mánudagur, janúar 09, 2006
Ég er alltaf að komast að því betur og betur að ég er án efa óheppnasta manneskja í alheiminum!! Undanfarin ár hef ég staðið sjálfa mig að því að vera orðinn að minnsta kosti árlegur gestur í spítalarúmum landsins... Já, þegar ég verð veik þá verð ég sko VEIK!! En eftir að ég gerði þessa merku uppgötvun þá gat ég ekki beðið eftir að árið 2006 hæfist, því þá myndi styttast í heimsókn mína það árið. Óvissan um hvenær það myndi gerast jók bara á spennuna! En ekki þurfti ég nú að bíða lengi... Fyrsta spítalaheimsóknin mín átti sér stað í gær. Þar sem ég er svo fyrirhyggjusöm og mikið fyrir fjölbreytni var að lokum ákveðið að mæta í bráðamóttökuna á Akranesi... Við vorum líka í bústað þar rétt hjá þannig að það hentaði vel! Með gleði í hjarta, heljarinnar glóðarauga og blæðandi augabrún skundaði ég inná spítalann með klakann í annarri og kærastann í hinni. Niðurstaða: Aðsvif vegna járnskorts (hversu lúðalegt sem það nú er...) Eftir heimsóknina tók ég þó ákvörðun um að örvænta ekki, ég á ennþá bráðamóttöku LSP eftir... REYNIÐ BARA AÐ STÖÐVA MIG!
Later
PS: Ég hefði getað tekið mynd af hálfs-andlits-glóðarauganu mínu og leyft ykkur að sjá (ég komst að þegar ég gúglaði "black eye" til að finna e-a sniðuga mynd með pistli þessum, að það virðist vera ansi vinsælt...) en mér finnst mér fannst það bara of hallærislegt...
PS 2: Ég mun síðan bara sjá ykkur eftir ca 3 vikur skv lækninum, þar sem mér dettur ekki til hugar að láta sjá mig svona á götum borgarinnar....
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:23