mánudagur, janúar 23, 2006
Gaman að þessu... Keyrði í vinnuna í morgun með hálfgerðan spennuhnút í maganum... Ástæðan var sú að ég hafði heyrt í útvarpinu fyrr um morguninn úrslitin í undankeppni Eurovision 2006 hér á klakanum! Get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi þeirrar keppni, en ánægð var ég þó með flytjandann. Landinn loksins búinn að sjá að sér og Birgittur fortíðarinnar búin saga!
Það fyrsta sem ég gerði þegar í vinnuna var komið var að tjá mig um málið við Agnesi á MSN-inu ómissandi. "Hver helduru að sé að fara að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, önnur en hún Silvía Nótt!! Ógissla töff skiluru OMG"
Svarið var ekki lengi að koma, en þó ekki alveg það sem ég bjóst við... "Hmmm, ertu viss?" Auðvitað var ég viss!! Heyrði gellurnar í Ísland í bítið segja í morgun að næst í viðtal væri Eurovisionfari Íslendinga, engin önnur en Silvía Nótt! Varla fara þær með vitlaust mál!
Svarið sem ég fékk næst var ennþá skrýtnara: "Hvaða gellur?" Hvaða gellur?! Díses... Sjónvarpsþulurnar sem taka fólk í viðtal í þættinum hvað helduru!!
Næsta svar fór þó alveg með það: "Það voru tveir kallar með Ísland í bítið Dagný!" Hvernig gat þetta staðist?? Ég hlustaði á þáttinn í morgun, í útvarpsklukkunni hans Hilmars á meðan ég var að nudda stírurnar úr augunum... Var meresegja búin að segja honum þetta, því hann var ekki inní herbergi þegar þessu var útvarpað! Ég heyrði þetta!!
Því næst fór ég inn á vísi.is og opnaði Ísland í bítið á VefTV. Þar buðu tveir karlmenn mér góðan daginn og ég byrjaði að efast! Skoðaði viðtalalistann... Jess... Þar var viðtal um forkeppnina!! Opnaði það, og þar voru aftur KALLARNIR að bjóða í viðtal einhvern strák sem var að fræða landann um uppbyggingu keppninnar..
Hún er sem sagt ekki ennþá búin, það voru engar gellur í Ísland í bítið og ég sé ekki ennþá hvernig Silvía Nótt kom málinu eitthvað við!
Ég er hins vegar ekki ennþá orðin sannfærð um að þetta hafi bara verið draumur... Hvernig getur það verið??
Later!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:09
föstudagur, janúar 20, 2006
Fyrr má nú aldeilis ALDEILIS vera!! Ok... Ef þú kemur með krakkann þinn í G&G og spyrð hvort hann megi skreppa á klósettið þá segi ég að sjálfsögðu "ekkert mál". En þegar þú ferð út fyrir á meðan til að tala í símann og ÉG enda á því að þurfa að hjálpa krakkanum þá finnst mér þú vera farin að ganga aðeins of langt!! HALLÓ!!!
Eða er ég bara svona sensitive??
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:18
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Jeddú minn hvað ég er orðin viðbjóðslega spennt fyrir laugardeginum!! Mar er sko á fullu að vinna í taninu skiljiði og outfittið er alveg að verða til í huganum.. Þetta er sem sagt allt að koma!! Nei vá... Díses... Hvað haldiði eiginlega að ég sé?? Eitthvað skrýtin eða... Glætan að ég sé búin að ákveða í hverju ég verð.. En ég er samt að spá í að smella mér í bekkinn eins og eftir nokkrar mínútur... Beauty is pain people... Og núna held ég að gelgjupistill ársins sé búinn að líta dagsins ljós.. Markmiðinu náð;);)
Sjáumst á laugardaginn!!!
Later:D
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:36
mánudagur, janúar 16, 2006
Þar sem að ég gerði mjög mikið af engu núna um helgina var ég að spá í að segja ykkur mest lítið... Nenni ekki að fara að drepa ykkur úr leiðindum með því að segja ykkur að ég var farin að sofa fyrir klukkan hálf tólf á laugardaginn, illa svekkt og pirruð yfir því að missa af útskriftarveislunni hennar Brynju... Vil heldur ekkert vera að eyða tíma ykkar með því að segja ykkur að ég gerði nákvæmlega ekki neitt í gær nema vakna og bíða eftir að dagurinn yrði búinn... Ég get hins vegar sagt ykkur að ég fór uppí sumarbústað á föstudaginn til að leita að EINA bíllykilinum af bílnum mínum og fann hann, en hann situr þó enn fastur niðrí vinnu þar sem hann er einungis útbúinn sumardekkjum... Ég get líka sagt ykkur að glóðaraugað mitt virðist vera á faraldsfæti, niður á kinn þ.e.a.s. en þið vitðið... who cares?? Þess vegna er ég að spá í að hætta þessari tímaeyðslu og halda áfram að brosa framan í lífið...........
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:07
fimmtudagur, janúar 12, 2006
En hvað þetta var nú sætt...:) Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni mætti mér þessi líka svakalega góða matarlykt í dyragættinni... Mér var bent á að fá mér sæti inní stofu og slaka á... Eftir örskamma stund kom herrann minn og vísaði mér til sætis við borðstofuborðið, sem var búið að leggja svona líka smekklega á, og færði mér æðislega flottan blómvönd:) Hann var búinn að elda alveg dýrindis máltíð fyrir mig! Súpa í forrétt, svínalundir í aðalrétt með tveimur tegundum af salati, ristuðum furuhnetum og öllu sem mér finnst svo gott, og besta sósa sem ég hef smakkað í langan tíma til að toppa allt! Eftir að við höfðum lokið við snæðinginn var það svo lúr í eftirrétt... Mmmmm.. Fullkomið!! Trú mín á karlmenn var endurlífguð:)
Takk fyrir mig besti minn;*;*
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:27
þriðjudagur, janúar 10, 2006
Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég ákveðið að fara að hugsa aðeins betur um heilsuna (tími til kominn ehemmm..) Fyrst á dagskrá er að bæta matarræðið. Það er nokkuð ljóst að skyndibitamatur og kók í dós er ekki alveg rétta fæðið ef þú vilt halda meðvitund 365 daga ársins... Byrjaði strax í gær og hef síðan þá aðeins látið ofan í mig hollan og næringarríkan mat s.s. sólkjarnabrauð, grænmeti, ávexti, túnfisk, kotasælu og alls konar góðgæti... Ég var eiginlega búin að gleyma hvað þetta er allt saman gott! Það er bara svo þægilegt að fara í einhverja bílalúgu og vippa í sig einni samloku... En... NO MORE! Nú er það bara harkan sex, heilsan tekin í gegn!! Já og ég keypti mér líka Heilsutvennu, tvær humongous töflur á dag koma heilsunni í lag;)
Later
PS: Glóðaraugað er ekki alveg eins slæmt og mér var sagt að það yrði (7-9-13) þannig að kannski verður styttra í að ég sjáist á almannafæri...:S
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:48
mánudagur, janúar 09, 2006
Ég er alltaf að komast að því betur og betur að ég er án efa óheppnasta manneskja í alheiminum!! Undanfarin ár hef ég staðið sjálfa mig að því að vera orðinn að minnsta kosti árlegur gestur í spítalarúmum landsins... Já, þegar ég verð veik þá verð ég sko VEIK!! En eftir að ég gerði þessa merku uppgötvun þá gat ég ekki beðið eftir að árið 2006 hæfist, því þá myndi styttast í heimsókn mína það árið. Óvissan um hvenær það myndi gerast jók bara á spennuna! En ekki þurfti ég nú að bíða lengi... Fyrsta spítalaheimsóknin mín átti sér stað í gær. Þar sem ég er svo fyrirhyggjusöm og mikið fyrir fjölbreytni var að lokum ákveðið að mæta í bráðamóttökuna á Akranesi... Við vorum líka í bústað þar rétt hjá þannig að það hentaði vel! Með gleði í hjarta, heljarinnar glóðarauga og blæðandi augabrún skundaði ég inná spítalann með klakann í annarri og kærastann í hinni. Niðurstaða: Aðsvif vegna járnskorts (hversu lúðalegt sem það nú er...) Eftir heimsóknina tók ég þó ákvörðun um að örvænta ekki, ég á ennþá bráðamóttöku LSP eftir... REYNIÐ BARA AÐ STÖÐVA MIG!
Later
PS: Ég hefði getað tekið mynd af hálfs-andlits-glóðarauganu mínu og leyft ykkur að sjá (ég komst að þegar ég gúglaði "black eye" til að finna e-a sniðuga mynd með pistli þessum, að það virðist vera ansi vinsælt...) en mér finnst mér fannst það bara of hallærislegt...
PS 2: Ég mun síðan bara sjá ykkur eftir ca 3 vikur skv lækninum, þar sem mér dettur ekki til hugar að láta sjá mig svona á götum borgarinnar....
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:23
föstudagur, janúar 06, 2006
Er ekki alltaf skylda að auglýsa ammælið sitt??
Ég á allavega afmæli í dag.... Rosa gaman;)
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja sýna stuðning í verki er bent á að fjárframlög eru vel þegin!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:05
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Jæja kæru lesendur... Er ekki kominn tími á smá blogg? Ég var sko ekkert hætt, bara óvirkur tölvufíkill um tíma! Byrjaði allt saman með fýlu út í tölvur og allt þeim tengdum (fer nánar útí það á hinni síðunni )minni...:S), svo fór ég í langt og gott jólafrí (og var tölvufrelsinu fegin), og svo hefur bara verið einfaldlega mikið að gera í vinnunni... But who cares anywys??
Það sem kom mér svo á netbragðið aftur var verðugt verkefni!! Signý bættist í Zoolanders blogghópinn okkar, og því þurftum við nýjan banner á síðuna... Það tókst misvel hjá okkur stöllunum, en á endanum eftir mikið copy/cut/paste fyllerí, kom ágætis mynd á egóbannerinn... Reyndar eigum við eftir að finna betri myndir, en kommon... Hverju skiptir það sosem.. Fésin á okkur sjást allavega hehehe...;) Nú bíð ég bara eftir að hinar snótirnar bretti upp ermarnar og sitjist við skriftir, því það eina sem þarft til inntöku í blogghópinn er náttla bara eins og eitt stykki blogg;);)
Koma svo´, BLOGGA!!
Já og ég líka......
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
18:40