miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Síðan ég öðlaðist þann virðulega titil "skrifstofustjóri" (fæ ekki nóg af því að segja þetta + að ég er líka fjármálastjóri... anywho) hef ég komist að nokkrum staðreyndum um skrifstofuáhöld og aðra slíka leiðindahluti..(og fann mér tíma til að flokka þá niður)!! Sá sem að kemst lengst í flokknum "Fríðindi skrifstofuheimanna" er án efa tölvan! Tölvan sér til þess að ég er surfandi um cyberspace allan daginn... Missi þar af leiðandi ekki af neinu, auk þess sem ég er nettengd við alla vini mína sem eru þeirra fríðinda aðnjótandi að geta setið fyrir framan tölvu eins og ég. GEGGJAÐ! Næstur er flokkurinn "Viðbjóður reikningagerðar" Það er svosem ekkert hægt að setja út á reikningagerðina sjálfa sem slíka (ég meina... hversu leiðinlegt er það að rukka inn monní?) en sá hlutur sem óhjákvæmilega fylgir reikningagerðinni er að mar þarf víst að koma þeim í umslög og á umslög þarf að setja frímerki. Að sleikja frímerki fær þann heiður að vera horbjóður skrifstofuheima! EKKI eins geggjað! Sá hlutur sem svo án efa vinnur vinnur til verðlauna í "Furðuflokknum" er ekki einu sinni hlutur beint, frekar staðreynd um hlut eiginlega... Ég hef aldrei á ævi minni notað eins mikið af gulum POST-IT miðum og síðustu mánuði...!! Ég sver það!!
Later
Koma svo, dilla sér.. Dagný at
14:46