föstudagur, september 30, 2005




Ég hélt ég myndi fara að grenja þegar ég horfði á veðrið í gær.. Rok og rigning sem svo breyttist í ROK OG SNJÓ... Hélt mig því bara inni við í gær og horfði á hina tilgangslausu dagskrá skjás eins og faldi mig undir teppi. Þess vegna má kenna veðrinu um vöntun á skemmtilegri þynnkusögu í dag... Mér finnst nebbla svo gott að geta kennt einhverju öðru um leiðindi mín og aðgerðarleysi! Ég kenni t.d. djamminu um lélega mætingu mína í ræktina að undanförnu.. Dí.. Ég er bara svo obbosssslega þreytt á mánudögum... uuu og þriðjudögum... uuu og miðvikudögum hehe... Svo er mar svo bizzý á fimmtudögum að gera sig reddí fyrir Vegó (fyrir utan sonna óveðurskvöld eins og í gær, en þá fór ég auðvitað ekki í ræktina vegna veðurs) að mar bara verður að sleppa ræktinni.. Þá kemur aftur þreytuvandamálið upp á föstudögum.. Laugardagarnir eru svo nammidagar, og þá fer mar sko ekki í ræktina! Svo er það auðvitað bara djammið um kvöldið...!! Þá erum við komin hringinn:) Ég get samt ekki farið í ræktina í dag né á morgun og það get ég alveg kennt vinkonum mínum um... Rosa fínn stelpu-dinner á morgun, og verð ég því að fara beint eftir vinnu í dag og reyna að finna mér eikkað fínt til að vera í.. Það náttla tekur allan morgundaginn undir sig líka, fyrir utan þegar ég tek mér pásur til að borða nammi.. Því á morgun er jú nammidagur!!

CUT

PS. Ég trúi ekki að ég hafi náð að bulla þessu bloggi hér inn... Afrakstur margra tíma ritstíflu hehehe


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:54


fimmtudagur, september 29, 2005




I´m great when I´m good, but even better when I´m bad (Marilyn Monroe)

Jæja elskurnar mínar!! Nú er það bara að duga eða drepast... Hef sosem ekkert merkilegt að segja annað en: ÞAÐ ER FIMMTUDAGUR!! Jeeiiiiii..!! Það þýðir Vegamót í hugum okkar flestra... En eins gaman og mér finnst nú að segja: ÞAÐ ER FIMMTUDAGUR!! þá er alveg jafn leiðnlegt að þurfa að segja: PFF.. OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ?! Demitt jenitt... Ég get ekkert farið á Vegamót í kvöld *búhúhú*... Eða reyndar, get og get ekki.. Mar gæti sosem alveg farið, en alkagenið í mér er farið að banna mér að fara á öldurhús borgarinnar nema að fóðra það af allavega einum áfengum drykk... Þar sem það er ekki möguleiki vegna þess að buddan mín nældi sér í anorexíu (->orðin ansi létt litla skinnið..) hef ég ákveðið að hanga frekar bara heima og þvo þvott eða eikkað... Nei kannski frekar brjóta saman þvott, því eins og þið vitið: I just luuuv it!!

Kv. Dagný BITRA

PS: Ætli Marilyn Monroe hafi eihvern tímann þurft að brjóta saman þvott?!?


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:04


miðvikudagur, september 28, 2005



Tölvukallar.. Mér finnst þeir svo "fyndnir"!! Lenti í einum áðan... Málið er þannig að ég er að fara að færa vinnustöðina mína á betri stað þar sem ég fæ risastórt hornskrifborð og nægt pláss til að athafna mig (enda ekkert annað skrifstofustjóranum sjálfum sæmandi hehehe). Allavega þurfti þess vegna að færa launakerfið í aðra tölvu, sem og bókhaldskerfið, og fengum við því til okkar tölvukall sem sér um þessi kerfi... Þegar flutningnum var lokið og ég nokkrum "bröndurunum" ríkari, hélt ég loksins að eyrun mín fengju frið fyrir hljóðmengun þeirri sem af blessuðum karlinum stafaði..
Mistake, BIG mistake!!
Þá loksins biður kallinn um kaffi og "brandararnir" fara að streyma fram af vörum hans... Eins góð og ég nú er gat ég ekki annað en bara fært honum kaffi og brosað út í annað þegar hann var að segja mér á sinn sérstaka hátt hvernig kerfin væru nú að stríða e-u fólki út í bæ... Rosa fyndið... Ok, ég náði bröndurunum aldrei nógu vel til að treysta mér til að hafa þá eftir hér... En það eina sem ég veit er það að kallgreyið hló eins og hann ætti lífið að leysa á meðan ég brosti út í annað og hugsaði: "Ein lítil, tvær litlar, þrjár litlar tölvur - fjórar litlar, fimm litlar sex litlar tölvur - sjö litlar, átta litlar, níu litlar tölvur - tíu litlar tölvur út´að SKÍTA!!"
Svo skrifaði hann á sig TVO TÍMA og fór... Pff... Svona fyrirbæri ættu að vera ólögleg!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:24


þriðjudagur, september 27, 2005




Gamall póstur af þessari síðu... Sérstaklega ætlaður hinum mellunum mínum... Fokking bjútifúl!!!:

Zoolander... Það er sko orðið trademark okkar stelpnanna eins og þeir vita sem skoða myndirnar okkar hehehe;) Og sonna bara til og að geta einblínt aðeins betur á hæfileikann okkar til að gefa fullkominn zoolander í hverri myndatökunni á fætur annarri þá höfum við stofnað nýja sameiginlega síðu ZOOLANDERS.TK... Okkur fannst við bara einfaldlega ekki geta haldið þessu alveg út af fyrir okkur... Urðum að deila þessu með heiminum... Tékkið á henni hehe... Það er samt allt ennþá í vinnslu, á næstu dögum mun hún verða alveg jafn fokking bjútifúl og skemmtileg eins og við meðlimir hennar...

Later


Hvernig gátum við gleymt þessu stelpur... Dí... Við vorum meresegja flestar farnar að ná "Zoolander advanced" og það er, eins og nafnið gefur til kynna, bara fyrir lengra komna..! Eigum við að gera eikkað í þessu eða gleyma draumnum?? Hehehe;) I need some answers people!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:59


mánudagur, september 26, 2005



Spennufall.is

Gus gus komu, sáu og sigruðu fjölmennið sem hafði samansafnast á Nasa á laugardaginn, með magnaðri nærveru sinni! Eins og allir sem mig þekkja vita, þá er Gus gus ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, og hafa diskar þeirra ósjaldan vermt græjur mínar hvort sem er heima eða í bílnum... Því er það alltaf stórviðburður í mínum huga þegar snillingarnir koma og leika listir sínar sem og tónsmíðar fyrir okkur dansarana.. og það var sko dansað!! Fullkomið kvöld með meiru, enda ekki við öðru að búast..! Myndir vonandi væntanlegar fljótlega:)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:21


föstudagur, september 23, 2005



Get ekki bloggað neitt af viti sökum spennings og tilhlökkunar... Örfáir klukkutímar til stefnu..!! Sjáumst á dansgólfinu!!

The call of the wild - is driving me crazy duddurudduduuuuu


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:45


miðvikudagur, september 21, 2005



Helgin var nú bara hin ágætasta... Reyndar gerðust vinkonur mínar svo skemmtilegar að beila á mér og djamminu á laugardaginn með því að fara frekar á föstudeginum... Þannig að ég, eftir nokkra djammpásu frá stelpunum, endaði bara ein með strákunum, sem var reyndar bara mjög fínt... Dansaði af mér rassinn á Broadway og kíkti svo aðeins á vegó... Reyndar var ég fljót að koma mér þaðan út, stemmarinn ekki alveg við mitt hæfi (í fyrsta skipti ever). Var því bara komin frekar snemma heim (í fyrsta skipti ever). Kósý - kósý - kósý;)
Í gær skellti ég mér svo í ræktina eftir laaaangt sumarfrí... Fór bara uppí Spöng, með venjulega fólkinu, og tók vel á því... Var reyndar fljótt búin með orkubirgðirnar, en djöfull leið mér vel á eftir!! Svo kíkti ég á hana Sigrúnu og skellti mér í ljós.. Prófaði sonna hitakrem, og boy oh boy það virkaði sko vel!! Svo var það bara afslöppun í notalegu baði, með kertaljós og baðsölt... Mmmmmm... Mar þarf að vera duglegri við að dekra við sjálfan sig;)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:24


föstudagur, september 16, 2005



Ég hef verið klukkuð í hinum geysilega spennandi eltingarleik Internetsins... Það þýðir víst að ég verð að henda hér inn FIMM ATRIÐUM um sjálfa mig... Meeen!! And here are the results... of the Icelandic vote (vá hvað ég varð að bæta þessu þarna aftanvið):

1. Ég þoli ekki að hafa verið klukkuð... Þvílík pressa og ég ritstíflast undantekningarlaust undir pressu... Helv.. Djö.. En jæja.. You can do it - YES U CAN!!

2. Ég er með hrikalegan ávana, eða kannski frekar fíkn... Nei ég er ekki að tala um reykingar eða áfengisneyslu, það er bara eðlilegt á mínum bæ... Ég er að meina þegar ég er á kaffihúsi, eða á veitingastað, eða bara einhvers staðar á almannafæri, þá á ég mjög erfitt með að fylgjast með manneskjunum sem ég er þar með, því ég er svo upptekin af því að snúa mig úr hálsliðnum og skoða ókunnugt fólk... Mætti kannski kalla þetta forvitni.?! STARA!!

3. Mér finnst skemmtilegast í heimi: Að skemmta mér... Go figure!! Koma svo´, dilla sér... Þarna þekki ég þig flakið þitt... Djöfull er gaman hérna!! Setningar sem eru órjúfanlegur hluti af Bestuvinafélaginu Stjörnunni og ávallt sagðar með tilheyrandi tilþrifum hehehe... Verst hvað þetta kostar alltaf asskoti mikinn pening..!!

4. Ég á ansi mörg gælunöfn... Flest hef ég nú gefið mér sjálf og fæstir vita af þeim, en þið vitið, WHO CARES?? Mér finnst það alltaf jafn fyndið þegar ég get fundið tilefni til að nota þau: Dagný Drrrottning, Doktor Dagný, Dagný DT, Dagný Djöfull og svoleiðis gæti ég haldið lengi áfram!!!

5. Mér finnst tónlist alveg einstaklega merkilega skemmtilegt fyrirbæri og gæti setið heilu tímana að fikta í tónlist og engu öðru... Í tengslum við hana hef ég einmitt gefið mér enn eitt gælunafnið: DJ Dagný... In da house ú jé... Já.. ég er alveg þekkt fyrir að mæta með svörtu möppuna mína í partý og dilla mér fyrir framan græjurnar all night long... Luv it!!

Og þannig er nú það...

Drottningin klukkaði svo Hrund Sprund, Sissa litla, og Stínu fínu ballerínu.
Að því loknu pikkaði prinsinn hana upp á hvíta fáknum, skutlaði henni í höllina til kóngsins, og þau lifðu hamingjusöm til æviloka.... Köttur út í mýri - sett´ uppá sig stýri - út´ er ævintýri!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:03


fimmtudagur, september 15, 2005



Ég hef verið að velta mér upp úr grafalvarlegu máli undanfarna daga og vikur... Stór spurning hefur legið á mér eins og mara og íþyngt lund minni allsvakalega... Hvað á mar að gera við hluti sem manni finnst vera órjúfanlegur hluti af einhverri heild, en kemur svo bara í ljós að eru vita gagnslausir og eiginlega bara fyrir ef eitthvað er... Á mar að losa sig við þessa hluti?? Getur einhver svarað mér því... Einhver?? Hjálp! Ég veit nebbla ekkert hvað ég á að gera við þetta blessaða TagBoard hérna til hliðar... Should it stay or should it go??? Á ég að gefa því frí eða leyfa því að vera... Líf eða dauði..?? Einhver... Skrifa.. Takk...

CUT


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:00


þriðjudagur, september 13, 2005



Jæja... Þá er ég heil á ný! Eftir að hafa keyrt á bílnum mínum í allt sumar, handónýtum og mjög ósáttum við lífið, uppgötvaði ég loksins að ég keypti hann hjá Heklu - Notuðum bílum! Það þýðir auðvitað árs ábyrgð... Dööö... Og ég var ekkert að fatta það... Var bara farin að fíla mig soldið eins og sautján ára smástelpu með bráðabirgðaskírteinið í vasanum, þar sem augngoturnar voru ófáar með dauða vél á hverjum gatnamótum... Það er náttla einkenni fyrir þá nýslegnu ökumenn borgarinnar, að drepa á bílnum... Mér var samt eiginlega farið að standa á sama, og bara farin að njóta þess að vera orðin sautján á ný! Þegar ég var svo spurð um skilríki við hverjar dyr skemmtistaðanna á fætur annarri, var mér nóg boðið, það hlaut jú að vera samband þarna á milli... Allt eitt allsherjarinnar samsæri... "Hey, þetta er sautján ára stelpan sem drepur alltaf á bílum, stoppum hana!!"
Þannig að ég dreif mig með bílinn í viðgerð... Kemst vonandi inná vegó næstu helgi;)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:11


mánudagur, september 12, 2005



Góðan og blessaðan... Mánudagsveikin algjörlega í lágmarki þessa vikuna, enda róleg helgi að baki! Fannst því tilvalið að skella inn nokkrum vel völdum orðum í tilefni þess að ég hef ekkert að segja... Blogg-skyldan kallaði og mér fannst ég ekki getað svikist undan! Eyddi helginni í sannkölluðum fjölskyldufíling og sé ekki hið minnsta eftir því... Var svo heppin að hitta Benedikt búálf og kynnast nokkrum hestum á laugardaginn, auk þess að verða viðstödd "Heimsmet í sippi 2005, í boði Landsbankans"... Smakkaði svo besta grillkjöt sem ég hef á ævi minni borðað í gærkvöldi... Ég þekki sko besta kokk í heimi!! Smákökur voru svo bakaðar til að toppa kvöldið... Að lokum orð til varnaðar: Ekki leigja ykkur "Shaun of the dead"

CUT


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:40


föstudagur, september 09, 2005




Ég fór að sofa klukkan ellefu í gær!! Halló... ELLEFU!! Það var fimmtudagur og, okey segjum þetta einu sinni enn: Ég fór að sofa klukkan ELLEFU... Hvað er að gerast með mig..?? Ég er ekki þunn, ég er ekki þreytt, en ég er hins vegar alveg ofboðslega mygluð.. Hvernig stendur á því að ég af öllum, djammdrottningin sjálf, er búin að fara að sofa ógeðslega snemma alla vikuna? Og þegar ég ætla að gera tilraun til að gera eikkað, og þá meina ég taka mér dvd (ekkert mikið meira spennandi en það) þá sofna ég bara í sófanum, tvö kvöld í röð! Yfir sömu myndinni by the way, og í hvorugt skiptið náði ég að klára... Ég hef aldrei, og þá meina ég ALDREI, sofnaði yfir mynd áður... What´s happening to me?!?!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:58


miðvikudagur, september 07, 2005



Jæja þá... Ég fékk það staðfest í gær... Heimilislaus eftir 6 mánuði... AGAIN!! Okey, mar hefur nú alveg fengið bréf í ábyrgarpósti áður, og þau eru sjaldnast skemmtileg, þannig að ég var alveg pínu undirbúin þegar ég fór til dyra í gær.. Hélt kannski að enn ein stöðumælasektin væri komin í lögfræðing eða eikkað (já ég er hræðileg með þetta... ehemm) En ég var allavega ekki undirbúin undir að lesa fyrirsögnina: Uppsögn á ótímabundnum leigusamningi!! Þetta þýðir: Leita að nýrri íbúð sem tekur fáránlega langan tíma og fokkings leiðindi.. Pakka niður allri helvítis búslóðinni og flytja - AFTUR!! Og svo margt margt fleira fokking drepleiðinlegt stuff sem fylgir þessum helvítis djöfulsins flutningum!! Hvað gerði ég eiginlega til að eiga þetta skilið... HVAÐ??? Ehemm.. ætli hann hafi kannski frétt af partýinu síðustu helgi.. og helginni þar á undan og... og... og.. hehehehe

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:26


mánudagur, september 05, 2005




Þetta er í fjórða skiptið í dag sem ég signa mig inn á blogger til að setja inn einn pistil... Alltaf hætti ég við því mér dettur bara ekkert skemmtilegt í hug til að segja ykkur... Helgin var löng og skemmtileg (eins og alltaf) og var mikið djammað og djúsað... Nenni ekki að fara út í nein smáatriði svo að hér eru highlights helgarinnar: Nasa varð fyrir valinu á föstudaginn þar sem King Unique voru að spila. Þeir voru ekkert smá góðir, og dansinn dunaði í takt við það! Svo var það bara þetta venjulega djamm á laugardeginum... Partýum og vegó fléttað saman svo úr varð eðalblanda skemmtunar og drykkju!
Fáránlegasta atriði helgarinnar var svo án efa í boði ungrar stúlku (sem ég hef aldrei séð áður, og vona satt best að segja að ég sjái aldrei aftur). Stelpugreyið drapst á stól þar sem við sátum öll í partýi... Svo byrjar hana að dreyma sonna líka rosalega blautan draum (hlýtur eiginlega að vera...) Allavega byrjar hún að káfa á brjóstunum á sér (innaná bolnum sínum b.t.w) og stynja (ef mar getur kallað þessi hljóð stunur..) Og ekki var séns að vekja hana þannig að...!! Þetta var mjög svo ófögur sjón... Mar gæti jafnvel bara kallað þetta misþyrmingu - ekki á henni - OKKUR sem vorum svo óheppin að vera á staðnum!! I feel dirty... baaahhh....

CUT


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:41


föstudagur, september 02, 2005



Minns er þunnur.. Föstudagur og sú er raunin.. Kemur svo sem ekki mikið á óvart, en ég ætla mér samt sem áður að röfla aðeins um mínar sjálfsköpuðu kvalir.. Kíktum á vegó í gær, eins og hefðin segir til um, og svolgruðum í okkur nokkrum köldum af krananum.. Sá kaldi stendur allaf fyrir sínu og við rúlluðum út þegar messunni var lokið.. Mikið fjör og mikið gaman.. Er ekki frá því að ég hafi meressegja reddað mér nokkrum trúnó (og þeir sem mig þekkja vita að trúnó er ekki "my thing") Það eitt og sér gefur því kannski góða mynd af ástandinu á drottningunni... Nenni ekki meir!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:24




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....