miðvikudagur, september 28, 2005
Tölvukallar.. Mér finnst þeir svo "fyndnir"!! Lenti í einum áðan... Málið er þannig að ég er að fara að færa vinnustöðina mína á betri stað þar sem ég fæ risastórt hornskrifborð og nægt pláss til að athafna mig (enda ekkert annað skrifstofustjóranum sjálfum sæmandi hehehe). Allavega þurfti þess vegna að færa launakerfið í aðra tölvu, sem og bókhaldskerfið, og fengum við því til okkar tölvukall sem sér um þessi kerfi... Þegar flutningnum var lokið og ég nokkrum "bröndurunum" ríkari, hélt ég loksins að eyrun mín fengju frið fyrir hljóðmengun þeirri sem af blessuðum karlinum stafaði..
Mistake, BIG mistake!!
Þá loksins biður kallinn um kaffi og "brandararnir" fara að streyma fram af vörum hans... Eins góð og ég nú er gat ég ekki annað en bara fært honum kaffi og brosað út í annað þegar hann var að segja mér á sinn sérstaka hátt hvernig kerfin væru nú að stríða e-u fólki út í bæ... Rosa fyndið... Ok, ég náði bröndurunum aldrei nógu vel til að treysta mér til að hafa þá eftir hér... En það eina sem ég veit er það að kallgreyið hló eins og hann ætti lífið að leysa á meðan ég brosti út í annað og hugsaði: "Ein lítil, tvær litlar, þrjár litlar tölvur - fjórar litlar, fimm litlar sex litlar tölvur - sjö litlar, átta litlar, níu litlar tölvur - tíu litlar tölvur út´að SKÍTA!!"
Svo skrifaði hann á sig TVO TÍMA og fór... Pff... Svona fyrirbæri ættu að vera ólögleg!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:24