu ríkjum... Verkfæri djöfulsins skal ég ykkur segja!! Hvað er betra en frost - haglél og 50m á sekúndu á sonna frábærum vetrardögum?? Ég bara spyr!! Nú er ég er svo hamingjusöm - mér hlýnar bara um hjartarætur við að sjá hurðarnar hérna rykkjast upp og skellast með látum undan krafti hins Yndislega Kára... Hann er svo svalur... BÓKstaflega!!
Aaaaarrrggghh....... Er ekki verið að fkn kidda mig?? Mig langar til að stinga hausnum oní sandinn og vera þar!! En nei... Það er ekki hægt... Hann er fkn FROSINN!!
Léleg vinnubrögð - léleg vinnubrögð... Segi ég!! Halló - Leggja inn rétta veðurpöntun!!! Lesa yfir TVISVAR!! Hvenær á eiginlega að senda þessa þroskaheft vanhæfu veðurfræðinga í verkfall... HA?

Takk fyrir og BLESS!
Farin að berja hausnum Í sandinn!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:12


þriðjudagur, nóvember 22, 2005




"It´s a perfect morning... Lalalala..." Var þetta ekki einhvern veginn sonna?? Allavega er þetta ekki setning sem ég ímyndaði mér einhvern tímann að myndi tilheyra mínum orðaforða þar sem ég er EKKI BEINT það sem hægt væri að kalla morgunhani....:S Ég vaknaði sem sagt fyrir allar aldir í morgun... Þurfti að vera komin með bílinn niðrí Heklu kl 8!! Það er náttla allt of snemmt fyrir mig... Stillti klukkuna á 7, snoozaði til 7:35 og var farin út 7:45... (Ég er náttla búin að rækta með mér þann hæfileika að geta tekið mig til og farið út á mettíma - "ekkimorgunhanasyndromeið" kalla ég það) Bíllinn átti að verða til á hálftíma... En eins og alltaf þegar kemur að einhverjum svona málum standast engar tímasteningar!! Ég setti mig því í hlutverk "aðstoðartæknimanns" og rúntaði með Hilmari í vinnunni í klukkutíma... Skelltum okkur svo á Oliver og snæddum þar sannkallaðan "Breakfest of Champions"! Egg, beikon, steiktar kartöflur, grillaður tómatur, ristað brauð, croissant, sulta ostur, skinka og marmelaði!! Torgaði reyndar ekki nema helmingnum... En samt, NAMMI NAMM!! Þegar bíllinn var búinn að vera í aðhlynningu í TVO OG HÁLFAN TÍMA ákvað ég að þetta gengi ekki lengur og dreif mig í vinnuna.. Heklumennirnir mega þó eiga það að þeir urðu til þess að sýn mín á morgna breyttist allsvakalega... Ég efast þó ekki um að hún verði orðin söm um sig í fyrramálið þegar ég þarf að vakna.........

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:48


mánudagur, nóvember 21, 2005




Ég er ekki búin að gera handtak í allan fkn dag..... Shiiiii... My space er ávanabindandi helvíti!! Hef ekki tíma í meira bull hér.... Aftur að surfa space-ið!!

Later!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:53


fimmtudagur, nóvember 17, 2005




Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það

sem ég fæ ekki keypt,

kjark til að sleppa því

sem ég get sleppt

og vit til að greina

þar á milli.


Guð hjálpi mér.... VISA IS BACK!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:25


miðvikudagur, nóvember 16, 2005




Ég er ekki þessi vetrartýpa... Það hentar mér ekki að búa á ÍSlandi... Ég á ekki jeppa.. Ekki bretti.. Ekki skauta.. Og alls ekki gönguskó!! Það sem ég á eru efnislitlar djammflíkur, þunnir jakkar, hælaháir skór (sem eru lífshættulegir í færðinni í dag) bíl á sumardekkjum og enga húfu!! Mér er mjög illa við veturinn... Ég á mér draum... Mig hefur dreymt hann trekk í trekk hvort sem er að nóttu eða degi til... Mig hefur dreymt að ÍSland losni af undirstöðunum og fljóti niður til miðbaugs... Hversu SWEET væri það?? En alltaf verð ég fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég vakna upp af værum svefni og uppgötva að við erum enn stödd nær NORÐURPÓLNUM en miðbaug... Að ég þarf að tipla á háum hælunum mínum yfir ísilagt planið á nánast engum hraða til að slasa mig ekki... Frýs nánast úr kulda á leiðinni í þunna jakkanum mínum... Og eftir tíu mínútna barning við frosna lásana enda ég með því að klöngrast inn um skottið til að komast inn í bílinn.. Á sumardekkjunum... Ég er og verð í afneitun... Og þar til ÍSland losnar af undirstöðunum mun ég halda áfram að röfla undan vetrinum... Hann mun aldrei verða MY THING!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:16


mánudagur, nóvember 14, 2005




Loksins - lokSINS - LOKSINS!! Við drulluðum okkur á DJAMMIÐ um helgina í fyrsta skipti í langan tíma... Þá tel ég náttla ekki með öll "kojufylleríin" sem við erum orðin alveg pro í... Hehehe... Það er bara svo gott að vera heima:) Aaaallavega þá skelltum við okkur á þetta líka fínasta djamm á föstudaginn... Myndavélin brann nánast yfir því það voru teknar svo margar myndir... Hahaha... Sjálfsdýrkunin í hámarki.. En kommon hvernig er annað hægt... Við erum bara svo fokking bjútifúl!! Verst að hafa ekki náð "Damien Duff dansinum" hennar Agnesar á filmu!! Eitthvað var ég svo ósátt við outfittið mitt þannig að ég sást hvorki meira né minna en í ekki bara einu... eða tveimur heldur þremur það kvöldið takk fyrir... Við skulum ekkert fara nánar út í það hehehe... Segjum bara að mar sé úrræðagóður með meiru;)
Á laugardeginum var svo eikkað slappari stemming og mar fór bara snemma heim... Ég get þó sagt með stolti í hjarta að ég fór á djammið báða dagana... (Var sko farin að halda að djammgenið væri bara horfið). Þannig að minns er sáttur!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:42


föstudagur, nóvember 11, 2005




Hey... og þar sem mar er nú kominn í þennan ellismella - fíling langaði mér að deila með ykkur nýjasta áhugamálinu.... Búið ykkur undir þetta... CURLING!! Æji þið vitið.. Þarna ógeðslega kúl skautaíþróttin þar sem algjörir harðnaglar með ógissla ógnvekjandi kústa sópa af hörku fyrir framan ekkert smá harðar og þungar keilur/kúlur/whatever og reyna að renna þeim inn í hringi málaða á/undir/whatever stórhættulegt svellið... Úffff... Okey... Það er bara ekki hægt að gera þetta KÚL, alveg sama hvernig mar orðar þetta!! Samt húmor í þessu...
Kallinn er sem sagt að fara að prófa curling æfingu í kvöld (já það eru actually skipulagðar æfingar)... Bara sonna upp á djókið... Sem betur fer... Fyndið að geta sagt frá þessu í partýum... Hvað gerir mar sosem ekki fyrir fyndna sögu hehehe;) Ég mæti að sjálfsögðu á svellið að styðja minn mann ásamt nokkrum öðrum klappstýrum;) Við verðum án efa skrautlegar þarna á kantinum með bjór í hönd jeeeesúús!! Áfram CURLING Ú - Ú!!! Sópar eru VÍST kúl!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:27


fimmtudagur, nóvember 10, 2005




Mar er nú orðinn meiri letihaugurinn... Svefnburkan... Hvað á mar að kalla þetta?? Við skötuhjúin fórum sem sagt út að borða í gærkvöldi. Allt í lagi með það... Gerði mig ossa fína, fór heim til Hilmars og beið hann þar ossa fínn líka:) Ógissla mikil krútt eikkað... Deildum einum köldum áður en við héldum af stað niðrí bæ... Ennþá meira krúttlegt... Allt í lagi með það... Settumst til borðs á mest krúttlegasta indverska staðnum í bænum sem er í eigu mest krúttlegasta Indverja sem ég hef séð... án djóks!! Pöntuðum matinn og hann kom svo að vörmu spori... Hann var algjört lostæti, og við borðuðum án efa allt of mikið... Drukkum vín hússins með, og allt ossa krúttlegt... Héldum heim á leið ótrúlega sátt við yndislegustu indversku máltíð sem við höfðum smakkað á ævi okkar!! Allt í lagi með það.... Svo komum við heim... Helltum okkur bjór í glas, með notalega kvöldstund í sófanum í huga... Já já, ossa krúttlegt! Það næsta sem ég man er að Hilmar er að pikka í mig og segja að við ættum kannski bara að koma okkur inní rúm... Jeeeeesús.... Við sofnuðum þá bara MED DET SAMME í jökkunum og skónum og alles... Bjórinn óhreyfður... Ógissla krúttlegt eikkað..... Ehemmmmmm....


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:57


miðvikudagur, nóvember 09, 2005




Neyðin kennir naktri konu að spinna.... Það er nokkuð ljóst!! Til að gera langa sögu stutta þá lánaði ég lyklaborðið mitt og var því lyklaborðslaus fram yfir hádegi í dag.... Fannst það samt allt í lagi því ég gat nú alveg notað músina og vafrað á milli slúðurfrétta og annarra merkisfrétta... No biggý... Hverjum væri sosem ekki sama þó ég gæti ekki svarað á msn í nokkra tíma (Agnes elska veit þó hvernig ég bjargaði því.. eru ekki allir góðir í teikningu hehe)!! Agglavega... Eftir nokkurn tíma af handa.. öö nei sorry.. lyklaborðsleysi, opnaði ég svo Inboxið mitt. Þar voru fréttir frá E-bay um að það væri búið að yfirbjóða buxurnar sem hann Hilmar er að panta sér (að minni ósk b.t.w... Mig laaaangar bara svo til að sjá sæta bossann hans í Levi´s engineered hehehe). En aftur að sögunni... O M G!! Nú voru góð ráð dýr... Ekkert lyklaborð og ég VARÐ að bjóða aftur svo hann myndi ekki tapa buxunum...!! Þurfti að signa hann inn og pikka inn passwordið og alles... SHIT, og ekki nema nokkrar mínútur til stefnu...!! Þá gerði ég stórmerkilega uppgötvun... COPY/PASTE beibíííí;) Tók ekki nema FULLT af tíma og þolinmæði.. en það tókst að lokum!! Kóperaði sem sagt og peistaði eins og MoFo þar til ég var búin að heimta buxurnar úr helju og gat horft á tímann renna út með gleði í hjarta.... Congratulations! You are the highest bidder:D:D

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:18


fimmtudagur, nóvember 03, 2005





Jæja... Það hlaut að koma að því! Ég er að fara að sleppa fyrsta DJ kvöldinu á Nasa.... Það hefur aldrei gerst síðan ég byrjaði að djamma.. Mar hefur alltaf mætt á sonna kvöld og ALLTAF skemmt sér vel... En eikkað er stemmarinn lélegur í þetta skiptið og hefur verið afráðið að fara ekki... Í staðinn verður bara tekið betur á því á laugardaginn þegar Lore´jal heldur innflutningspartý í nýju fínu íbúðinni sinni.. Sonna pjúra stelpudjamm... Þau eru líka alltaf lang-skemmtilegust, gelgjulæti og djarfir dansar... Klikkar ekki.. Muniði eftir Ingólfsstrætinu... "Koma svo´, dilla sér - Djööööfull er gaman hérna" Og sjónvarpið sem datt... Hhahahahahahaha... Stelpudjömm - fyrsta flokks:):)

Later

Myndirnar: DJ Dagný í Ingólfsstrætinu með vekjaraklukku í klobbanum og sjónvarpið í bakgrunni - og svo allir að tapa sér nokkru síðar... hahahahaha... sjáiði hoppandi vitleysinginnn í bakgrunninum??


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:11


þriðjudagur, nóvember 01, 2005




Það dró til tíðinda í heimi Dagnýjar um helgina.. Stúlkukindin skellti sér barasta á djammið á laugardaginn! Já mar var svo duglegur að blanda sér í siðmenninguna, LOKSINS, eftir heilan mánuð í fjarveru... Gat ekki annað en fundið gleðistraumana hríslast um líkama minn við komu á mitt fyrrverandi annað heimili, Vegamót.. Og hvað þá ánægjuna við að skemmta mér með mínum heittelskuðu vinkonum á ný:) Það sem toppaði hins vegar allt voru slagsmálin á "Íslandi í dag". Íslendingar eru alveg einstakir! Karlmennirnir (ef kalla má þá það) þurfa í sífellu að sanna karlmennsku sína (ef kalla má það það) með því að leita uppi slagsmál... "Varstu eikkað að dissa MIG hahh??" bíða svo ekkert eftir svari heldur rjúka bara beint í þessi líka ferlega skemmtilegu slagsmál... Við vorum svo sem bara saklausir áhorfendur sem sluppum nokkuð vel.. Jahh fyrir utan hana Agnesi mína sem var svo einstaklega óheppin að fá STÓL í hausinn! Við hjúkruðum henni þó vel og hún drakk til að gleyma:):)
Mar fer samt bara að velta því fyrir sér hvort það sé nokkuð slæm humynd að halda bara þessum rythma á djamminu... MINNKA það... Eða hvað? Hvað finnst ykkur?

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
08:59




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....