miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Ég er ekki þessi vetrartýpa... Það hentar mér ekki að búa á ÍSlandi... Ég á ekki jeppa.. Ekki bretti.. Ekki skauta.. Og alls ekki gönguskó!! Það sem ég á eru efnislitlar djammflíkur, þunnir jakkar, hælaháir skór (sem eru lífshættulegir í færðinni í dag) bíl á sumardekkjum og enga húfu!! Mér er mjög illa við veturinn... Ég á mér draum... Mig hefur dreymt hann trekk í trekk hvort sem er að nóttu eða degi til... Mig hefur dreymt að ÍSland losni af undirstöðunum og fljóti niður til miðbaugs... Hversu SWEET væri það?? En alltaf verð ég fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég vakna upp af værum svefni og uppgötva að við erum enn stödd nær NORÐURPÓLNUM en miðbaug... Að ég þarf að tipla á háum hælunum mínum yfir ísilagt planið á nánast engum hraða til að slasa mig ekki... Frýs nánast úr kulda á leiðinni í þunna jakkanum mínum... Og eftir tíu mínútna barning við frosna lásana enda ég með því að klöngrast inn um skottið til að komast inn í bílinn.. Á sumardekkjunum... Ég er og verð í afneitun... Og þar til ÍSland losnar af undirstöðunum mun ég halda áfram að röfla undan vetrinum... Hann mun aldrei verða MY THING!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
10:16