þriðjudagur, desember 06, 2005
Jæja.... Home sweet home... Ég komst lifandi heim úr útlandinu!! Var farin að stórefast um það þarna á lokasprettinum af nokkrum ástæðum!! Ég ætla ekki einu sinni að fara út í verlsunarferðina á föstudeginum... Segjum bara að við höfum verið litin ansi skörpu hornauga keyrandi um "stærsta moll í Evrópu" með stærstu innkaupakerru sem ég hef séð á ævi minni, yfirfulla af pokum... Og við blindfull við stjórnvöllinn ehemmm... Djömmuðum svo allsvakalega þá um kvöldið á íslenskan máta á "stærasta klúbbi Evrópu", þar sem nokkrir "góðhjartaðir" Írar tóku okkur að sér, og við sátum bara eins og kóngur og drottning í höll okkar uppá VIP hæðinni með besta útsýnið yfir gógó dansarana og alla geðveikina!! Eeeen við lifðum það af (naumlega) og vöknuðum galvösk, nokkrum klukkutímum á eftir hinum á laugardeginum og héldum búðarleiknum áfram..... Eftir vel heppnaða árshátið það kvöldið voru nokkur hvítvísglös teiguð á enn einum reyklausum barnum, og rétt náði ég að hoppa upp í leigubíl (allt of snemma miðað við djammið sem var planað) áður en svartnættið skall á... Förum heldur ekkert nánar út í það... Segjum bara að það var hlegið AÐ mér, en ekki MEÐ mér ehemmm.... Beddarinn og kvöldið búið!!
Þegar við svo vöknuðum á sunnudeginum, áttum við að vera BÚIN að skila af okkur herberginu, en hann Hilmar minn - snillingurinn minn, náði að kría út nokkra klukkutíma í viðbót, þannig að við náðum að henda í töskurnar, fara og kaupa nýja tösku til að koma nýja dótinu fyrir og koma okkur niðrí lobbý, allt samfara VERSTU þynnku sem ég hef á ævi minni upplifað!!! Ég hélt í alvöru að ég myndi ekki lifa heimferðina af!! Sérstaklega ekki í VERSTU lendingu í sögu Boeing 757!! Guð minn góður... Loftið hrundi hún var svo harkaleg!! Eeeeen við lifðum þetta allt saman af og komumst heim heil á húfi... Ég held svei mér þá að þynnkan sé jafnvel bara horfin... Já og það er kominn þriðjudagur!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:20