þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Ef ég var einhvern tímann í einhverri hættu þá var lífi mínu allavega POTTÞÉTT bjargað í dag! Ég heimti mitt heittelskaða sléttujárn úr helju og er því heil á ný..! Fékk reyndar bara nýtt í staðinn fyrir gallagripinn... En mér er alveg sama... Var ekkert búin að tengjast því gamla neinum sérstökum tilfinningaböndum (ennþá) og það nýja gerir sama gagn:) Slétt hár mun prýða mig á ný.. Víííííúúú... Ég skal segja ykkur eitt... Það er enginn hægðarleikur fyrir krullhærða manneskju (og þá meina ég KRULLhærða!) að lifa í slétthærðra manna heimi!! Bara það að skjótast í sturtu verður að heilmiklu máli því þegar henni er lokið þarf að þurkka og SLÉTTA hárið... Og það er ekkert lítill tími sem fer í það, hvorki meira né minna en réttur klukkutími fyrir sonna ofurkrullhaus eins og mig... Svo fer mar að skemmta sér, tekur kannski nokkur spor á dansgólfinu (hef nú alveg verið þekkt fyrir það!) og þá er allt farið til fjandans.. Hellað alveg hreint, en þið vitið... Beauty is pain..!!
CUT
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
16:18
mánudagur, ágúst 22, 2005
Nú finnst mér eins og sumarið sé endanlega búið.. Haustið nálgast óðum, laufblöð tekin að gulna og sól fer lækkandi á lofti.. Mér finnst þetta alveg einstaklega sorgleg tilhugsun og get ég ekki annað sagt en að mar verði bara pínu niðurlútur.. Kuldi, rok og rigning eru ekki fyrir mig, svo ég minnist nú ekki á bölvaða snjókomuna sem fylgir árvisst.. Það eina sem ég get séð jákvætt við komu haustsins og þar á eftir konungs Veturs, er að það dimmir yfir á kvöldin og þar af leiðandi hægt að hafa það kósý með kertaljós og klæðin rauð.. Hefur mér þó í leiðindum mínum tekist að finna tvö atriði sem draga úr jákvæðninni.. Í fyrsta lagi heldur áfram að dimma og dimma löngu eftir að manni finnst nóg komið og er nánast dimmt allan sólarhringinn.. Það er ekki jákvætt.. Í öðru lagi, hvað er varið í að kveikja á kertaljósum og kúra sig upp í sófa ef það er enginn til að kúra hjá..?? Maður spyr sig....
OVER & out
Ps. Það var ógeðslega gaman á menningarnótt og HÉR má sjá hluta af myndum kvöldsins.
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:36
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Ef það er eitthvað sem ég hef afrekað á þessu yndislega sumri sem er að líða, þá er það aðeins eitt, og ég get bara orðað það á einn hátt:
Halló, ég heiti Dagný og ég er alkóhólisti..! Haaalló Dagný!
Ekki misskilja mig, ég hendi þessu hér fram kannski meira í gamni en alvöru... Og þó..? Allavega er eitt atriði sem er komið permanently á TO DO listann minn: Kaupa bjór! Mér finnst bjór alveg svívirðilega góður og ég get drukkið alveg endalaust af honum (allavega þar til ég fer í black out... ehemm). Komst þó að einu í gær. Ég er búin að vera Faxe týpan í rúmt ár (keyptur kassafjöldi þó allsvakalega aukist í sumar) en hann er bara svo yndislega hagkvæmur! Lítill sætur kassi með lítið sætt handfang, innihaldandi 12 litlar sætar dósir af gullmjeðinum hinum ómissandi... En eins sætur og yndislegur og hann nú er, er hann einnig alveg svívirðilega vambaraukandi... Þá var mér bent á eina snilldarlausn sem mínir fellow bjórdýrkendur höfðu fundið uppá fyrir þó nokkru: Lite! Stefnan er því sett á Ríkið á heimleið, þar sem fjárfest verður í kippu...
OVER & OUT
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
13:24
mánudagur, ágúst 15, 2005
Þá er einni af síðustu helgum sumarsins lokið, og var hún ekki af verri endanum! Það var tekið vel á því á fimmtudaginn, slappað af í góða veðrinu á föstudaginn, og svo djammað aftur á laugardaginn... Byrjuðum laugardagskvöldið á að grilla dýrindis grísasteik og allt tilheyrandi meðlæti og vá hvað það var gott! Agnes frumreyndi sósugerðarhæfileika sína og bjó til þessa ljómandi góðu sósu með steikinni... Nammi namm;) Svo sátum við þarna við borðstofuborðið (ég, Agnes, Kristín, Hilmar, Himmi, Óli Haukur og litlu prinsessurnar tvær) og belgdum okkur út af kræsingum! Svo fylltist húsið af fleiri vinum og vandamönnum og var djammað fram á rauða nótt... Komumst að þeirri niðurstöðu að við þurfum að gera meira af þessu, þ.e. elda saman og hafa það næs... Mar gleymir því bara einhvern veginn alltaf því mar er svo upptekinn af því að djamma... En við bætum úr því bráðlega:)
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
12:10
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Síðan ég öðlaðist þann virðulega titil "skrifstofustjóri" (fæ ekki nóg af því að segja þetta + að ég er líka fjármálastjóri... anywho) hef ég komist að nokkrum staðreyndum um skrifstofuáhöld og aðra slíka leiðindahluti..(og fann mér tíma til að flokka þá niður)!! Sá sem að kemst lengst í flokknum "Fríðindi skrifstofuheimanna" er án efa tölvan! Tölvan sér til þess að ég er surfandi um cyberspace allan daginn... Missi þar af leiðandi ekki af neinu, auk þess sem ég er nettengd við alla vini mína sem eru þeirra fríðinda aðnjótandi að geta setið fyrir framan tölvu eins og ég. GEGGJAÐ! Næstur er flokkurinn "Viðbjóður reikningagerðar" Það er svosem ekkert hægt að setja út á reikningagerðina sjálfa sem slíka (ég meina... hversu leiðinlegt er það að rukka inn monní?) en sá hlutur sem óhjákvæmilega fylgir reikningagerðinni er að mar þarf víst að koma þeim í umslög og á umslög þarf að setja frímerki. Að sleikja frímerki fær þann heiður að vera horbjóður skrifstofuheima! EKKI eins geggjað! Sá hlutur sem svo án efa vinnur vinnur til verðlauna í "Furðuflokknum" er ekki einu sinni hlutur beint, frekar staðreynd um hlut eiginlega... Ég hef aldrei á ævi minni notað eins mikið af gulum POST-IT miðum og síðustu mánuði...!! Ég sver það!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:46
mánudagur, ágúst 08, 2005
Jahérna hér....
Blessuð blíðan! Get ekki mikið annað sagt en að ég er illa svikin með veður... Veðurguðirnir ættu að vera búnir að ná því núna að ég er ekkert mikið fyrir þetta djö.. skítaveður sem hefur plagað okkur landsmenn alla helvítis helgina!
Talandi um helgina.... Hún var bara helvíti góð að mínu mati - sligar næstum því uppí að vera jafn góð og helgin þar á undan, sjálf verslunarmannahelgin! Atvinnudjammari með meiru ásamt mínum kæru vinum (var ekki einhver að tala um e-ð landslið?) En hvað vitið þið sosem, ég hef náttla ekkert öppdeitað ykkur, lesendur góðir í skammarlega langan tíma... Sooorry!
Talandi um skömm... Ég setti heimsmet í vandræðalegustu mómentum EVER í síðustu viku! Daðraði við "vin" minn í heilar fimm mínútur í vinnusímann, flissandi eins og versta gelgja, þrætandi við hann: "Láttu ekki svona, ég þekki alveg í þér röddina, hættu að stríða mér" Eftir að hafa uppljóstrað allt of mörgum smáatriðum um ævintýri þáliðinnar nætur í tilraun til að láta "vin" minn hætta að bulla, uppgötvaði ég mér til endalausrar eymdar og SKAMMAR að þetta var alvörukúnni með alvöru bilað opnanlegt fag í glugga sem hann þurfti í alvörunni aðstoð við að laga... Ég tók niður skilaboð!
CUT
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
09:34