föstudagur, september 30, 2005
Ég hélt ég myndi fara að grenja þegar ég horfði á veðrið í gær.. Rok og rigning sem svo breyttist í ROK OG SNJÓ... Hélt mig því bara inni við í gær og horfði á hina tilgangslausu dagskrá skjás eins og faldi mig undir teppi. Þess vegna má kenna veðrinu um vöntun á skemmtilegri þynnkusögu í dag... Mér finnst nebbla svo gott að geta kennt einhverju öðru um leiðindi mín og aðgerðarleysi! Ég kenni t.d. djamminu um lélega mætingu mína í ræktina að undanförnu.. Dí.. Ég er bara svo obbosssslega þreytt á mánudögum... uuu og þriðjudögum... uuu og miðvikudögum hehe... Svo er mar svo bizzý á fimmtudögum að gera sig reddí fyrir Vegó (fyrir utan sonna óveðurskvöld eins og í gær, en þá fór ég auðvitað ekki í ræktina vegna veðurs) að mar bara verður að sleppa ræktinni.. Þá kemur aftur þreytuvandamálið upp á föstudögum.. Laugardagarnir eru svo nammidagar, og þá fer mar sko ekki í ræktina! Svo er það auðvitað bara djammið um kvöldið...!! Þá erum við komin hringinn:) Ég get samt ekki farið í ræktina í dag né á morgun og það get ég alveg kennt vinkonum mínum um... Rosa fínn stelpu-dinner á morgun, og verð ég því að fara beint eftir vinnu í dag og reyna að finna mér eikkað fínt til að vera í.. Það náttla tekur allan morgundaginn undir sig líka, fyrir utan þegar ég tek mér pásur til að borða nammi.. Því á morgun er jú nammidagur!!
CUT
PS. Ég trúi ekki að ég hafi náð að bulla þessu bloggi hér inn... Afrakstur margra tíma ritstíflu hehehe
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:54