mánudagur, janúar 23, 2006
Gaman að þessu... Keyrði í vinnuna í morgun með hálfgerðan spennuhnút í maganum... Ástæðan var sú að ég hafði heyrt í útvarpinu fyrr um morguninn úrslitin í undankeppni Eurovision 2006 hér á klakanum! Get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi þeirrar keppni, en ánægð var ég þó með flytjandann. Landinn loksins búinn að sjá að sér og Birgittur fortíðarinnar búin saga!
Það fyrsta sem ég gerði þegar í vinnuna var komið var að tjá mig um málið við Agnesi á MSN-inu ómissandi. "Hver helduru að sé að fara að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, önnur en hún Silvía Nótt!! Ógissla töff skiluru OMG"
Svarið var ekki lengi að koma, en þó ekki alveg það sem ég bjóst við... "Hmmm, ertu viss?" Auðvitað var ég viss!! Heyrði gellurnar í Ísland í bítið segja í morgun að næst í viðtal væri Eurovisionfari Íslendinga, engin önnur en Silvía Nótt! Varla fara þær með vitlaust mál!
Svarið sem ég fékk næst var ennþá skrýtnara: "Hvaða gellur?" Hvaða gellur?! Díses... Sjónvarpsþulurnar sem taka fólk í viðtal í þættinum hvað helduru!!
Næsta svar fór þó alveg með það: "Það voru tveir kallar með Ísland í bítið Dagný!" Hvernig gat þetta staðist?? Ég hlustaði á þáttinn í morgun, í útvarpsklukkunni hans Hilmars á meðan ég var að nudda stírurnar úr augunum... Var meresegja búin að segja honum þetta, því hann var ekki inní herbergi þegar þessu var útvarpað! Ég heyrði þetta!!
Því næst fór ég inn á vísi.is og opnaði Ísland í bítið á VefTV. Þar buðu tveir karlmenn mér góðan daginn og ég byrjaði að efast! Skoðaði viðtalalistann... Jess... Þar var viðtal um forkeppnina!! Opnaði það, og þar voru aftur KALLARNIR að bjóða í viðtal einhvern strák sem var að fræða landann um uppbyggingu keppninnar..
Hún er sem sagt ekki ennþá búin, það voru engar gellur í Ísland í bítið og ég sé ekki ennþá hvernig Silvía Nótt kom málinu eitthvað við!
Ég er hins vegar ekki ennþá orðin sannfærð um að þetta hafi bara verið draumur... Hvernig getur það verið??
Later!
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:09