föstudagur, desember 16, 2005




Ég upplifði hámark klígjunnar í gærkvöldi! Já... Þið hafið örugglega giskað á það rétt... Íslenski Batsélorinn... Ekki piparsveinninn... Batsélorinn! Reyndar var það ekki hann til að byrja með sem gaf mér mesta kjánahrollinn heldur stelpugreyin þegar þær fóru að skoða hringana!! Hvað var það?!?! Ég meina... HALLÓ!! Það var talað um að sýna íslenskan raunveruleika... Síðan hvenær eru trúlofunarhringar eftir 6 vikur íslenskur raunveruleiki... Þá er ég auðvitað að meina svona TRÚlofunarhringar skiljiði.. Þessi með demantinum eða whatever... Hér á Íslandi, landi dauðrar rómantíkur og engra stefnumóta, landinu okkar, hafa reyndar pör verið að setja upp hringa í tíma og ótíma og er það þá bara þeirra mál, en það eru þó hringar á íslenskan máta - giftingarhringar sem bæði setja upp... Gvuuuð.. Kannski er ég að hneykslast of mikið á þessu... Kannski er þetta allt saman eðlilegt?? Íslenskar stelpur að eltast við íslenskan batsélor á kajökum og rennireiðum í kapphlaupi uppí Leonard að velja trúlofunarhringa eftir að hafa unnið keppnina í Laugum... eða eikkað í þeim dúr... Jahérna hér... Hann svo toppaði allt sem þekkst hefur í væmni og viðbjóði þegar hann fór með einhverjar fyrirfram samdar línur dauðans í athöfninni... Baaaaahh!!Hvað er að verða um þetta góða land, eða kannski frekar menninguna??
Ég horfi samt alltaf sko!!;)

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:26


miðvikudagur, desember 14, 2005




Gaman að segja frá því.... Var að koma frá "nuddaranum"... By the way, ef einhver segir þetta aftur við mig þá á viðkomandi von á vænu höggi frá mér!! Nuddari my ass!! Sjúkraþjálfarar eru ill fyrirbæri, væntanlega runnin undan rifjum Satans... Nei ég segi nú bara sonna... Þeir eru bara að vinna vinnuna sína... Sem felst í því að pína viðskiptavinina til helvítis og segja svo ljúfum tóni: "Var þetta nokkuð svo slæmt??" Hahahaha... Mig langar nú bara mest að fara að hlæja í hvert skipti sem blessunin spyr mig að þessu... Brosa í gegnum tárin...
Fór líka í myndatöku... Allt að gerast hjá stelpunni sko... Nudd og myndatökur hér hægri vinstri... Og allir vilja fá bita af kökunni.. Þar sem við sjúkraþjálfinn erum orðnar svo nánar lofaði ég henni eintak af myndunum... Ef einhverjir aðrir vilja sjá afraksturinn, endilega hafa bara samband við lækninn minn... Hann er farinn að sjá um almannatengsl mín... Það er alveg ótrúlegt hvað það vilja margir eiga myndirnar af þeim T4-T8... Það eru sko hryggjarliðirnir mínir... En eins og ég segi... Bara hafa samband og hann plöggar þetta!!

Later, Dagný (sem var að koma frá "nuddaranum og verkjalyfin eru ekki ennþá farin að kikka inn.. Aarggh!)


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
11:03


þriðjudagur, desember 06, 2005




Jæja.... Home sweet home... Ég komst lifandi heim úr útlandinu!! Var farin að stórefast um það þarna á lokasprettinum af nokkrum ástæðum!! Ég ætla ekki einu sinni að fara út í verlsunarferðina á föstudeginum... Segjum bara að við höfum verið litin ansi skörpu hornauga keyrandi um "stærsta moll í Evrópu" með stærstu innkaupakerru sem ég hef séð á ævi minni, yfirfulla af pokum... Og við blindfull við stjórnvöllinn ehemmm... Djömmuðum svo allsvakalega þá um kvöldið á íslenskan máta á "stærasta klúbbi Evrópu", þar sem nokkrir "góðhjartaðir" Írar tóku okkur að sér, og við sátum bara eins og kóngur og drottning í höll okkar uppá VIP hæðinni með besta útsýnið yfir gógó dansarana og alla geðveikina!! Eeeen við lifðum það af (naumlega) og vöknuðum galvösk, nokkrum klukkutímum á eftir hinum á laugardeginum og héldum búðarleiknum áfram..... Eftir vel heppnaða árshátið það kvöldið voru nokkur hvítvísglös teiguð á enn einum reyklausum barnum, og rétt náði ég að hoppa upp í leigubíl (allt of snemma miðað við djammið sem var planað) áður en svartnættið skall á... Förum heldur ekkert nánar út í það... Segjum bara að það var hlegið AÐ mér, en ekki MEÐ mér ehemmm.... Beddarinn og kvöldið búið!!
Þegar við svo vöknuðum á sunnudeginum, áttum við að vera BÚIN að skila af okkur herberginu, en hann Hilmar minn - snillingurinn minn, náði að kría út nokkra klukkutíma í viðbót, þannig að við náðum að henda í töskurnar, fara og kaupa nýja tösku til að koma nýja dótinu fyrir og koma okkur niðrí lobbý, allt samfara VERSTU þynnku sem ég hef á ævi minni upplifað!!! Ég hélt í alvöru að ég myndi ekki lifa heimferðina af!! Sérstaklega ekki í VERSTU lendingu í sögu Boeing 757!! Guð minn góður... Loftið hrundi hún var svo harkaleg!! Eeeeen við lifðum þetta allt saman af og komumst heim heil á húfi... Ég held svei mér þá að þynnkan sé jafnvel bara horfin... Já og það er kominn þriðjudagur!!

Later


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:20


fimmtudagur, desember 01, 2005




Jæja þá er komið að því!! Aðeins 14 klukkutímar í að minns leggi af stað út á Leifsstöð! Ég hlakka svo til... Núna á ég bara eftir að redda mér ferðatöskUM, pakka niður, skrifa lista og að lokum biðja kortin mín fyrirgefningar in advance!! Ég er búin að finna út staðsetninguna á H&M, Diesel búðinni, Levi´s búðinni... Það er nauðsynlegt að undirbúa sig vel fyrir sonna geðveiki!! Svo er ég líka búin að kynna mér næturlífið í Dublin og veit nákvæmlega á hvaða skemmtistaði við djammararnir förum á;) Þannig að nú segi ég bara: Dublin here we come!! Og við ykkur hin segi ég: Skemmtið ykkur vel á klakanum, ég skal hugsa til ykkar í H&M hehehehe

Later!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:19



Ósjaldan hef ég nú sagt ykkur lesendum mínum sögur af misskemmtilegum upplifunum mínum í gömlu vinnunni minni, Intersport. Þessa sögu hef ég hins vegar aldrei sagt ykkur! Þannig var nú það, að ég sá alltaf um póstverslunina. Þegar bæklingurinn kom svo út á tveggja vikna fresti hljóp ég sveitt um búðina vopnuð síma, pöntunarblaði og penna að þjónusta landsbyggðarfólk við innkaupin. Einni sérstaklega kaupglaðri konu gleymi ég þó aldrei... Alltaf hringdi blessunin: "Sæl gullið mitt! Nú ætla ég að panta..." Hún var með óvenjulegustu óskir sem ég hafði nokkurn tímann heyrt og alltaf var sama vesenið á henni... Mér var líka farið að líða hálf illa þegar konugreyið var farin að kalla mig gullið sitt, og ljósið sitt, og engilinn sinn, og ástina sína í sí og æ... "Oooo þú ert svo yndislega hjálpsöm gullið mitt..." "Ég verð nú bara að fara að koma til ykkar og knúsa þig ástin mín...." "Þú ert algjört yndi ljósið mitt" Ég var farin að fá kuldahroll niður bakið í hvert skipti sem ég ansaði símanum og heyrði röddina hennar svara: "Halló engill" (og það voru ófá skiptin, því konan reyndist hinn besti kúnni) Jæja... Svo hætti ég hjá Intersport og hóf störf mín hjá G&G.
Í gær hringi svo síminn eins og hann vill oft gera yfir daginn. Ég svara: "G&G góðan dag!" Og um leið og viðmælandinn ansaði mér á móti fann ég þennan gamalkunna kuldahroll hríslast niður bakið á mér... Það var hún! Kvennsan er sem sagt núna í stórviðskiðtum við okkur, og hefur nú þegar hringt tvisvar sinnum í dag: "Sæl gullið mitt!!"

Please shoot me!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:03




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....