þriðjudagur, nóvember 22, 2005
"It´s a perfect morning... Lalalala..." Var þetta ekki einhvern veginn sonna?? Allavega er þetta ekki setning sem ég ímyndaði mér einhvern tímann að myndi tilheyra mínum orðaforða þar sem ég er EKKI BEINT það sem hægt væri að kalla morgunhani....:S Ég vaknaði sem sagt fyrir allar aldir í morgun... Þurfti að vera komin með bílinn niðrí Heklu kl 8!! Það er náttla allt of snemmt fyrir mig... Stillti klukkuna á 7, snoozaði til 7:35 og var farin út 7:45... (Ég er náttla búin að rækta með mér þann hæfileika að geta tekið mig til og farið út á mettíma - "ekkimorgunhanasyndromeið" kalla ég það) Bíllinn átti að verða til á hálftíma... En eins og alltaf þegar kemur að einhverjum svona málum standast engar tímasteningar!! Ég setti mig því í hlutverk "aðstoðartæknimanns" og rúntaði með Hilmari í vinnunni í klukkutíma... Skelltum okkur svo á Oliver og snæddum þar sannkallaðan "Breakfest of Champions"! Egg, beikon, steiktar kartöflur, grillaður tómatur, ristað brauð, croissant, sulta ostur, skinka og marmelaði!! Torgaði reyndar ekki nema helmingnum... En samt, NAMMI NAMM!! Þegar bíllinn var búinn að vera í aðhlynningu í TVO OG HÁLFAN TÍMA ákvað ég að þetta gengi ekki lengur og dreif mig í vinnuna.. Heklumennirnir mega þó eiga það að þeir urðu til þess að sýn mín á morgna breyttist allsvakalega... Ég efast þó ekki um að hún verði orðin söm um sig í fyrramálið þegar ég þarf að vakna.........
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:48