miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Neyðin kennir naktri konu að spinna.... Það er nokkuð ljóst!! Til að gera langa sögu stutta þá lánaði ég lyklaborðið mitt og var því lyklaborðslaus fram yfir hádegi í dag.... Fannst það samt allt í lagi því ég gat nú alveg notað músina og vafrað á milli slúðurfrétta og annarra merkisfrétta... No biggý... Hverjum væri sosem ekki sama þó ég gæti ekki svarað á msn í nokkra tíma (Agnes elska veit þó hvernig ég bjargaði því.. eru ekki allir góðir í teikningu hehe)!! Agglavega... Eftir nokkurn tíma af handa.. öö nei sorry.. lyklaborðsleysi, opnaði ég svo Inboxið mitt. Þar voru fréttir frá E-bay um að það væri búið að yfirbjóða buxurnar sem hann Hilmar er að panta sér (að minni ósk b.t.w... Mig laaaangar bara svo til að sjá sæta bossann hans í Levi´s engineered hehehe). En aftur að sögunni... O M G!! Nú voru góð ráð dýr... Ekkert lyklaborð og ég VARÐ að bjóða aftur svo hann myndi ekki tapa buxunum...!! Þurfti að signa hann inn og pikka inn passwordið og alles... SHIT, og ekki nema nokkrar mínútur til stefnu...!! Þá gerði ég stórmerkilega uppgötvun... COPY/PASTE beibíííí;) Tók ekki nema FULLT af tíma og þolinmæði.. en það tókst að lokum!! Kóperaði sem sagt og peistaði eins og MoFo þar til ég var búin að heimta buxurnar úr helju og gat horft á tímann renna út með gleði í hjarta.... Congratulations! You are the highest bidder:D:D
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:18