þriðjudagur, janúar 10, 2006




Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég ákveðið að fara að hugsa aðeins betur um heilsuna (tími til kominn ehemmm..) Fyrst á dagskrá er að bæta matarræðið. Það er nokkuð ljóst að skyndibitamatur og kók í dós er ekki alveg rétta fæðið ef þú vilt halda meðvitund 365 daga ársins... Byrjaði strax í gær og hef síðan þá aðeins látið ofan í mig hollan og næringarríkan mat s.s. sólkjarnabrauð, grænmeti, ávexti, túnfisk, kotasælu og alls konar góðgæti... Ég var eiginlega búin að gleyma hvað þetta er allt saman gott! Það er bara svo þægilegt að fara í einhverja bílalúgu og vippa í sig einni samloku... En... NO MORE! Nú er það bara harkan sex, heilsan tekin í gegn!! Já og ég keypti mér líka Heilsutvennu, tvær humongous töflur á dag koma heilsunni í lag;)

Later

PS: Glóðaraugað er ekki alveg eins slæmt og mér var sagt að það yrði (7-9-13) þannig að kannski verður styttra í að ég sjáist á almannafæri...:S


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
15:48




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....