föstudagur, desember 16, 2005
Ég upplifði hámark klígjunnar í gærkvöldi! Já... Þið hafið örugglega giskað á það rétt... Íslenski Batsélorinn... Ekki piparsveinninn... Batsélorinn! Reyndar var það ekki hann til að byrja með sem gaf mér mesta kjánahrollinn heldur stelpugreyin þegar þær fóru að skoða hringana!! Hvað var það?!?! Ég meina... HALLÓ!! Það var talað um að sýna íslenskan raunveruleika... Síðan hvenær eru trúlofunarhringar eftir 6 vikur íslenskur raunveruleiki... Þá er ég auðvitað að meina svona TRÚlofunarhringar skiljiði.. Þessi með demantinum eða whatever... Hér á Íslandi, landi dauðrar rómantíkur og engra stefnumóta, landinu okkar, hafa reyndar pör verið að setja upp hringa í tíma og ótíma og er það þá bara þeirra mál, en það eru þó hringar á íslenskan máta - giftingarhringar sem bæði setja upp... Gvuuuð.. Kannski er ég að hneykslast of mikið á þessu... Kannski er þetta allt saman eðlilegt?? Íslenskar stelpur að eltast við íslenskan batsélor á kajökum og rennireiðum í kapphlaupi uppí Leonard að velja trúlofunarhringa eftir að hafa unnið keppnina í Laugum... eða eikkað í þeim dúr... Jahérna hér... Hann svo toppaði allt sem þekkst hefur í væmni og viðbjóði þegar hann fór með einhverjar fyrirfram samdar línur dauðans í athöfninni... Baaaaahh!!Hvað er að verða um þetta góða land, eða kannski frekar menninguna??
Ég horfi samt alltaf sko!!;)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:26