þriðjudagur, nóvember 01, 2005




Það dró til tíðinda í heimi Dagnýjar um helgina.. Stúlkukindin skellti sér barasta á djammið á laugardaginn! Já mar var svo duglegur að blanda sér í siðmenninguna, LOKSINS, eftir heilan mánuð í fjarveru... Gat ekki annað en fundið gleðistraumana hríslast um líkama minn við komu á mitt fyrrverandi annað heimili, Vegamót.. Og hvað þá ánægjuna við að skemmta mér með mínum heittelskuðu vinkonum á ný:) Það sem toppaði hins vegar allt voru slagsmálin á "Íslandi í dag". Íslendingar eru alveg einstakir! Karlmennirnir (ef kalla má þá það) þurfa í sífellu að sanna karlmennsku sína (ef kalla má það það) með því að leita uppi slagsmál... "Varstu eikkað að dissa MIG hahh??" bíða svo ekkert eftir svari heldur rjúka bara beint í þessi líka ferlega skemmtilegu slagsmál... Við vorum svo sem bara saklausir áhorfendur sem sluppum nokkuð vel.. Jahh fyrir utan hana Agnesi mína sem var svo einstaklega óheppin að fá STÓL í hausinn! Við hjúkruðum henni þó vel og hún drakk til að gleyma:):)
Mar fer samt bara að velta því fyrir sér hvort það sé nokkuð slæm humynd að halda bara þessum rythma á djamminu... MINNKA það... Eða hvað? Hvað finnst ykkur?

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
08:59




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....