fimmtudagur, desember 01, 2005




Ósjaldan hef ég nú sagt ykkur lesendum mínum sögur af misskemmtilegum upplifunum mínum í gömlu vinnunni minni, Intersport. Þessa sögu hef ég hins vegar aldrei sagt ykkur! Þannig var nú það, að ég sá alltaf um póstverslunina. Þegar bæklingurinn kom svo út á tveggja vikna fresti hljóp ég sveitt um búðina vopnuð síma, pöntunarblaði og penna að þjónusta landsbyggðarfólk við innkaupin. Einni sérstaklega kaupglaðri konu gleymi ég þó aldrei... Alltaf hringdi blessunin: "Sæl gullið mitt! Nú ætla ég að panta..." Hún var með óvenjulegustu óskir sem ég hafði nokkurn tímann heyrt og alltaf var sama vesenið á henni... Mér var líka farið að líða hálf illa þegar konugreyið var farin að kalla mig gullið sitt, og ljósið sitt, og engilinn sinn, og ástina sína í sí og æ... "Oooo þú ert svo yndislega hjálpsöm gullið mitt..." "Ég verð nú bara að fara að koma til ykkar og knúsa þig ástin mín...." "Þú ert algjört yndi ljósið mitt" Ég var farin að fá kuldahroll niður bakið í hvert skipti sem ég ansaði símanum og heyrði röddina hennar svara: "Halló engill" (og það voru ófá skiptin, því konan reyndist hinn besti kúnni) Jæja... Svo hætti ég hjá Intersport og hóf störf mín hjá G&G.
Í gær hringi svo síminn eins og hann vill oft gera yfir daginn. Ég svara: "G&G góðan dag!" Og um leið og viðmælandinn ansaði mér á móti fann ég þennan gamalkunna kuldahroll hríslast niður bakið á mér... Það var hún! Kvennsan er sem sagt núna í stórviðskiðtum við okkur, og hefur nú þegar hringt tvisvar sinnum í dag: "Sæl gullið mitt!!"

Please shoot me!!


Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:03




uptown gurl
Koma svo´, dilla sér....